LYKILLINN AÐ FRAMTÍÐINNI

Lykill framtíðar
Íslykillinn sem svo er nefndur, var formlega tekinn í notkun í dag af hálfu Þjóðskrár Íslands. Það markar ákveðin tímamót í mínum huga því Íslykillinn er er auðkenni svipað nafnskírteini og hefur verið kallað nafnskírteini á netinu. Íslykillinn veitir rafrænan aðgang að upplýsingum og samskiptum við hinar ýmsu opinberu stofnanir, við sveitarfélög, félagasamtök og fyrirtæki.

Um skeið hefur þessi nýi aðgangur verið í undirbúningi eða allt frá því ég skipaði nefndir undir forystu Þorleifs Gunnlaugssonar til að efla sveitarstjórnarstigið og síðan til að huga að rafrænni stjórnsýslu og rafrænu lýðræði. Nefndirnar lögðu til ég beitti mér fyrir breytingu á sveitarstjórnarlögum þannig að íbúakosningar gætu verið rafrænar ef sveitarstjórn óskaði þess.  Jafnframt var því beint til mín að tryggja að innskráningarþjónusta Ísland.is yrði í stakk búin til að sinna því hlutverki að auðkenna kjósendur í íbúakosningum sveitarfélaga. Ég gerði hvort tveggja og fól Þjóðskrá Íslands, sem rekur innskráningarþjónustu Ísland.is, að gera viðeigandi ráðstafanir.

Nú erum við að sjá árangur af þessu starfi og er ástæða til að þakka starfsfólki Þjóðskrár Íslands fyrir afar vel unnin störf og fyrir að hafa haft hraðar hendur við að gera þennan nýja aðgang mögulegan.

Sjá nánar á vef Innanríkisráðuneytisins: : http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28510

Fréttabréf