Greinar Júlí 2012
Birtist í Fréttablaðinu 30.07.12.
Öryrkjabandalag Íslands lét reyna á það
í kæru til Hæstaréttar hvort ógilda bæri nýafstaðnar
forsetakosningar þar sem fatlaðir kjósendur hefðu ekki getað haft
aðstoðarfólk að eigin vali sér til aðstoðar í kjörklefanum. Nú
hefur Hæstiréttur hafnað kröfunni og þar með staðfest túlkun
Innaríkisráðuneytisins á kosningalögunum.
Það breytir því ekki að ég tel baráttu Öryrkjabandalags Íslands
reista á réttmætum forsendum eins og fram kom í yfirlýsingu sem ég
sendi frá mér 28. júní síðastliðnum áður en forsetakosningin fór
fram. Þar kemur fram hvernig á því stendur að lögum hafði ekki
verið breytt og...
Lesa meira
Við erum lítið land og fámenn þjóð og í fámenninu reynir meira á
einstaklinginn en í margmenninu. Við eigum ekki Spiegel, Le Monde
eða Financial Times. En við eigum Láru Hönnu Einarsdóttur. Aftur og
aftur hefur hún sannað sig sem afburðafréttakona eða eigum við að
segja fréttamiðill. Því það er hún. Þessar fáu línur eru þakkir
fyrir góða frammistöðu jafnframt því sem hér eru...
Lesa meira

... Skátar hafa búið vel um sig á Úlfljótsvatni. Á svæðinu, sem
þeir hafa til ráðstöfunar, hefur átt sér stað mikil uppbygging og
er aðstaða öll til fyrirmyndar. Umhverfið býður upp á mikla
möguleika, í Úlfljótsvatni er góð silungsveiði og að auki
skemmtilegt að fara út á vatnið á bátum sem þarna voru margir,
Úlfljótsfjallið býður upp á fjallgöngur og gönguleiðir aðrar eru
margar. Með skátamótinu rís síðan heilt þorp og var greinliegt að
allt var þar vel skipulagt og þaulhugsað. Okkur var sagt að ákveðið
hefði verið að ...
Lesa meira

Ráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins svo og ráðherrar
ríkjanna sem aðild eiga að Evrópskra efnahagssvæðinu - Íslands,
Noregs og Liechtenstein - koma reglulega saman til að ráða ráðum
sínum í aðskiljanlegum málaflokkum í því ríki sambandsins sem
hverju sinni fer þar með formennsku.
Að þessu sinni er formennskan hjá Kýpur. Sótti ég tvo slíka
ráherrafundi sem haldnir voru nánast hvor á fætur öðrum í Nikósiu,
höfuðborg Kýpur eða Lefkósíu eins og hún í reynd heitir, annars
vegar ráðstefnu sem samgöngu- og fjarskiptaráðherrar sátu og hins
vegar dómsmálaráherrar. Fundirnir voru fróðlegir og gagnlegir því
til umræðu voru málefni sem snerta okkur Íslendinga. Á fyrri
fundinum voru...
Lesa meira
Birtist í Sunnudagsmogganum 22.07.12.
...Hingað til hafa Íslendingar glaðst
yfir því að fá fleiri ferðamenn með hverju árinu. Kannski er kominn
tími til að hugsa meira um gæði en magn og að landinu verði hlíft
eins og kostur er. Þetta krefst jafnvægislistar. Annars vegar er að
varðveita hið ósnotna, hins vegar að nýta náttúruna í atvinnuskyni.
Ef við ekki gerum það gera það aðrir. Og okkar hlutskipti verður
hráefna-nýlendunnar. Kannski er það ekkert sérstaklega snjallt að
fá erlendan auðjöfur til að byggja risahótel á Grímsstöðum á
Fjöllum til að geta selt öllum þúsundunum, sem þangað koma,
einsemdina í Herðubreiðarlindum - kyrrð öræfanna, sem okkur hefur
hingað til þótt svo mikilvægt að varðveita...
Lesa meira

Nýlega sendi ég út Fréttabréf eftir langt hlé. Í þessu
Fréttabréfi voru skrif á síðunni síðustu vikur. Hugmyndin er hins
vegar sú að senda út Fréttabréfið miklu tíðar eins ég gerði áður.
Ég hvet lesendur síðunnar til að skrá sig á áskrifendalista svo
þeir fái Fréttabréfin send reglulega og hin sem eru á listanum og
mótfallin því að fá slíkar sendingar afskrái sig. Þetta á allt að
vera hægt að gera á síðunni...
Lesa meira
Birtist í DV 18.07.12
...Ljóst er að endurskoða þarf löggjöf sem snýr að
tjáningarfrelsinu. Það verk er reyndar vel á veg komið. Hvað
tjáningarfrelsið varðar var stórt skref stigið með nýjum
fjölmiðlalögum. Dómsmálin tvö sem hér um ræðir voru til lykta leidd
á grundvelli ákvæða í eldri lögum sem nú hafa verið felld úr gildi.
Ný fjölmiðlalög hafa breytt stöðu mála og eins og ráða má af
greinargerðinni sem fylgdi frumvarpinu til fjölmiðlalaga, höfðu mál
blaðakvennanna tveggja áhrif á að reglur um ábyrgð á miðlun efnis í
gegnum fjölmiðla var skýrð. Meiðyrðalöggjöfin er nú til
endurskoðunar og er mikilvægt að sú vinna taki mið af niðurstöðum
Mannréttindadómstólsins. Það er þó ekki nóg að regluverkið sé í
lagi. Beiting þess og túlkun skiptir engu minna máli. Þetta snýr að
því sem kallað hefur verið "andi laganna." Samkvæmt niðurstöðu
Mannréttindadómstólsins hafa íslenskir dómstólar túlkað lögin of
þröngt og mættu þeir að hans mati vera rýmri í andanum ef svo má að
orði komast. Þetta er nokkuð sem dómstólar okkar og
réttarkerfið...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 16.07.12.
Nokkuð er um liðið síðan Pawel Bartoszek
beindi til mín spurningum sem snúa að fjárhættuspilum og þá
sérstaklega á Netinu. Málefnið er brennandi og brýnt að um það fari
fram umræða á opinberum vettvangi. Þess vegna er miður hve dregist
hefur að svara, auk þess sem Pawel á að sjálfsögðu rétt á svörum.
Hann birti grein í Fréttablaðinu 23. mars þar sem hann víkur meðal
annars að tölum um hversu miklu er eytt í fjárhættuspil á Netinu en
ég hef nefnt töluna 1,5 milljarða króna í því samhengi. Finnur hann
að þessari fjárhæð og telur hana ágiskun...
Lesa meira
...Fyrst Illugi Jökulsson lætur svo lítið að skrifa mér opið
bréf þá langar mig til að biðja hann að sýna mér þann sóma að
hlaupa yfir þrjú sýnishorn af innlegi sem frá mér hefur komið um
trúmál og lífsskoðunarfélög á síðustu misserum. Þar kem ég m.a. inn
á það sem ég kalla trúvæðingu samfélagsins og hvernig sporna megi
við henni. Það sem fyrir mér vakir er að styrkja hófsemdaröfl en
hvorki ofsatrúarmenn né ofsafengna trúleysingja. Þeir finnst
mér ekki vera til eftirbreytni...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 13.07.12.
...Má af þeim ráða að meirihluti bæði borgarbúa og
landsmanna vilji hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Ef menn á
annað borð vilja byggja á almennum lýðræðislegum vilja, sem ég tel
einboðið hvað þetta þverpólitíska ágreiningsefni varðar, þá leyfi
ég mér að spyrja hvort nokkuð mæli gegn því að efna að nýju til
atkvæðagreiðslu og láta hana ná til landsmanna allra? Þetta er
málefni sem kemur okkur öllum við, hvar á landinu sem við búum.
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum