Fara í efni

LOKSINS SAMKOMULAG UM LÁNSVEÐ

undirritun lánsveð
undirritun lánsveð

Ljótur blettur á samélaginu eftir hrun er aðgerðarleysi gagnvart lánsveðum. Ekki er það svo að viljann hafi skort af hálfu stjórnvalda heldur hafa lífeyrissjóðirnir verið tregir til að grípa til aðgerða til aðstoðar fólki með lánsveð.
En hvað er lánsveð? Fyrir þá sem ekki vita þá er talað um lánsveð þegar einstaklingur hefur fengið veð að láni, yfirleitt hjá einhverjum nákomnum, vegna kaupa á fasteign. Veðið hvílir þá á íbúð mömmu og pabba eða öðrum ættingjum eða vinum, en af láninu er hins vegar greitt af hálfu þess sem lánið tók.
Ef lántakandinn síðan kemst í þrot er gengið að íbúð mömmu og pabba.Eitt er að missa sína eigin eign en milku verra er að valda öðrum tjóni. Það er sárt.
Þegar fjármálastofnanir tóku að afskrifa lán samkvæmt svokallaðri 110% leið - það er, lækka lánin niður í það að vera 110% af verðmæti eignar, þá tók sú regla ekki til lánsveða sem einkum eru algeng hjá lífeyrissjóðum. Það var hróplegt ranglæti.
Nú gerðist það hins vegar í gær - eftir margra mánaða þjark - að samkomulag náðist við lífeyrissjóðina um að láta þessa almennu reglu ná til lánsveðhafa. Reikningurinn mun að verulegu leyti lenda á ríkissjóði og á það að vera valdað að þverpólitísk sátt verði um að framfylgja samkomulaginu hver sem kemur til með að sitja í Stjórnarráðinu að afloknum kosningum.
Þetta eru langþráð tímamót og mikið fagnaðarefni.
Sjá nánar: http://www.atvinnuvegaraduneyti.is/utgafa/frettir/nr/7535