Greinar Maí 2012

Á sínum tíma var það stefna sænskra hægri manna að hafa ætti
landamæri sem opnust - hver sem er mætti koma og leita sér tækifæra
innan landsins. Þá var spurt: Hvað með velferðarkerfið? Rísa það
undir mikulm fjölda þurfandi aðkomufólks? Svarið var: Því er engin
hætta búin, við seljum bara aðgang að því. Þarna liggja
áskoranirnar. Hvaða áhrif hefur frekari opnun á íslenskt samfélag
og hvaða áhrif hefur hún á íslenskt velferðarkerfi? Þarna tel ég að
heillavænlegra sé að stíga skref en taka ekki heljarstökk, en á
sama tíma má óttinn við skrefin ekki gera það að verkum að við
stöndum í stað...
Lesa meira

Kannski er ekki við hæfi að segja að listamaður sé óborganlegur.
Það á þó við um Bernd Ogrodnik, leikbrúðuhönnuð með meiru. Hann
hefur nú fært sögu Ernst Hemingways, Gamli maðurinn og hafið á svið
í brúðusýningu í Þjóðleikhúsinu ... Óborganlegur segi ég, en
kannski óborgaður. Alla vega voru þau hjón Hildur Magnea Jónsdóttir
og Bernd Ogrodnik sem ráku Brúðuheima í Borgarnesi tilneydd til að
loka og...
Lesa meira
Birtist í DV 25.05.12.
...Sjálfur held ég mig við það að halda viðræðum
áfram í Brussel á meðan við komumst að samkomulagi heima fyrir um
dagsetningu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ekkert launungarmál
og hefur margoft komið fram að Samfylkingin neitaði að láta fara
fram þjóðaratkvæðagreiðslu áður en aðildarumsókn var send inn. VG
eða meirihluti þingmanna féllst að sækja um við stjórnarmyndunina
vorið 2009 og var ég þar á meðal. En það þýðir ekki að ég
ætli að ...
Lesa meira

Landhelgisgæslan hefur stundum verið kallað óskabarn
þjóðarinnar. Það er réttnefni. Ásatrúarfélagið sýndi velvilja sinn
í garð þessa óskabarns okkar fyrir skömmu með því að afhenda tvær
milljónir í sjóð sem þar með var stofnaður til að aðstoða við
þyrlukaup. Mér var boðið að vera viðstaddur hátíðlega athöfn þegar
sjóðurinn var stofnaður með peningagjöfinni sem forsvarmenn
Landhelgisgæslunnar tóku á móti. Var því beint til landsmanna að
láta eitt þúsund krónur af hendi rakna inn í þennan sjóð...
Lesa meira

... Samankomnir voru hátt á annað þúsund lögfræðinga,
stjórnmálamanna, háskólakennara og annarra sem áhuga hafa á
hinni alþjóðlegu lagaumgjörð og snertiflötum einstakra ríkja við
hana. Þessi ráðstefna er áhugaverð og mikilvæg fyrir margra
hluta sakir, einkum þar sem hér fara fram umræður um samspil laga
og mannréttinda sem mér finnst að sem flestum - helst öllum ríkjum
- beri að taka þátt í. Ráðstefnan hófst á yfirliti sem
dómsmálaráðherra Rússalands, Alxeander Konovalov, gaf
ráðstefnunni um hvernig rússneskt lagaumhverfi væri að
þróast. Síðan flutti forsætisráðherra Rússlands, Dimitri Medvedev,
erindi af svipuðum toga en þó með víðtækari skírskotun til
alþjóðaumhverfisins en allir voru greinlega vel meðvitaðir um að
til staðar voru fulltrúar allra helstu stórvelda heimsins...
Lesa meira
... "Það á ekki að vinna
gegn starfsmöguleikum fyrrverandi þingmanna að þeir hafi setið á
Alþingi...", segir DV undir mynd af nýskipuðum
stjórnarformanni Íbúðalánasjóðs, Jóhanni Ársælssyni. Látið er
fylgja syndaregistur stjórnmálanna. Þarna er mótsögn í verki. Af
þessu tilefni langar mig að segja tvennt. Það er ekki óeðlilegt að
ráðherra með lýðræðislegt umboð skipi stjórnarformann í félagslegum
sjóði sem rímar við þau viðhorf sem stjórnvöld vilja í heiðri hafa.
Allt öðru máli gegnir þegar ráðið er til almennra embættisstarfa í
stjórnsýslunni. Í öðru lagi langar mig til að leggja í umræðupúkkið
reynslu mína af störfum Jóhanns Ársælssonar...
Lesa meira
...Á vefritnu Eyjunni er fjallað um
ávarpsorð mín í Öskju í gær og þeim gerð ágæt skil. Neðanmáls við
þá umfjöllun taka síðan álitsgjafar við og gefa skoðunum mínum og
máflutningi einkunn, þar á meðal nokkrir Stjórnlagaráðsfulltrúar.
Einn þeirra spyr hvers vegna ég hafi ekki verið gerður að
heiðursfélaga í Sjálfstæðisflokknum! Það er Þorvaldur
Gylfason, prófessor við Háskóla Íslands, sem á það framlag
til umræðunnar. Eiríkur Bergmann, háskólakennari á
Bifröst, er álíka málefnalegur og segir: "Ögmundur vill
greinilega halda völdunum í eigin hendi, og vina sinna í
valdastólum." Ekki hef ég fengið botn í hvað hér gæti verið
átt við. Ég er ýmsu vanur úr opinberri umræðu um margvísleg efni en
einhverra hluta vegna þóttu mér þessi viðbrögð þessara tveggja
Stjórnlagaráðsmanna og kennara vera ...
Lesa meira

...Reglan um húsbændur og hjú hefur aldrei verið geðfelld og á
ekki að vera við lýði í víðernum Íslands. Meðal annars þess vegna
eru mínar efasemdir um kaup Kínverja á Grímsstöðum. Gildir einu
hvort um er að ræða sjálfstæðan auðkýfing eða ríkisrekinn. Hið
fyrra er þó illskárra. Alla vega þegar stórveldi á í hlut með
strengina á hendi - aðætla má. Íslensk stjórnvöld eiga hins vegar
ekki að hafa nein afskipti af málinu, segja íslenskir
fulltrúar hinna erlendu fjárfesta. Talsmaður þeirra sagði í
Sjónvarpsfréttum í kvöld að slík afskipti flokkuðust undir
geðþóttavald! En til hvers ...
Lesa meira

...Auðjöfurinn Huang Nubo sem er í forsvari fyrir kínversku
fjárfestingasamsteypuna sem vill fá afnotarétt yfir Grímsstöðum á
Fjöllum til að reisa þar 20 þúsund fermetra hótelhúsnæði og
gera flugvöll á svæðinu til að fljúga með túrista til að njóta
einsemdarinnar í Herðubreiðarlindum, hrósar nú happi yfir því að
innanríkisráðherra Íslands sé ekki í færum (lengur) til að
eyðileggja áform sín. Erlend ríki fylgjast með þessum tilraunum
Kínverja að fá fótfestu á Íslandi. Þau líta flugvallardraumana
öðrum augum en íslenskir sveitarstjórnarmenn við samningaborð
Núbós. Þar hafa menn stórveldahagsmuni í huga, líka þegar menn
segjast vilja kíkja upp í hinintunglin, eða voru það...
Lesa meira
Ræða í Sauðárkrókskirkju 30. 04.12.
Mágkona mín var í sveit í Skagafirði upp úr miðri öldinni sem
leið og á þaðan góðar minningar. Ein minning hennar er mér svo
aftur eftirminnileg; orðin mín minning. Það var þegar hún fór í
sveitina á vorin. Í rútunni voru skagfirsk börn og unglingar á leið
heim eftir skólavist utan heimahaganna. Þá gerðist það jafnan að
þegar komið var þar í Vatnsskarðinu sem Skagafjörðurinn opnast í
öllum sínum mikilfengleik, að rútan brast í grát. Þau voru kominn
heim....
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum