Fara í efni

HVERNIG VÆRI AÐ HAFA ÞAÐ SEM SANNARA REYNIST?

Þór Saari
Þór Saari

Í gær  flutti ég ræðu á Alþingi um stjórnarskrármálið þar sem ég skýrði afstöðu mína. Það hef ég gert áður bæði í ræðu og riti. Alltaf hef ég tekið skýrt fram að ég vilji fara að vilja meirihluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu um þau efnisatriði þar sem hefur verið látið reyna á þjóðarviljann.
þessu gerði ég grein fyrir í ræðu minni. Um hana var fjallað í fjölmiðlum, m.a. á Eyjunni: http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/03/18/ogmundur-vill-ekki-samthykkja-nyja-stjornarskra-i-heild-sinni-stydur-sattatillogu-arna-pals/#comments
Í viðbrögðum við frásögn Eyjunnar létu ýmsir skoðanir sínar í ljós.
Í þeim hópi var Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Þór, sem oft hefur lýst því yfir að hann berjist fyrir réttlátu þjóðfélagi þar sem heiðarleikinn ráði ríkjum segir um málflutning minn: Þá er Ögmundur búinn að stimpla sig inn með þeim tröllum fortíðar sem vilja ekki nýja stjórnarskrá. Ræða hans var með ólíkindum en opinberaði rækilega að það er jafn grunnt á kommúnísku miðstýringarhyggjunni hjá honum eins og hjá öðrum VG liðum. Beint lýðræði nei, persónukjör nei, jafnt vægi atkvæða nei, ráðherra af þingi nei, Happdrættisstofa með fasísku ívafi já takk. Þarf að segja meir.
Þjóðaratkvæðagreiðslan og niðurstaða hennar er fyrir honum aukaatriði."
Ekki ætla ég að deila  við þennan vammlausa mann en hvet þá sem vilja hafa það sem sannara reynist að hlusta  á það sem ég raunverulega sagði: 
http://www.althingi.is/raedur/?start=2013-03-18T17:21:05&end=2013-03-18%2017:41:02
http://www.althingi.is/altext/upptokur/?raeda=rad20130318T172105&horfa=1