Greinar Apríl 2013
Birtist í Fréttablaðinu 25.04.13.
... Hið rétta er að eftir áralangt þjark tókst að
reka endahnút á deilur ríkis og borgar um flugvöllinn í
Vatnsmýrinni. Það mun hafa það í för með sér að unnt verður að
reisa nýja flugstöð enda gengur andvirði sölu á landi upp í þá
framkvæmd. Í samkomulagi sem undirritað var gengur borgin að þeim
kröfum sem við höfum teflt fram og varða öryggi flugsins. Síðan
nefnir thorgils@frettabladid.is
að ég sé á förum til Vestmannaeyja að skýra opinberlega frá
stöðunni í ferjumálum ásamt bæjarstjórn Vestmannaeyinga. Aftur þar
er um að ræða fé...
Lesa meira

...En er ekki einfalt að finna út úr því hvað rétt er í þessu
efni? Það verkefni fékk sérstök nefnd sem starfaði í aðdraganda
hrunsins ( frá febrúar 2006 til september 2008) undir formennsku
Friðriks Más Baldurssonar. Í þessari nefnd sátu á meðal annarra
Tryggvi Þór Herbertsson, Vilhjálmur Egilsson og Indriði H.
Þorláksson. Lokaskýrsla nefndarinnar fór ekki víða og varð
fljótlega að feimnismáli því hún sýnir svart á hvítu afleiðngarnar
af skattastefnu Sjálfsætðisflokksins og framsóknarflokksins á þessu
tímabili.
Skýrsluna má nálgast á....
Lesa meira

... Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir nýja tíma um leið og hann boðar
afturhvarf til sinnar fyrri stefnu. Þá stefnu neitar hann síðan að
ræða...Framsóknarflokkurinn ætlar að lækka húsnæðisskuldir um 20%
sem hann segir muni takast með því að skattleggja eða ná með öðrum
hætti fjármun fjárfesta sem eiga í þrotabúm bankanna. Þetta segir
flokkur sem fyrir fáeinum mánuðum neitaði að styðja að þrotabúin
yrðu færð undir gjaldeyrishöft en það eru fyrst og fremst þau sem
skapað hafa íslenska ríkinu vígstöðu. Áður höfðu Sjálfstæðisflokkur
og Framsókn barist fyrir afnámi gjaldeyrishafta þegar í stað! Vildu
með öðrum orðum svipta okkur vopnum okkar!!! Þetta er eins ...
Lesa meira

Huang Nubo sem fer fyrir kínversku fjárfestingassamsteypunni sem
vill komast yfir Grímstaði á Fjöllum er aftur að mæta til leiks í
fjölmiðlum. Í gær vitnaði Ríkisútvarpið til ummæla Nubos á
fréttastöðinni CNBC á fundi kínverskra athafnamanna þar sem hann
segir fjárfestingar á Íslandi hugsaðar til langs tíma:
"Huang sagði marga telja Ísland mjög afskekkt en ef horft
væri fram í tímann, um áratug eða svo, og ef ísbreiðan á
Norðurpólnum bráðnaði, yrði land á Íslandi mjög verðmætt því
siglingaleiðin um Norðuríshaf til Evrópu verði opin og liggi við
Ísland. Þá verði þrjú hundruð ferkílómetra landsvæði mjög ábatasöm
eign fyrir hann....
Lesa meira

Ríkisútvarpið sagði í hádegisfréttum í dag að sumar og vetur
hefðu frosið saman. Það veit á gott sagði þulurinn. Þjóðtrúin og
fréttamiðillin runnu þarna saman á fremur notalegan hátt... Þarna
leggst gömul trú á sveif með bjartsýnisfólki því samkvæmt henni
veit á gott þegar vetur og sumar frjósa saman. Þannig er nú
margfalt tilefni er til að brosa breitt í dag og óska hvert öðru
gleðilegs sumars. Venju samkvæmt var ég við skátamessu í
Hallgrímskirkju. Það er fyrir löngu síðan orðin hefð hjá mér að
...
Lesa meira
... Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík
lét aldrei glepjast á þensluárunum til að láta undan þrýstingi
verktaka, sem ásældust Vatnsmýrina til að byggja þar og braska.
Hann hefur alla tíð verið stuðningsmaður Reykajvíkurflugvallar.
Þessi afstaða er samtvinnuð hagsmunum íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem
fyrrverandi borgarstjóri hefur margoft gert grein fyrir.
Í morgun skrifar fyrrverandi borgarstjóri athyglisverða grein í
Morgunlblaðið þar sem hann fjallar um nýgert samkomulag um
Reykjavíkurflugvöll. Grein sína nefnir hann: Sigur skynseminnar í
flugvallarmálinu. Ég leyfi mér að ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 23.04.13.
...Nei, það eru hvítflibbamenn sem
áhyggjur beinast einvörðungu að. Og eftir því sem líður á rannsókn
hugsanlegra hvítflibbabrota þeim mun háværari verða andmælendur.
Gott ef ekki er farið að gæta tilhneigingar til að grafa undan
trúveruðugleika embættis Sérstaks saksóknara og jafnvel persónum
sem þar starfa...
Lesa meira

...Nú gerðist það hins vegar í gær - eftir margra mánaða þjark -
að samkomulag náðist við lífeyrissjóðina um að láta þessa almennu
reglu ná til lánsveðhafa. Reikningurinn mun að verulegu leyti lenda
á ríkissjóði og á það að vera valdað að þverpólitísk sátt verði um
að framfylgja samkomulaginu hver sem kemur til með að sitja í
Stjórnarráðinu að afloknum kosningum. Þetta eru langþráð tímamót og
mikið fagnaðarefni...
Lesa meira
Birtist í Garðapóstinum í apríl 2013.
Jafnframt þessum lagabreytingum og
þessum tæknilegu skrefum sem við erum að stíga hefur verið unnið að
vitundarvakningu um mikilvægi rafrænnar þjónustu til að gera hana
markvissari og jafnframt opnari og aðgengilegri. Þessari
vitundarvakningu hefur verið beint að notendum en einnig veitendum
þjónustu. Þá höfum við í innanríkisráðuneytinu staðið fyrir ótal
fundum og ráðstefnum um kosti beins lýðræðis hvort sem er hjá ríki
eða sveitarfélögum.
Lesa meira
Birtist í Sunnudagasblaði Morgunblaðisins 21.04.13.
Ég
fékk það ónotalega á tifinninguna þegar kröfum kínversks auðmanns,
sem vildi festa kaup á víðfeðmu landi á Grímsstöðum á Fjöllum, var
endanlega vísað frá undir lok síðasta árs, að hann ætlaði að bíða
átekta. Enda kom það á daginn að hann sagði að málið yrði tekið upp
að nýju með vorinu. Hann þurfti ekki að botna hugsun sína með því
að minna á að þá hefðu kosningar farið fram á Íslandi og óskandi að
ný stjórn væri tekin við, alla vega nýr innanríkisráðherra. Til
voru þeir sem mislíkaði stórlega þegar ég sem
innanríkisráðherra...
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum