Greinar Júní 2012

Ávarp á Prestastefnu í Hallgrímskirkju 25.06.12
Nývígðum biskupi Íslands Agnesi M. Sigurðardóttur óska ég til
hamingju með embættið og velfarnaðar í vandasömu starfi um leið og
ég þakka fráfarandi biskupi, Karli Sigurbjörnssyni, fyrir hans
mikilvæga og dýrmæta framlag í þjóðlífi okkar. Persónulega vil ég
færa honum þakkir fyrir afar gott samstarf þann tíma sem ég hef
gegnt embætti ráðherra kirkjumála. Íslenskt samfélag gengst nú
undir ...
Lesa meira
... Á hvern hátt var
forsetinn skorinn niður úr "Icesave snörunni"? Það skyldi
þó aldrei hafa verið þjóðin sem losaði úr snörunni Alþingi og þær
ríkisstjórnir sem setið höfðu frá hausti 2008, beittar ítrekuðum
þvingunum af Bretum, Hollendingum, Evrópusambandinu og
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þar liggja skýrar staðreyndir á borðinu.
Ef Guðni Th. Jóhannesson ætlar sér að skrifa fræðibækur um þessa
atburði er ég hræddur um að hann þurfi að bæta þekkingu sína og þar
með fræðin...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 21.06.12.
... Átakið þarf einmitt á velvelja okkar allra að
halda ef það á að skila árangri í fjársöfnuninni...Kiwanis menn
ætla sér með þessu söfnunarátaki að styrkja annars vegar alþjóðlegt
átak Kiwanis International og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna til
að stöðva stífkrampa. Stífkrampi er óþekktur á Vesturlöndum en
landlægur í 34 fátækustu ríkjum heims. Hins vegar á að styrkja
viðurkennd sambýli í bæjarfélögum hér þar sem Kiwanisklúbbar starfa
en margar óskir um aðstoð við slík sambýli hafa borist
Kiwanishreyfingunni. Ég leyfi mér að hvetja alla til að sýna þessu
frábæra framtaki athygli og velvilja. Tilgangurinn er ...
Lesa meira

Ég hef verið talsvert spurður um tilefni skrifa minna í DV um
ofbeldisfulla orðræðu. Ég hélt sannast sagna að flestir hefðu séð
skrif Guðbergs Bergssonar, rithöfundar, á vefmiðlinum Eyjunni
nýlega í tilefni þess að fallið var frá því að ákæra mann fyrir
nauðgun. Skrif Guðbergs og umtal í fjölmiðlum varð til þess að ég
rifjaði upp skrif frá því fyrir nokkrum árum þegar sami maður og
hér átti í hlut og gengur undir nafninu Gillzenegger skrifaði á
blogg-síður um nauðsyn þess að ...
Lesa meira
Birtist í DV 20.06.12.
Maður er kærður fyrir nauðgun. Ákæruvaldið fellir
málið niður og gefur ekki út ákæru. Þar með er málinu ekki lokið
því nú hefjast réttarhöld í fjölmiðlum. Ekki um efnisatriði
einstaks máls heldur almennt um tengd málefni. Margir blanda sér í
umræðuna. Þekktur rithöfundur skrifar skáldlega grein, fulla af
meiðingum. Smám saman þróast umræðan þannig að engum verður í
henni vært. Þar með er málfrelsið fyrir bí, orðræðan orðin að
ofbeldi. Fyrir nokkrum árum skrifaði ég greinar í blöð til að
andæfa ofbeldi í orðum. Þannig var að nokkrir einstaklingar höfðu
haft í hótunum á netinu um að nauðga og meiða konur sem töluðu
fyrir kvenfrelsi. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort þessir ungu
menn vissu...
Lesa meira

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
var Fjallkonan á Ausaturvelli í dag og fórst það
frábærlega vel úr hendi. Ljóðið sem hún flutti var heldur ekki af
verri endanum. Það var eftir Pétur Gunnarsson.
Ef ljóð hefur einhvern tímann hitt í mark - átt sinn tíma og
sína stund - þá var það svo nú. Ekki svo að skilja að þetta
ljóð verði ekki líka gott á morgun og eftir marga morgundaga
enda frábærlega orðuð hugsun. En núna hafði stundin einhver
margfeldisáhrif að auki. Og ekki hefði ég getað...
Lesa meira

Stundin í Dómkirkjunni í morgun var hátíðleg og
þjóðahátíðarpredikun séra Hjálmars Jónssonar var
afar góð. Nú þegar þjóðfáninn blakti við hún í tilefni
þjóðhátíðardagsins, tákn þess frelsis sem barist var fyrir forðum,
fáni sem aldrei hefði verið blóði drifinn, væri ástæða til að
minnast þess hvernig Íslendingar hefðu öðlast fullveldi sitt og
sjálfstæði: "Sjálfstæðið var ekki útkljáð á vígvöllum.
Áræðið fólk talaði
máli lítillar þjóðar sem vildi standa á eigin
fótum. Við áttum skáld...
Lesa meira

Eftirminnileg er kvöldstundin við Flóaáveitu að Brúnastöðum í
Flóa 1. júní síðastliðinn. Þá var opnaður var nýr vegur að flóðgátt
áveitunnar að viðstöddu miklu fjölmenni...Vegamálastjóri,
Hreinn Haraldsson, flutti ávarp og klipptum við
síðan á borða til marks um opnun vegarins og tóku þátt í þeirri
athöfn þeir Stefán Guðmundsson í Túni,fyrrverandi
formaður Áveitufélagsins og Erlendur Daníelsson,
fyrrverandi framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða. Alls
tók athöfnin um tvær klukkustundir en svo gott var veðrið að ekki
sakaði að vera utandyra. Þvert á móti varð þessi stund
eftirminnilegri fyrir vikið. Margrét
Sigurðardóttir, sveitarstjóri Flóahrepps...
Lesa meira

Í dag hófst í Reykjavík ráðstefna Norræna vegasambandsins, NVF.
Ráðstefnan fer fram í Hörpu. Vegamálastjóri opnaði ráðstefnuna en
hann hefur verið formaður Norræna vegasambandsins undanfarin fjögur
ár. Ég flutti einnig ávarp og tók síðan þátt í pallborðsumræðum,
sem fram fóru að loknum erindum sem Páll Skúlason heimspekingur og
sagnfræðingurinn Gunnar Wetterberg fluttu um ákvarðanatöku í
vegagerð; samspil á milli sérfræðinnar, stjórnmálanna og
almennings...og þótti mér vel til fundið af skipuleggjendum
ráðstefnunnar að efna til umræðu um þau grunngildi sem
æskilegt væri að hafa í heiðri...
Lesa meira
Birtist í Sunnudagsmogganum 09.06.12.
... Hinni nýju hugmyndafræði fylgdi
ofurtrú á allt það sem tengdist markaði. Var nú hafist handa að
framkvæma í anda þessarar kreddu. Hún var að sönnu ekki ný af
nálinni. Segja má að hún hafi verið enduruppgötvuð. Friedrich Hayek
benti á það í bók sinni Leiðinni til ánauðar, sem
Hannes Hólmsteinn Gissurarson þýddi, að menn hefðu einfaldlega
villst af leið og illu heilli hætt að trúa á lögmálið. Nú gilti að
taka trúna á nýjan leik. Og það var eins og við manninn mælt, að
...
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum