UMRÆÐA VAKIN Í ÖSKJU, SLEGIN AF Á EYJU!

Í gær ávarpaði ég í Öskju, ráðstefnu sem Edda- öndvegissetur
stóð að ásamt Institute of Advanced Studies in the Social Sciences
í Paris (EHESS), Reykjavíkurborg, Háskólanum á Bifröst,
Hugvísindasviði Háskóla Íslands og franska sendiráðinu á Íslandi og
Innanríkisráðuneytinu.
Á vef Innanríkisráðuneytisins var viðfangsefni ráðstefnunnar lýst
með þeim orðum að fjallað væri um lýðræði og íslenska
stjórnlagaráðið/þingið, áhrif efnahagskreppunnar á kynjajafnrétti
og velferðarkerfið og pólitískar, samfélagslegar og menningarlegar
tilraunir til að glíma við afleiðingar hrunsins og kreppunnar á
Íslandi og erlendis. Markmiðið er að leiða saman fræðimenn á sviðum
stjórnmála- og kynjafræði, heimspeki, sagnfræði, bókmenntafræði og
lögfræði til að ræða félagsleg umbreytingar- og endurreisnarskeið í
þverþjóðlegu samhengi.
Um ávarpsorð mín sagði ennfremur á vef ráðuneytisins að ég hefði sagt að ráðstefnan væri mikilvægt innlegg í þá umræðu sem nú færi fram á Íslandi um lýðræði þar á meðal um ný drög að stjórnarskrá fyrir Ísland. Hann sagði að drög Stjórnlagaráðs væru skref í lýðræðisátt og að ýmsu leyti til framfara en gagnrýndi þau jafnframt....þau gengju engan veginn nógu langt hvað varðaði lýðræðið. Hvers vegna mætti til dæmis ekki krefjast þjóðaratkvæðis um fjárhagsleg málefni og milliríkjasamninga? Þá væri einkaeignarréttur skilgreindur sem mannréttindi en ekki almannaréttur að sama skapi. Þetta væri ekki í samræmi við nýja tíma og þau sjónarmið sem hlytu að verða uppi á þeirri öld sem gengin er í garð.
Þetta er í samræmi við það sem ég hef oft sagt áður
opinberlega.
1) Ég tel stjórnarskrárdrög Stjórnlagaráðs vera til framfara frá
þeirri stjórnarskrá sem við búum nú við nú.
2) Ég tel að einkaeignarréttur í drögunum sé skilgreindur á kostnað
almannaréttar og er ég ósáttur við það.
3) Ég tel að réttur til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu eigi ekki
að takmarkast þannig að skattar og alþjóðlegar skuldbindingar heyri
ekki þar undir.
Ég hef lagt til í mínum þingflokki að verði sérstökum spurningum sem kynntar hafa verið á þingi um stjórnarskrárdrögin skotið til þjóðaratkvæðagreiðslu - sem ég er hlynntur - verði bætt spurningum um afstöðu þjóðarinnar til töluliða 2) og 3) hér að ofan.
Á vefritnu Eyjunni er fjallað um ávarpsorð mín í Öskju í gær og þeim gerð ágæt skil. Neðanmáls við þá umfjöllun taka síðan álitsgjafar við og gefa skoðunum mínum og máflutningi einkunn, þar á meðal nokkrir Stjórnlagaráðsfulltrúar. Einn þeirra spyr hvers vegna ég hafi ekki verið gerður að heiðursfélaga í Sjálfstæðisflokknum! Það er Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla Íslands, sem á það framlag til umræðunnar. Eiríkur Bergmann, háskólakennari á Bifröst, er álíka málefnalegur og segir: "Ögmundur vill greinilega halda völdunum í eigin hendi, og vina sinna í valdastólum." Ekki hef ég fengið botn í hvað hér gæti verið átt við.
Ég er ýmsu vanur úr opinberri umræðu um margvísleg efni en einhverra hluta vegna þóttu mér þessi viðbrögð þessara tveggja Stjórnlagaráðsmanna og kennara vera dapurleg. Umræða er einfaldlega slegin af og málum drepið á dreif. Getur það verið að þeir vilji enga umræðu um afurð sína, tillögur þeirra um breytingar á stjórnarskránni? Á það að vera þannig að annað hvort eru menn með tillögum Stjórnlagaráðs eða á móti þeim? Ekkert þar á milli? Og á meðal annarra orða, er líklegt að maður sem vill takmarka eignarréttinn sé í sérstöku uppáhaldi hjá Sjálfstæðisflokknum?
Eins dapurleg og mér þótti þessi aðkoma
Stjórnlagaráðsmannanna tveggja þótti mér ánægjulegt að sjá viðbrögð
Gísla Tryggvasonar, umboðsmanns neytenda, sem
einnig sat í Stjórnlagaráði. Hann gerir skoðunum mínum skil
og bregst málefnalega við: "Gera ætti skýrari
greinarmun á nauðsynlegum eignum fólks (t.d. íbúðarhúsnæði) og
öðrum eignum. ("Property rights are still defined as basic human
rights that must be fully compensated and in this sense - when it
comes to compensation - no difference is made between ownership of
natural resources or a dwelling house.") Mér til afbötunar vil ég
sem lögfræðingur nefna að sá greinarmunur er stundum sýnilegur í
lagaframkvæmd - löggjafa, framkvæmdarvalds og dómstóla - en
vissulega mætti stjórnarskrárbinda hann. Gerum
það næst."
Fyrir þetta vil ég þakka Gísla, svo og þeim öðrum sem komu
málefnalega að þessari umræðu. Þeirra framlög las ég með
athygli.
En svo enginn velkist í vafa um afstöðu mína til
stjórnarskrárbreytinga þá er ég ákafur stuðningsmaður þess að í þær
verði ráðist! Þar finnst mér eignarréttarákvæðin og lýðræðisákvæðin
vega þyngst; eignarréttarákvæðin,
þegar auðlindir og víðerni eru annars vegar og
lýðræðið sem ég
lít á sem grundvallarrétt sem eigi helst ekki að vera neinum
takmörkunum háð. Þessu mun ég berjast fyrir en vissulega styðja þær
hugmyndir sem fram eru komnar og stefna í framfaraátt.
--------------------------------------------------------------------------------------------
Umrædd umfjöllun á Eyjunni:
http://eyjan.is/2012/05/10/ogmundur-a-moti-nyrri-stjornarskra-merkilega-ihaldssom-gongum-lengra-i-naesta-skrefi/
Frásögn á vefsíðu Innanrríkisráðuneytisins: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28060
Ávarpsorð mín í Öskju frá í gær. Þau eru á ensku því
helmingur ráðstefnugesta eða þar um bil voru erlendir
fræðimenn:
Democracy: A Question of Pragmatism or Right?
I think political debate of the 21. century is going to be
centered around two basic themes.
Firstly, around democracy; the general public´s access to policy
making; what should be the framework for decision-making in
society; where should representative government on the one
side and direct democracy on the other meet, where shall we
draw the boundary: "Can we decide how much we pay in taxes in
a referendum if we so wish?" or should the democratic
scope , be more limited; should it be very limited, only about
whether pets should be allowed in the block of flats where we
live.
Secondly, the political attention of the 21. century will be
captured by human rights and how to prioritise between human rights
and property rights when conflict arises between the two;
whether it was morally and legally right a few years back,
that the international corporation Bechtel should sue the destitute
in Cochabamba in Bolivia for collecting rain water when poor
people could no longer afford the prices in the privatized
water system by then in the hands of a subsidiary to Bechel. Are
Icelandic taxpayers obliged to pay the debts of a private banking
system that goes bankrupt even if this leads to lowering of
benefits in social security in the country?
These are political and moral questions which have many dimensions
and nuances.
I am not going to discuss these issues, only mention them in
passing in these opening remarks of mine. But what I want to do, is
to dwell for a few minutes on the question of democracy. I think
the question that should be burning is the following: Why
democracy? Is it a question of pragmatism or a question of
right.
I want to go 2500 years back in time - to the time of the
Pelopennesian wars; the conflicts between Athens and Sparta. The
Greek historian Thukydites gave the speeches of the Athenian
warrior/philosopher Pericles eternal life as we know. What I think
make his speeches particularly interesting is the way he
attributes the advantages of Athens over Sparta to freedom and
democracy:
Pericles says: "
Pericles says: "Our constitution is called a democracy because
power is in the hands not of a minority but of the whole people.
(ÖJ He maybe forgetting somebody, probably more than half the
population). When it is a question of settling private disputes,
everyone is equal before the law; when it is a question of putting
one person before another in positions of public responsibility,
what counts is not membership of a particular class, but the actual
ability which the man possesses. No one, so long he has it in
him to be of service to the state, is kept in political obscurity
because of poverty. And, just as our ploitical life is free and
open, so is our day- to- day life in our relations with each
other. We do not get into a state with our next- door neighbour if
he enjoys himself in his own way, nor do we give him the kind of
black looks which, though they do no real harm, still do hurt
people´s feelings. We are free and tolerant in our private live;
but in public affairs we keep to the law...
(and later)...
Then there is a great differnece between us and our opponents, in
our attitude towards military security. Here are some example: Our
city is open to the world , and we have no periodical deportations
in order to prevent people observing or finding out secrets which
might be of military advantage to the enemy. This is because we
rely, not on secret weapons, but on our own real courage and
loyalty. There is a difference, too, in our educational systems.
The Spartans, from their earliest boyhood, are are submitted to the
most laborious training in courage; we pass our lives without all
these restrictions, and yet we are just as ready to face the same
dangers as they are... There are certain advantages, I think, in
our way of meeting danger voluntarily, with an easy mind, instead
of with a laborious training, with natural rather than with
state-induced-courage. We do not have to spend our time practising
to meet sufferings which are still in the future; and when they are
actually upon us we show ourselves just as brave as these others
who are always in strick training. This is one point in which, I
think, our city deserves to be admired."
In other words, the advantages of Athens over Sparta are the
advantages of democracy over autocracy, the advantages of an open
society over a closed society. The former is stronger than the
latter, hence let us go for democracy. It is common sense for
practical man!
After the economic collapse in Iceland and the political
upheaval this created, we have in this country, experienced a
livelier debate on fundamental issues - democracy, property rights,
human rights - than ever in our history and into this comes a
debate on a new constitution which is in the making. I think it is
very important to stimulate the public debate and this conference
has a value for us in that context.
I think we can generalize and say that Icelandic politicians are
pragmatists - in a sense Periclean if you like - in
their approach: They more or less all agree that democracy is
good for society. But most of them would add: Let us find out
where to set the limits to direct democracy. The draft to a new
constitution for Iceland is indeed much more open and democratic
than the existing one, but it is however, remarkably
conservative, in the light of the debate in the Icelandic
grassroots, with its emphasis on private property and
democratic limitations. Property rights are still defined as basic
human rights that must be fully compensated and in this sense -
when it comes to compensation - no difference is made between
ownership of natural resources or a dwelling house. The
public is given scope for demanding referenda but not on fiscal
issues and not on international commitments. I ask, why?
I have my serious doubts about this and my doubts arise from the
point of view that democratic rights should have less to do with
pragmatism and the whims of politicians - all the more democracy
should be seen as a fundamental right of society, individuals
collectively, to take back into their own hands power they for
practical reasons, have given to political representatives.
It is representative government that should be seen as a tool, a
pragmatic solution where technical and practical limitations have
prevented the exercise of direct democracy.
I am convinced that in coming years and decades we are going to see
much more direct democracy. People are going to demand this. The
consequence will be a diminished role of the professional
politician and his church, the political party.
I hope you have a fruitful conference.