Greinar September 2013
...Það yrði síðan höfuðverkur kröfuhafa að koma
krónum sínum út úr landinu - eða í fjárfestingar innan lands. Hvoru
tveggja gæti einnig orðið okkar höfuðverkur! Því eftir stendur að
inni í íslensku hagkerfi er fjármagn sem vill komast út, og ef
ekki, gæti valdið þenslu, til dæmis á húsnæðismarkaði, ef
fjárfestingum yrið beint þangað í stórum stíl ... Enn um sinn
þurfum við á gjaldeyrishöftum að halda. Þau eru varnavopn íslensks
samfélags við erfiðar aðstæður. Við erum reglulega minnt á það í
fréttum að forsvarsfólk margra mikilvægra samtaka, svo sem Samtaka
iðnaðarins og SA, virðist ekki ...
Lesa meira

Í dag efndi Stjórnskipunar- og efirlitsnefnd Alþingis til
opins fundar um Rannsóknarskýrslu Alþingis um Íbúðalánasjóð.
Skýrslan var birt í júní-mánuði síðastliðnum eftir að hún hafði
formlega verið afhent Alþingi. Þar er það Stjórnskipunar- og
efirlitsnefnd sem hefur með höndum umfjöllun um skýrsluna. Á þessum
fyrsta fundi nefndarinnar komu fyrir hana þeir Guðmundur Bjarnason,
sem gegndi stöðu forstjóra sjóðsins á því tímabili sem rannsóknin
nær til, svo og þeir Gunnar S. Björnsson og Hákon Hákonarson, sem
voru ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 23.09.13.
...Ég
þykist vita að innan spilafyrirtækjanna séu ýmsir sem nú
vilja pikka það hagstæða út úr frmuvarpinu, svo sem heimild
til að reka netspilun en sleppa því sem þau telja sér hamlandi og
þá sérstaklega því að komið verði á laggirnar sjálfstæðri
eftirlits-,aðhalds og eftirlitseiningu, Happdrættisstofu, sem
horfði bæði til sjálfrar starfseminnar og forvarna. En að sama
skapi er mér fullkunnugt um að innan allra þessara stofnana, þar
með talið Happdrættis Háskóla Íslands, og vísa ég þar sérstaklega
til formanns stjórnar, Eyvindar Gunnarssonar, hefur verið
...
Lesa meira

...Það sem gerir mig hins vegar að fylgismanni RÚV eru þau
Þorsteinn frá Hamri, Halla Oddný Magnúsdóttir og Víkingur Heiðar
Ólafsson og þeirra líkar. Ég nefni þau sérstaklega vegna þess að
þau hafa nýlega verið með þjóðinni á vegum RÚV, Þorsteinn frá Hamri
í útvarpi hin í Sjóvarpinu. Þorstein hlustaði ég á um síðustu
mánaðamót. Þá var endurtekinn þáttur í umsjá Eiríks Guðmundssonar
frá árinu 2008 en Víkingur Heiðar og Halla Oddný hafa birst okkur í
...
Lesa meira
Vont er þeirra ránglæti, verra er
þeirra réttlæti"
, sagði Jón Hreggviðsson í Íslandsklukkunni um kvalara sína og
það er einmitt þetta vonda "réttlæti" stjórnmálamanna sem
Friðrika Benónýsdóttir gerir að umtalsefni í hnitmiðuðum leiðara
sínum í Fréttablaðinu í dag.
Þar segir hún að af öllum þeim niðurskurðartillögum sem fram hafi
komið sé "sú hugmynd að láta sjúklinga greiða fyrir innlagnir á
sjúkrahús einna skelfilegust. ... Óhuggulegast er þó að hugmyndin
er sett fram sem réttlætismál og ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 22.09.13.
Hjá
landanum er flest annað hvort eða - í ökkla eða eyra. Hver man ekki
eftir laxeldinu eða minkabúunum. Staðreyndin er sú að laxeldi var
góð hugmynd og er enn. Fólk hefur mismunandi skoðun á framleiðslu
loðfelda - en bisnishugmyndin er góð. Þangað til allir framkvæma
hana - í einu. Þegar of margir gera það sama um leið þá er hætt við
að illa fari. Þessi þanki vaknar varðandi ferðaþjónustuna. Getur
verið að þar sé gamalkunnugt æði að renna á landsmenn? Fjölgun
erlendra ferðamanna til landsins eykst ævintýralega hröðum...
Lesa meira

Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallar í
vikulegum pistli sínum í Fréttablaðinu í dag, um það sem hann
kallar "reglugerðahringl" tveggja innanríkisráðherra, mín og
núverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, um landakaup erlendra
manna á Íslandi.... Þosteinn Pálsson segir að ástæðan fyrir
reglugerðarsetningu minni hafi verið áform kínversks auðmanns að
kaupa Grímsstaði á Fjöllum.... Ekki er þetta alveg rétt. Áhugi minn
á því að sporna gegn landakaupum erlendra aðila á Íslandi á sér
miklu dýpri rætur, meðal annars lagasetning sem Þosteinn Pálsson
stóð sjálfur að árið 1998, sem ...
Lesa meira

Ríkisstjórnin hefur tekið upp hætti forvera sinna,
fyrir-hrunverjanna, og sækir nú ákaft fundi erlendra
peninga-spekúlanta og hvetur þá til að koma til
Íslands. ... Er til of mikils mælst að fá um þetta umræðu
áður en haldið er utan á fleiri sölufundi? Á Íslandi er allt að
springa af fjárfestingarfé - sérstaklega fjármunum lífeyrissjóðanna
sem hlaðast upp bíða þess að klomast á beit í fjárfestingarhaga. Á
forsíðu Fréttablaðsins í dag segir frá Icelandic Tourism Fund í
eigu Icelandic Group, Landsbankans og nokkurra lífeyrissjóða.
Landsbréf sér um ...
Lesa meira

... Í fréttum RÚV í kvöld sagði hann að vel kæmi til álita að
láta fólk borga þegar það er lagt inn á spítala en sem kunnugt er
hefur það ekki tíðkast á Íslandi ... Í nýútkominni skýrslu sem
Ingimar Einarsson... vann fyrir Krabbameinsfélagið ... kemur
fram að gjaldtakan er komin á ískyggilegt stig eða fimmtungur af
heilbrigðisútgjöldum landsmanna. Ingimar sagði í viðtölum þegar
skýrslan var kunngerð að þessi þróun væri mikið áhyggjuefni.
Ljóst væri að efnahagur sjúklinga muni að óbreyttu ráða æ
meiru um sjúkdómsmeðferð ef ekki verði snúið af þessari
óheillabraut....
Lesa meira
Meðfylgjandi grein var send til birtingar í blöðunum
Hafnarfjörður og Kópavogur.
...Allt þetta verður til
umræðu í Kraganum fimmtudaginn 19. september kl. 20 en þá efnir VG
í Suðvesturkjördæmi til opins stjórnmálafundar í
Hamraborginni í Kópavogi, því sem við köllum Kragakaffi.
Umræðuefnið er staðan í stjórnmálum í kjölfar þingkosninganna í vor
og stjórnarskiptanna í kjölfarið. Framsögu ásamt undirrituðum hefur
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður. Við munum reifa
"stjórnmálaástandið" eins og það gjarnan var kallað á árum áður í
auglýsingum um fundi stjórnmálamanna og eru allir velkomnir....
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum