EKKI SUNDRA OR!

OR

Í vikunni sem leið var afgreitt aftur til nefndar frumvarp sem opnar á að sundra Orkuveitu Reykjavíkur í frumeiningar sínar. Lengi vel óskuðu eigendur OR, það er Reykjavíkurborg, Akranes og Borgarbyggð eftir því að þessari ráðstöfun yrði frestað því sýnt væri að það myndi veikja stofnunina til muna. Í fjórgang var því þess vegna frestað að þvinga OR undir regluverk Evrópusambandsins sem lögfest var hér á landi með raforkulögunum 2003.
Auðvitað á að fresta þessu enn og freista þess að fá þá undanþágu sem við höfum rétt á samkvæmt skilmálum ESB, en sem látið var undir höfuð leggjast að láta reyna á þegar tilskipunin var samþykkt sínum tíma. Í samræmi við það þarf síðan að taka allt laga- og regluverk orkugeirans upp gagnvart.
Því miður hefur þessu enn ekki verið komið í verk en þetta þarf að gera.
Forsendan fyrir endurskoðunarstarfinu er sú að nú verði lögþvingun gegn OR enn frestað um sinn. Óskiljanlegt er að Reykjavíkurborg og aðrir eigendur skuli ekki standa vaktina fyrir hönd almennings í þessu máli. En skaðinn er ekki orðinn. Enn er tími til stefnu.
Hér má heyra rök mín við að sitja hjá við aðra umræðu um málið í liðinni viku:
http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20131204T163616

Fréttabréf