Greinar Janúar 2013
Birtist í Fréttablaðinu 28.01.12.
...Um þetta kunna að vera skiptar
skoðanir og tek ég umræðunni fagnandi, en hvet um leið til
yfirvegunar. Upphrópanir um ritskoðun eru aðeins til þess fallnar
að beina athyglinni frá sjálfu umræðuefninu, sem er það
pyntingarefni sem finna má á internetinu og áhrif þess á þá sem að
koma að framleiðslu þess og jafnframt þá sem á það horfa, einkum og
sér í lagi börn...
Lesa meira
Birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 27.01.12.
...Sigríður í Brattholti sem kom í veg fyrir virkjun
Gullfoss á sínum tíma bjó í námunda við fossinn. Hún var kannski
ekki fagmaður í nútímaskilningi þess orðs, en þekkti fossinn
eflaust betur en flestir. Sennilega var það þó ekki af faglegum
ástæðum sem Sigríður í Brattholti hótaði að fyrirfara
sér ...
Lesa meira
Fróðlegt var að hlýða á Eirík S. Svavarsson, hæstaréttarlögmann
á Bylgjunni í morgun fjalla um Icesave og væntanlegan úrskurð EFTA
dómstólsins. Hann greindi vel á hverju úrskurðurinn tekur, það er
hvort Ísland hafi virt eða brotið tilskipun ESB um tryggingasjóð
innistæðueigenda. Hann sagði réttilega að EFTA dómstóllinn væri
ekki að kveða upp úr um greiðsluskyldu Íslands, gagnstætt því sem
ýmsir virðast halda. Það sem mestu máli skiptir nú er að beina
allri umræðu upp úr skotgröfum og inn í yfirvegaðan...
Lesa meira

Ef saga Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs yrði skrifuð af
einhverjum sem þekkti til allra innstu innviða kæmu þar við sögu
fundargerðir undir vinnuheitinu þrír á
báti. Fundarritari og fundarboðandi var Hjörleifur
Guttormsson en aðrir bátsverjar voru Steingrímur J. Sigfússon og
Ögmundur Jónasson. Fundarstaður var skrifstofa Hjörleifs í
Vonarstræti 12; á borðum jafnan kaffi og sætabrauð í boði
fundaritara. Þetta var sumarið 1998. Á sama tíma var Samfylkingin í
burðarliðnum og við þremeningar á leið út úr þingflokki
Alþýðubandalagsins og óháðra.Annars
staðar hafði nýr félagsskpur litið dagsins ljós og farið
sístækkandi, málfundafélagið Stefna - félag vinstri
manna. Þar voru auk mín, margt fólk sem síðar gerðust
stofnfélagar í Vinstrihrefyfingunni grænu framboði, að uppistöðu,
þó ekki allt, fólk sem komið hafði að framboði Alþýðubandalgsis og
óháðra í þingkosningunum 1995, óháði hlutinn og konur úr
baráttuhreyfingu kvenna...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 24.01.12.
...Á vinnsluborði Alþingis liggur
nefnilega frumvarp með heildstæðri endurkoðun á málefnum útlendinga
utan EES svæðisins, meðal annars um skilyrði og verklag við komu
fólks til landsins undir mismunandi formerkjum. Ný
útlendingalöggjöf er bráðnauðsynleg því núverandi lög eru um margt
óskýr og óaðgengileg auk þess að margt þarf að færa í réttlætisátt.
Það er reynt að gera í nýju frumvarpi til útlendingalaga sem sumir
fréttamenn á Fréttablaðinu hafa sýnt verðskuldaðan áhuga. ...
Lesa meira

Málefni hælisleitenda hafa verið til umræðu að undanförnu.
Margoft hefur komið fram að of langur tími líður frá því
hælisleitendur koma til landsins og þar til niðurstaða fæst
varðandi umsókn þeirra. Þessi mál voru í brennidepli í
fjölmiðlaumfjöllun síðustu viku en í dag átti ég fund með forstjóra
Útlendingastofnunar þar sem við m.a. ræddum umdeild ummæli
forstjórans. Fundurinn var gagnlegur. Á honum lýsti ég þeim
ásetningi mínum að yfirfara alla málsmeðferð við hælisleit. Þannig
er það ásetningur minn að eftirmál þessarar umræðu verði ...
Lesa meira

Stórgóð ljósmyndasýning Einars Ólasonar ljósmyndara stendur nú
yfir í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og lýkur henni á morgun,
sunnudaginn 20. janúar. Enda þótt Einar hafi langa reynslu að baki
í ljósmyndun þá er þetta fyrsta einkasýning hans. Yfirskriftin er
Eldur - Ís en viðfangsefnið er háhitasvæði Íslands. Sjónarhornin
eru fundin af miklu listfengi og unun á að horfa. Hér að ofan má
sjá mynd sem tekin er í Bláa lóninu - ekki augljóst við fyrstu sýn!
Á þessari skemmtilegu sýningu opnast nýjar víddir. Hvet ég fólk að
skoða þessa sýningu áður en hún verður tekin niður!
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 15.01.12.
...Í starfi mínu sem innanríkisráðherra
hef ég viljað viðurkenna þann vanda sem kynferðisofbeldi er í
íslensku samfélagi og gera allt sem í mínu valdi stendur til að
taka þátt í að uppræta slíkt ofbeldi. Ráðuneytið hefur haft
forgöngu um þau verkefni sem hér hafa verið nefnd en einnig tekið
þátt í alþjóðlegu samstarfi til að læra af reynslu annarra og eiga
í samtali um bestu mögulegu leiðir í þessari baráttu. Ég vil því
leyfa mér að halda því fram að í innanríkisráðuneytinu hafi verið
tekið til hendinni í málaflokknum. En hitt er rétt að betur má ef
duga skal og kallar þetta viðfangsefni á...
Lesa meira
Birtist í DV 14.01.12.
Einn af þeim málaflokkum sem hafa verið hvað
fyrirferðamestir í starfi mínu sem innanríkisráðherra, áður
dómsmála- og mannréttindaráðherra, er málefni útlendinga, einkum er
lýtur að málefnum útlendinga utan EES. Hafa málefni einstaklinga
nokkrum sinnum ratað í fréttir en þau eru þó aðeins brotabrot af
þeim málum sem koma til kasta ráðuneytisins. Núgildandi lög um
útlendinga voru sett árið 2002 að undangengnum miklum deilum á
Alþingi. Síðan þá hefur...
Lesa meira
Birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 13.01.12.
Lýðræðið hefur í tímans rás tekið á sig ýmsar
myndir. Fulltrúalýðræði var vinnuformið á 19. og 20. öldinni.
Erfitt var að koma við beinu lýðræði. Samgöngur og fjarskipti urðu
þess valdandi að almenningur hlaut að kjósa sér fulltrúa til að
fara með vald sitt fyrir sína hönd.
En svo mjög hafa ýmsir slíkir kjörnir fulltrúar valdsins á
þjóðþingum og í sveitarstjórnum misskilið hlutverk sitt að þeir
velta nú vöngum yfir því hvort ...
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Samherji þjálfar svika gengi
sárt bítur hungruð lús
þetta höfum við vitað lengi
vandinn er kominn í hús.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Græðgiskarlar geta flátt,
gaukað mútum sléttum.
Uppskiptingin endar brátt,
í öðrum glæpafléttum.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum