Greinar Október 2012

... Í kvöld kl. 20 verða haldnir fjórðu og jafnframt síðustu
tónleikar þessa starfsárs í "Klassík í Vatnsmýrinni",
tónleikaröð Félags íslenskra tónlistarmanna í samvinnu við Norræna
húsið. Á tónleikunum flytur gítarleikarinn Ögmundur Þór
Jóhannesson fjölbreytta efnisskrá. Ég hvet áhugafólk um
klassíska tónlist að missa ekki af þessum viðburði ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 25.10.12.
Sagt hefur verið í mín eyru að það komi úr hörðustu
átt þegar ég vilji að almennt gildi það um mál sem fyrir Alþingi
eru lögð, að þau komi til atkvæðagreiðslu. Fyrr á árum hafi ég
iðulega gengið hart fram í því að koma í veg fyrir einmitt þetta
með langri og stundum óbilgjarnri umræðu í þingsal. Í því sambandi
eru síðan nefnd mál á borð við Kárahnjúkavirkjun, einkavæðingu
Símans, bankanna og grunnvatnsins, hlutafélagsvæðingu
Ríkisútvarpsins og sitthvað fleira. Nokkuð er til í þessari
gagnrýni. Í fámennri stjórnarandstöðu varð þrautalendingin stundum
sú að ...
Lesa meira

... Eyjan.is er skemmtilegt heiti á vefmiðli. Eyja getur verið
stór. En líka agnarsmá - nánast á mörkum eyju og skers. Á Eyjunni
er til nokkuð sem heitir Orðið á götunni. Það eru nafnlaus
skrif, yfirleitt smá í sniðum. Síðasti pistill heitir Þá byrjar
ballið. Þetta eru smá skrif, það sem kalla má skrif á skeri,
tilraun til að gera málefnalega umræðu tortryggilega ...
Lesa meira

Í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu komu fram skýrar
vísbendingar um almannavilja varðandi stjórnarskrárbreytingar.
Áhugi er á því að í stjórnarskrá landsins skuli kveðið á um
eignarhald þjóðarinnar á auðlindum, vilji er til
að styrkja ákvæði um beint lýðræði, jafna
vægi atkvæða í kosningum, auka hlut
persónukjörs í kosningum og standa vörð um
þjóðkirkjuna. Síðast en ekki síst vill fólk að
tillögur Stjórnlagaráðs verði vinnuplaggið sem unnið verði út
frá við breytingar á stjórnarskránni. Allt er þetta
skýrt.
Takmarkanir þessarar þjóðarkönnunar eru svo aftur
Lesa meira

...Heimsókn Gail Dines er liður í umræðuferli og
vitundarvakningu sem hafin var fyrir tveimur árum í Dóms- og
mannréttindaráðuneytinu, forvera Innanríkisráðuneytisins, um
kynferðisofbeldi. Sú umræða hefur þroskast vel og hefur
Innanríkisráðuneytið haft samstarf við ýmsa aðila til að efla
þessa umræðu og faglega þekkingu um kynferðisbrot að sama
skapi, þar á meðal við lagadeild Háskóla
íslands. Gail Dines er ekki aðeins fræðikona og
rannsakandi heldur einnig einörð baráttukona fyrir mannréttindum og
hefur gert meira en flestir til að svipta hulunni af ofbeldisfullum
klámheiminum. Orðalagið hér að framan um...
Lesa meira
Birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 14.10.12.
...Alþingismenn almennt sýndu lengi vel ekki
mikinn áhuga á þessu samráði þótt á því væru undantekningar. Þannig
sóttu afar fáir stjórnmálamenn samráðsfundina og ráðstefnuna í
janúar. Var það miður, enda mikilvægt að samstaðan um að taka á
kynferðisofbeldi sé sem víðtækust. Ofbeldið varðar samfélagið allt
og þarf að taka á því sem slíku. Aðkomufólk erlendis frá á
ráðstefnunni sagði á hinn bóginn það vera til fyrirmyndar og
eftirbreytni að saman væri komið til uppbyggilegrar umræðu um
brotalamir í kerfinu og mögulegar úrbætur, eins margt fólk og þarna
var frá grasrótarsamtökum, dómstólum, lögreglu og fræðasamfélagi.
Enda varð umræðan eftir því. Nú virðist Alþingi hins vegar vera að
vakna til lífsins því í vikunni efndi þingnefnd til samtals
um...
Lesa meira
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skrifar pistil um
helgina sem gefur ágæta innsýn í pólitískan þankagang sem mikilvægt
er að verði heyrinkunnur í þeirri almennu umræðu sem nú fer fram um
rannsóknarheimildir lögreglunnar. Björn segir m.a. um mína afstöðu
"Hann vill ekki að lögreglan fái heimildir sem meðal annars
mætti nota til viðbragða ef ástæða þætti til að óttast aðför að
Alþingishúsinu eins og skipulögð var í janúar 2009." Þetta
er hárrétt hjá Birni Bjarnasyni. Ég hef hins vegar verið því
fylgjandi og beitt mér fyrir því að...
Lesa meira

...Ofbeldishótanir eru grafalvarlegt mál sem kemur okkur öllum
við; er á ábyrgð okkar allra.
Mikilvægt er að stjórnvöld styðji lögreglu í
þessari baráttu - lögregluna almennt en einnig einstaklinga og
fjölskyldur þeirra.
Mikilvægt er að samfélagið allt sýni lögreglunni
samstöðu í baráttu við glæpasamtök; í baráttu sem hún heyr fyrir
hönd okkar allra.
Mikilvægt er að fjölmiðlar hefji ekki á stall
hetjunnar einstaklinga sem meiða annað fólk.
Mikilvægt er að farið sé fram í þessari baráttu af
festu og yfirvegun og án hleypidóma.
Mikilvægt er að við fórnum aldrei lýðréttindum í
baráttu við glæpagengi.
Mikilvægt er að muna að mikilvægasta forvörnin er
að koma í veg fyrir að ungt fólk rati inn á refilstigu.
Mikilvægt er að ...
Lesa meira

... Ég er smám saman að læra tungumál innvígðra þótt ég
hafi síðustu þrjá áratugina tekið þátt í umræðu um sjálft
innihaldið og þekki það nokkuð. Til gamans nefni ég að þegar ég kom
til starfa á Sjónvarpinu fyrir margt löngu, tók það dágóðan tíma að
yfirvinna tungumálaerfiðleika sérfræðinnar. Þannig var aldrei talað
um tiltekinn bíl öðru vísi en OB-bílinn. Í mínum huga var
hann sveipaður dulúð hins óþekkta og átti ég það eflaust sammerkt
með öllum ...
Lesa meira
Birtist í DV 03.10.12.
...Þegar haldið var heim á leið fékk ég að kynnast
því í fyrsta skipti að vera berháttaður á flugvelli. Það var í Tel
Aviv en svo áhugasamir voru leitarmenn um mína persónu að þeir létu
sér ekki nægja að klæða mig úr fötunum heldur héldu þeir tölvunni
minni eftir í landinu og fékk ég hana ekki að nýju fyrr en að
nokkrum vikum liðnum. Svo smávægilegt þótti mér það þó í samanburði
við allt sem ég hafði séð að ég lét þessa aldrei getið
opinberlega.
Hinu hamraði ég á... Í þessu ljósi þótti mér einstaklega ánægjulegt
að lesa ræðu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra...
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum