Fara í efni

RÆTT UM KERIÐ Á BYLGJUNNI

Bylgjan í bítið 2 rétt
Bylgjan í bítið 2 rétt


Við vorum mættir einsog oft áður Í Bítið á Bylgjunni við Brynjar Níelsson að ræða brennandi málefni líðandi stundar. Að þessu sinni fór mestur tíminn í að ræða gjalddtöku á ferðamannastöðum. "Eigendur" Kersins hafa sett upp tollbúð þar sem  þeir krefja fólk, sem vill líta þessa áhugaverðu náttúruperlu augum, um gjald. Ég fór í Kerið í gær og borgaði ekki. Það var útagangspunktur umræðunnar á Bylgjunnar.
Síðan ræddum við nýjan "fjölskylduþátt" á RÚV sem samkvæmt upplýsingum DV byggir á einhvers konar peningaspili og er styrkt af rekstraraðilum spilakassa. Þarna tel ég RÚV komið út á hálan ís - svo ekki sé meira sagt.
Þetta ræddum við einnig í okkar spjalli: http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=22136