Greinar Ágúst 2012
Birtist í Fréttablaðinu 29.08.12.
... En réttur þjóðarinnar verður
ekki af henni tekinn endalaust, ekki síst þegar aðstæður breytast.
Það stóð aldrei til að draga viðræður á langinn þar til ESB og
sambandssinnar hér á landi finna heppilegri tímapunkt en nú er í
augsýn til að ljúka málinu. Samkvæmt skoðanakönnunum er
yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga andvígur því að ganga í ESB. Það
er ekkert undarlegt því Evrópa logar. Að sjálfsögðu á þjóðin rétt á
því að vera spurð hvort hún vilji inn í eldhafið. Það verður að
gerast áður en þetta kjörtímabil er úti. Þá verða kaflaskil...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 28.08.12.
...Ég átti fundi með viðkomandi einstaklingum og
lögmanni þeirra og hafði skilning á þeirra málstað. Í kjölfarið tók
ég málið inn í ríkisstjórn og skýrði frá því að ég hefði í hyggju
að kanna hvort og þá hverjar heimildir ég hefði til þess að semja
við sjómennina um fjárbætur ... Í niðurlagi bréfs sem ég ritaði
embætti Ríkislögmanns segir ...
Lesa meira

Þorsteinn Pálsson situr í samninganefnd í viðræðunum við
Evrópusambandið um hugsanlega aðild Íslands að sambandinu. Nánast
frá upphafi viðræðna hefur Þorsteinn staðið í hnútukasti við þá
ráðherra í ríkisstjórn sem lýst hafa andstöðu við inngöngu Íslands
í sambandið. Þetta er sérkennilegt háttalag í ljósi þess að íslensk
stjórnvöld gerðu grein fyrir því frá upphafi að innan ...
Lesa meira
Birtist í DV 20.08.12.
...Krafa um afsögn
"yfirmanna" er ekki aðeins af siðferðilegum toga heldur byggir hún
einnig á kröfum valdstjórnar-samfélags þar sem toppurinn á
píramídanum á að svara fyrir þá sem neðar standa. Í mínum huga
felst hin raunverulega ábyrgð í því að laga þær brotalamir
sem komið hafa í ljós, eins og Norðmenn leitast við að gera og hafa
gert. Öðru máli gegnir ef menn hafa gerst brotlegir við lög í sínu
starfi. Slíkt á að sjálfsögðu að leiða til afsagna og uppsagna og
eftir atvikum til réttarhalda. Menn vilja ganga mislangt í
kerfislægum lagfæringum. Það á við hér á landi ekkert síður en í
Noregi. Sjálfum finnst mér eðlilegt að...
Lesa meira
Birtist í Sunnudagsmogga helgina 18/19.08.12.
"Landslag yrði lítilsvirði, ef það héti
ekki neitt", kvað Tómas Guðmundsson. Kvæðið ber það með sér að það
hafi verið ort meira í gamni en alvöru. En öllu gamni fylgir þó
nokkur alvara. Og vissulega er nokkuð til í því að landslagið
verður skemmtilegra á að horfa og njóta ef maður þekkir til þess,
örnefna, jarðfræðinnar og sögunnar. Fljótin í utanverðum
Skagafirði hafa mér alltaf þótt fögur sveit en því áhugaverðari
hefur mér fundist hún, þeim mun meira sem ég hef fengið um þessa
sveit að vita, sögu hennar, mannlíf og menningu, bæði nú og fyrr á
tíð. Það var hins vegar ekki fyrr en nýlega að ég gerði mér grein
fyrir því að í Fljótum...
Lesa meira

...og hlotnaðist mér sá heiður að framkvæma þá athöfn ásamt
Herdísi Sæmundsdóttur, sem farið hefur fyrir hópi
áhugafólks, sem hafði veg og vanda af því að minnisvarðinn var
reistur. Hönnuður og listamaður er Guðbrandur Ægir
Ásbjörnsson og þykir mér honum hafa farist verkið sérlega
vel úr hendi og er minnisvarðinn bæði fallegur og stílhreinn. Á
sérstökum skildi er vísað í Landnámu þar sem segir af ferðum
Hrafna-Flóka og vitnaði ég í texta Landnámu í upphafi ávarpsorða
minna sem ég ...
Lesa meira

...Það er hins vegar gleðiefni þegar ungu tónlistarfólki vegnar
vel á hinu alþjóðlega sviði listanna og ástæða til að gefa því gaum
þegar það kemur hingað til lands til að flytja okkur list sína.
Þess vegna vek ég athygli á ágætu viðtali á Smugunni við Ögmund þór
Jóhannesson og tónleikum hans og Joaquín P. Palomares í Salnum í
Kópavogi...
Lesa meira

...Í dag opnar fræðslu- og ljósmyndasýning um
kjarnorkusprengjurnar í Borgarbókasafni Reykjavíkur. Sýningin hefur
áður verið sett upp í sjö öðrum löndum og er Ísland hið áttunda í
röðinni. Sýningin fjallar um áhrif kjarnorkusprengjanna og er ákall
til allra þjóða heims um að útrýma kjarnavopnum. Undir þetta ákall
tökum við, því eina leiðin til að koma í veg fyrir að kjarnavopnum
sé beitt er að útrýma þeim í eitt skipti fyrir öll. Í kvöld fer
síðan fram árleg kertafleyting við Reykjavíkurtjörn þar sem við
minnumst voðaverkanna. Hún hefst kl. 22:30. Þar sameinumst við gegn
kjarnavopnum, með friði...
Lesa meira
Birtist í Sunnudagsmogga 04/05.12.
Þegar 21. öldin var nýgengin í garð
heimsótti aldraður maður skóla sem þá var nýtekinn til starfa í
Reykjavík. Hinn gestkomandi maður var þá kominn eitthvað á
tíræðisaldurinn. Hann hafði verið fræðslustjóri í Reykjavík drjúgan
hluta af miðbiki aldarinnar sem leið. Eftir heimsóknina í skólann
var hann spurður hvernig honum hefði litist á. Mjög vel sagði hinn
aldni maður og ljómaði upp. En hvað þótti honum merkilegast? "Ætli
það hafi ekki verið óreiðan." Síðan hugsaði hann sig ofurlítið um
og bætti við: "Ætli það hafi ekki verið hin skipulega óreiða."
Maðurinn var Jónas B. Jónsson og frá þessu segir í snjallri
minningargrein sem um hann var skrifuð. Jónas B. Jónsson var maður
margbreytileikans...
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum