BÍÐUR HANN STJÓRNARSKIPTA Á ÍSLANDI?

Núbó og ný ríkisstjórn

Huang Nubo sem fer fyrir kínversku fjárfestingassamsteypunni sem vill komast yfir Grímstaði á Fjöllum er aftur að mæta til leiks í fjölmiðlum. Í gær vitnaði Ríkisútvarpið til ummæla Nubos á fréttastöðinni CNBC á fundi kínverskra athafnamanna þar sem hann segir fjárfestingar á Íslandi hugsaðar til langs tíma:  "Huang sagði marga telja Ísland mjög afskekkt en ef horft væri fram í tímann, um áratug eða svo, og ef ísbreiðan á Norðurpólnum bráðnaði, yrði land á Íslandi mjög verðmætt því siglingaleiðin um Norðuríshaf til Evrópu verði opin og liggi við Ísland. Þá verði þrjú hundruð ferkílómetra landsvæði mjög ábatasöm eign fyrir hann. Ólíkt mörgum fyrirtækjum í ríkiseigu, sem hugsi til skamms tíma, þá geti einkafyrirtæki eins og það sem hann rekur fjárfest til lengri tíma."

Þegar fjárfestingardraumar Huangs Nubos voru að engu gerðir af hálfu íslenskra stjórnvalda var á honum að skilja að hann myndi bíða átekta en hugsa sér til hreyfings með vorinu. Það virðist nú vera að gerast. Enda vel við hæfi. Alþingiskosningar að bresta á og ekki útílokað að við hugsanleg stjórnarskipti komi aðrir vindar til með að blása gagnvart peningamönnum sem koma hingað klyfjaðir gulli: http://ogmundur.is/annad/nr/6664/
Sjá einnig frétt RÚV: http://www.ruv.is/frett/jardarkaup-a-islandi-langtimafjarfesting

Fréttabréf