Greinar Febrúar 2012

:... "Ég veit hins vegar að þetta er málamiðlun á milli
tveggja póla. Þetta er millileið á milli þeirra sem vilja að
Alþingi samþykki að slíta viðræðunum þegar í stað - þennan rétt
áskildu menn sér við atkvæðagreiðsluna vorið 2009 - og hinna
sem vilja klára endanlegan samning jafnvel þótt það kæmi til með að
dragast einhver ár eftir því hvernig lægi á mönnum í Reykjavík og
Brussel. Um þessar tvær leiðir verður aldrei breið sátt. Ég tel að
leiða eigi viðræðurnar til efnislegrar niðurstöðu eftir því sem
kostur er innan þess tímaramma sem við ákveðum. Síðan kjósum
við." Þetta er bútur úr viðtali sem mbl.is átti við mig í gær
en úrdráttur biritst síðan í Morgunblaðinu í dag. Þar var líka að
finna viðbrögð Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, sem
...
Lesa meira

...Lagt er til að viðræðum við ESB verði hraðað. Dagsetning
ákveðin fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í síðasta lagi undir lok þessa
kjörtímabils. Samninganefndum okkar og ESB verði gerð grein fyrir
því að þetta afmarki þann tímaramma sem þær hafi
til að fá efnislegar niðurstöður í þeim málaflokkum sem helst varða
okkar hag. Verði niðurstaðan sú að þjóðin hafni því að
ganga í Evrópusambandið á þeim efnislegu forsendum sem þá liggja
fyrir er sjálfhætt að ganga frá aðildarsamningi. Ef þjóðin hins
vegar er hlynnt inngöngu yrði það verk klárað....
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 21.02.12.
...En svo að það sé sagt alveg skýrt:
Nýtt kerfi á ekki að byggja á afturvirkri skerðingu fyrri kerfa. Um
þau samdi fólk og verður að geta gengið að þeim rétti vísum sem það
iðulega fórnaði kauphækkunum til að öðlast. Það breytir því ekki að
lífeyriskerfin verða að koma til endurksoðunar inn í framtíðina og
ber að fagna þeirri umræðu sem nú er hafin í þessa veru...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 20.02.12.
...Verkalýðssamtök hafa fundið sig í þeirri
kostulegu stöðu að krefjast annars vegar hárrar ávöxtunar og hvetja
síðan til mótmæla á einkavæddum stofnunum þar sem kjörum er haldið
niðri og þjónustu að sama skapi, til að fá sem mestan arð....Ef
líferissjóðirnir eiga að nýtast samfélaginu vel til uppbyggingar
verða ríki og sveitarfélög að annast milligöngu með fjárfestingar.
...
Lesa meira
Birtist í DV 20.02.12.
...Sjálfur hef ég
sannfæringu fyrir því að okkar smáa hagkerfi rísi ekki undir því
fyrirkomulagi sem við höfum smíðað og að við verðum að endurskoða
sjálfan grunninn. Í því sambandi er vert að íhuga að smæð hagkerfis
okkar er ekki einn áhrifavaldur. Þessa dagana erum við að verða
vitni að fallvaltleika á kauphallarmörkuðum víðs vegar um
heiminn....
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 14.02.12
...Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vildi
gera þá breytingu á frumvarpinu að hámarksávöxtun yrði leiðarljósið
en ekki örugg og samfélagslega ábyrg fjárfesting eins og ég hafði
viljað...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 14.02.12
...Þennan varnarsigur tel ég einn
merkasta sigurinn sem vannst í kjarabaráttunni á vettvangi
opinberra starfsmanna á undanförnum tveimur áratugum. Mætti hafa
mörg orð um þessi átök og aðdraganda þeirra. Þegar samningar höfðu
náðst lagði fjármálaráðherra að nýju fram frumvarp sem byggðist á
þeim. Að sjálfsögðu studdi ég frumvarpið enda hafði ég gegnt
hlutverki aðalasamningamanns BSRB. En ekki voru öll kurl komin til
grafar því meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vildi gera þá
breytingu á frumvarpinu að þar yrði sett inn ákvæði þess efnis að
lífeyrissjóðirnir yrðu lögþvingaðir til að fjárfesta jafnan ...
Lesa meira
...Sjónvarpið segist strangt til tekið ekki hafa sagt neitt
rangt. Sjónvarpið virðist ekki skilja að hið ámælisverða er að raða
staðreyndum þannig saman að út komi ósönn og afskræmd mynd. Kannski
er þetta skilningsleysi. Ég vona það. Hin tilhugsunin er verri þótt
ég því miður hallist að henni; að verið sé að nota fréttastofuna
til sverta mannorð fólks. Það er dapurlegt til þess að hugsa að
einstakir menn á fréttastofu Sjónvarpsins skuli komast upp með
að misnota vinnustað sinn með þessum hætti....
Lesa meira
... Hvers vegna skyldi ég gera svona mikið úr þessu máli? Það er
vegna þess að mér finnst það vera grafalvarlegt þegar dregin er upp
mynd í fréttum beinlínis til að afvegaleiða fólk og gefa ranglega
til kynna að einstaklingur sé ómerkur orða sinna. Fréttastofu
Ríkisútvarpsins vil ég geta treyst. Ég hef nú hins vegar kynnst
óheiðarleika á fréttastofu Sjónvarpsins og verð að játa að það er
óþægileg tilfinning að sitja fyrir framan Sjónvarpið og hlusta á
fréttir af flóknum málum, en treysta illa því sem þar er
sagt...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 09.02.12.
...Með
stóraukinni sáttameðferð er vonin að draga enn frekar úr tíðni mála
sem rata til dómstóla og að þeim geti sem allra flestum lokið með
sátt. Í sumum tilfellum gengur sáttin ekki upp og geta þar búið
ólíkir þættir að baki. Þá þarf að úrskurða með einhverjum hætti
þannig að friður ríki í lífi barnsins...
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum