Fara í efni

ALLT EINS OG ÁÐUR VAR?

Alþingi 13
Alþingi 13

Í gær var birt skoðanakönnun á Stöð 2 um fylgi flokkanna í væntanlegum Alþingiskosningum. Hér að ofan má sjá mynd af því hvernig Alþingi yrði skipað ef niðurstöður þessarar skoðanakönnunar ganga eftir. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn í miklum meirihluta - og þjóðin komin aftur í gamalkunnan farveg.
Píratar fengju það hlutverk að veita þeim stuðning á ýmsum sviðum við landstjórnina, en skoðankönnunin er þeim hagstæð.
Spurning hvort þær væntingar sem fjármálageirinn hefur viðrað síðustu daga munu ekki allar ganga eftir - m.a. sala á eignarhlut ríkisins í bönkum - alveg eins og í þá gömlu góðu daga - og bankastjórar í himnaríki sjálftökunnar - allt eins og áður var.

Sjá eitt dæmi af mörgum um væntingar úr fjármálageiranum:
http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/04/17/landsbankamenn-thrysta-a-um-solu-a-eignarhlut-rikisins-i-bankanum/?fb_action_ids=10151526913989286&fb_action_types=og.likes&fb_source=aggregation&fb_aggregation_id=288381481237582