LAGFÆRUM BROTALAMIR

UTL stofnun

Málefni hælisleitenda hafa verið til umræðu að undanförnu. Margoft hefur komið fram að of langur tími líður frá því hælisleitendur koma til landsins og þar til niðurstaða fæst varðandi umsókn þeirra. Þessi mál voru í brennidepli í fjölmiðlaumfjöllun síðustu viku en í dag átti ég fund með forstjóra Útlendingastofnunar þar sem við m.a. ræddum umdeild ummæli forstjórans. Fundurinn var gagnlegur. Á honum lýsti ég þeim ásetningi mínum að yfirfara alla málsmeðferð við hælisleit.
Þannig er það ásetningur minn að eftirmál þessarar umræðu verði málefninu til framdráttar.

Sjá: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/01/21/endurskoda_haelisumsoknarferlid/
http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28395
http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28398

Fréttabréf