Greinar Apríl 2013

...
Það var dapurlegt að sjónvarpsstöðvarnar báðar skyldu vera svo
önnum kafnar í gær að fá ekki fest á mynd þegar björgunarbátar
Slysavarnafélagsins Landsbjargar sigldu heiðurssiglingu inn í
höfnina í Reykjavík í tilefni þess að undirritað var samkomulag
milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar og ríkisins um myndarlegt
átak til viðhalds og endurbóta björgunarskipa félagsins næstu árin.
Þetta var tilkomumikil sjón og vakti upp hugrenningar um hve þjóðin
stæði ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 19.04.13
Fangelsisbygging á Hólmsheiði er nú komin af stað.
Nú er lokið fimm áratuga ferli um vangaveltur, athuganir, skýrslur
og úttektir án þess að nokkuð annað hafi gerst. Nú er komið að
framkvæmdum og við sjáum fram á gjörbreytingu í fangelsismálum á
Íslandi þegar nýja byggingin verður komin í gagnið. Hún markar
tímamót í sögu fangelsismála. Fátt er um mikla eða merkilega áfanga
í sögu fangelsismála á Íslandi síðustu ...
Lesa meira

Í gær var birt skoðanakönnun á Stöð 2 um fylgi flokkanna í
væntanlegum Alþingiskosningum. Hér að ofan má sjá mynd af því
hvernig Alþingi yrði skipað ef niðurstöður þessarar skoðanakönnunar
ganga eftir. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn í miklum meirihluta -
og þjóðin komin aftur í gamalkunnan farveg. Píratar fengju það
hlutverk að veita þeim stuðning á ýmsum sviðum við landstjórnina...
Spurning hvort þær væntingar sem fjármálageirinn hefur viðrað
síðustu daga munu ekki allar ganga eftir - m.a. sala á eignarhlut
ríkisins í bönkum - alveg eins og í þá gömlu góðu daga - og
bankastjórar í himnaríki sjálftökunnar...
Lesa meira


Ávarp við setningu prestastefnu í Háteigskirkju
...Það er semsagt breytnin sem öllu skiptir. Hvað sagði ekki
Gandhi? Hann vildi að líf sitt yrði boðskapur sinn. Að breytni sín
yrði sá vitninsburður sem horft væri til. Í augum Gandhis þurfum
við að varast siðlaus stjórnmál, samviskulausar nautnir, auðsöfnun
í iðjuleysi, þekkingu án innihalds, viðskipti án siðferðis, vísindi
án mannúðar, tilbeiðslu án kærleika - og fórnar.
Flókið, einfalt, satt, magnþrungið, djúpt, augljóst.
Og hlutverk þjóðkirkju Íslands, sem nýtur stuðnings meirihluta
þjóðarinnar, er það ekki að sýna forystu með breytni sinni, að sýna
aðgát í nærveru sálar, að vera holdgervingur ...
Lesa meira

Árangur af starfi okkar í Innanríkisráðuneytinu til að efla
beint lýðræði er nú smám saman að koma í ljós. Íslykillinn
- nafnspjaldið á netinu - sem Þjóðskrá Íslands kynnti í
liðinni viku er til dæmis liður í því að unnt sé að láta rafrænar
kosningar fara fram en frumvarp þar að lútandi var samþykkt í
ríkisstjórn fyrir þinglok. Nú er unnið hörðum höndum að því að
fullgera reglugerð um framkvæmd frumvarpsins. Allt þetta starf á
sér að sjálfsögðu langa rót en ...Einn er sá aðili sem hefur vakið
mikla aðdáun hjá mér og það er Flensborgarskóli. Fjölmiðladeild
skólans hefur ...
Lesa meira

Á undanförnum áratugum hafa Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur haft þá stefnu í atvinnumálum að stóriðja eigi að
vera ein megin undirstaða efnahagslífsins. Ég er ekki á þeirri
skoðun að það sé farsæl avinnustefna. Og Vinstrihreyfingin grænt
framboð er ekki á því máli. Meðal annars þess vegna er ég þar
innandyra.Við teljum að í okkar 350 þúsund manna samfélagi sé
happadrýgri og skynsamlegri stefna að stuðla að margbreytileika í
atvinnnulífi heldur en að við reiðum okkur á einsleitna stóriðju.
Þarna kemur margt til. Ég nefni fernt...
Lesa meira
Birtist í DV 12.04.13.
Mál sem tengdust
hvarfi tveggja manna, Guðmundar Einarssonar og Geirfinns
Einarssonar, á áttunda áratug síðustu aldar hafa hvílt sem mara á
þjóðinni. Reglulega hefur rannsókn þessara mála verið gerð skil í
opinberri umfjöllun og sakborningar hafa stigið fram og sagt sína
sögu. Í lok síðasta mánaðar kom út skýrsla starfshóps sem ég
skipaði haustið 2011 undir formennsku Arndísar Soffíu
Sigurðardóttur, lögfræðings og lögreglukonu, til þess að ...
Lesa meira
...Nú er það svo að kröfuhafarnir hugsa sinn gang og gætu þess
vegna viljað bíða átekta. Gott og vel. Þá gerum við það líka. Við
höfum öll vopn í hendi vegna gjaldeyrishaftanna.
Hverjir vildu svipta okkur þessum vopnum? Það var
stjórnarandstaðan, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sem
börðust sem óðir fyrir afnámi gjaldeyrishafta, sömu flokkar og nú
bjóða okkur gull og græna skóga á grundvelli stefnu sem við stóðum
fyrir og framfylgdum, ekki þeir! ...
Lesa meira

Íslykillinn sem svo er nefndur, var formlega tekinn í notkun í dag
af hálfu Þjóðskrár Íslands. Það markar ákveðin tímamót í mínum huga
því Íslykillinn er er auðkenni svipað nafnskírteini og hefur verið
kallað nafnskírteini á netinu. Íslykillinn veitir rafrænan aðgang
að upplýsingum og samskiptum við hinar ýmsu opinberu stofnanir, við
sveitarfélög, félagasamtök og fyrirtæki. Um skeið hefur þessi nýi
aðgangur verið í undirbúningi eða allt frá því ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 11.4.2013.
Í nóvember 2011 mælti ég á Alþingi fyrir
frumvarpi um breytingu á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu sem
hafði það markmið að styrkja stoðir fyrir gjaldtöku upplýsinga úr
þjóðskrá og skapa fjárhagslegan grundvöll til að hefja endurgerð
tölvukerfa Þjóðskrár Íslands. Ljóst var að þetta yrði umfangsmikið
verkefni og kostnaðarsamt en jafnljóst var að mjög brýnt var að
hefja þessa vinnu og hafði meðal annars umboðsmaður Alþingis bent á
það í tveimur álitum. Frumvarpið fór til umfjöllunar ...
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum