Greinar Júní 2013

Najat Vallaud-Belkacem, er sá ráðherra í ríkisstjórn
Frakklands sem fer með réttindi kvenna. Hún flutti ræðu á
nýafstöðnu þingi Evrópuráðsins í Strassbourg þar sem hún fjallaði
sérstaklega um réttindi samkynhneigðra og trans-fólks. Najat
Vallaud-Belkacem þótti mælast vel þegar hún sagði
að hvar sem landslög hindruðu ... Tilefni umræðunnar eru m.a.
nýsett lög í Rússlandi sem fótumtroða mannréttindi samkynhneigðra
og trans-fólks ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 25.06.13.
Á tímum Kaldastríðsins ástunduðu leyniþjónustur
ausantjalds að fylgjast svo vel með aðkomumönnum að bréf þeirra
voru iðulega opnuð og skoðuð. Sama gilti um innlent fólk sem grunað
var um að ógna öryggi ríkisins eins og það hét. Þetta þótti
flestum ofbeldi af verstu sort og bera vott um litla virðingu fyrir
mannréttindum. En þetta voru aðferðir eftirlitsþjóðfélagsins.
Sjálfur hef ég heimsótt leyniþjónustustofnanir þar sem njósnir af
þessu tagi eru stundaðar. Mér er minnisstætt að koma inn í ...
Lesa meira
Birtist í DV 24.06.13.
...Í mínum huga
voru hvorki Wikileaks og Bradley Manning né nú Edward
Snowden siðferðilega sek. Þvert á móti hafa þessir aðilar unnið
mannréttindum gagn og eiga þakkir skilið. Og fyrir vikið eigum við
öll þeim skuld að gjalda. Nú þarf að taka um það ákvörðun hvort sú
skuld verður ekki best endurgoldin með landvistarleyfi á
Íslandi....
Lesa meira

Frá því um miðja vikuna hef ég setið ráðstefnu
við háskóla í Boston, Wheelock College, en mér var boðið á
ráðstefnuna til að flytja þar erindi um mannréttindi. Yfirskrift
ráðstefnunnar var Global Challenges and
Opportunities ... Ég sótti seminar um barnaþrælkun
þar sem sýnd var mynd sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hafði gert
um barnaþræla. Myndin var áhrifarík og ekki síður umræður í
kjölfarið. Á ráðstefnunni voru nokkrir einstaklingar sem höfðu
sjálfir mátt þola þrælkun í sumum tilvikum barnavændi og talaði það
fólk af eigin reynslu. Þótti mér það áhrifaríkast á að hlýða á
ráðstefnunni. Hér að neðan er erindi mitt sem ég fliutti á
föstudagsmorgun...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 21.06.13.
Eftir að ég - ásamt fleirum - lagði fram
þingsályktunatillögu á Alþingi um að því verði beint til
Íbúðalánasjóðs og samsvarandi áskorun send til lífeyrissjóða og
fjármálastofnana að "að fresta öllum innheimtuaðgerðum og
nauðungarsölum uns niðurstaða liggur fyrir í aðgerðum
ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna," hef ég orðið þess var
að þetta sé túlkað sem hið versta lýðskrum. Ég sé nýkominn úr
ríkisstjórn, hvers vegna hafi ég ekki beitt mér fyrir þessu á meðan
ég átti þar sæti. Staðreyndirnar eru hins vegar þessar....
Lesa meira
Birtist í DV 19.06.13.
...Varla er þetta
einkamál þeirra einna, ráðherrans og framkvæmdastjórans?
Svona stór stefnumarkandi ákvörðun krefst umræðu í
þjóðfélaginu almennt á meðal okkar sem berum ábyrgð á Íslandi.
Þetta kemur okkur öllum við.
Fróðlegt verður að fylgjast með Heimdalli. Hvað gerir fólkið sem
tímir ekki að greiða skatt í rekstur Landspítalans þegar
innheimtuhliðin verða opnuð á Þingvöllum? Það er ekki að undra að
ríkisstjórnin aflétti nú í gríð og erg sköttum af stórútgerðinni og
ferðaþjónustunni - hún ætlar að láta okkur borga skattinn beint. En
það samræmist að sjálfsögðu ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 17.06.13.
...Við
þetta vakna ýmsar spurningar. Í fyrsta lagi er með þessum orðum
gefið í skyn að lögin fari þegar í stað að hafa áhrif. Svo er ekki
því hjá dómstólum landsins er nú hafið réttarhlé sem stendur fram á
haust. Ný lög breyta því engu í bráð. Í annan stað er mjög óljóst
hvað lögin þýða í reynd. Í umræðu á Alþingi voru gefin misvísandi
svör um það hvort lagabreytingin þýddi að umrædd dómsmál yrðu tekin
fram yfir önnur í dómskerfiu. Ráðherra sagði að ....
Lesa meira
Birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 16.06.13.
Að
undanförnu hefur kveðið við nýjan tón í stjórnmálum, sem virðist fá
dágóðan hljómgrunn hjá mörgum. Hann gengur út á að útrýma átökum á
vettvangi stjórnmálanna; þar eigi allir að vera vinir, setjast
niður og spjalla og komast í rólegheitum að niðurstöðu. Allt í
góðu. Svo stökkvi menn eins og íkornar grein af grein og njóti
lífsins í skóginum, svo vísað sé í smellna ræðu á Alþingi á
eldhúsdegi. Inn í þetta hefur fléttast ...
Lesa meira

Það yrði grundvallabreyting ef sá háttur yrði tekinn upp að rukka
aðgangseyri að náttúru Íslands nema þá með almennum sköttum.
Að borga sérstakt gjald til að sjá Seljalandsfoss, Gullfoss, Geysi
eða Dettifoss yrði nýlunda. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðhrerra
ferðmála, sagði í fréttum Bylgjunnar að hún væri staðráðin í
að byrja að rukka sem fyrst en þetta yrði gert í samráði við
"greinina" og átti þá við Samtök fyrirtækja í ferðajónustu. Og
fulltrúi "greinarinnar", Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri
samtakanna, var einnig ...
Lesa meira

...Þetta minnir okkur á að netið, sem býður upp á gríðarlega
möguleika fyrir upplýsinga- og lýðræðissamfélagið, getur hæglega
snúist upp í andhverfu sína þar sem ríkið og stórfyrirtæki safni um
okkur upplýsingum og grafi þannig undan friðhelgi einstaklingsins
og lýðræðinu. Út á þá braut virðast bandarísk yfirvöld hafa
haldið.
Ég tók þetta mál upp á Alþingi í dag og hét því að fylgjast með
framvindu þess að taka það upp að nýja ef aðstæður kalla á
það...
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum