Greinar Febrúar 2012

:... "Ég veit hins vegar að þetta er málamiðlun á milli
tveggja póla. Þetta er millileið á milli þeirra sem vilja að
Alþingi samþykki að slíta viðræðunum þegar í stað - þennan rétt
áskildu menn sér við atkvæðagreiðsluna vorið 2009 - og hinna
sem vilja klára endanlegan samning jafnvel þótt það kæmi til með að
dragast einhver ár eftir því hvernig lægi á mönnum í Reykjavík og
Brussel. Um þessar tvær leiðir verður aldrei breið sátt. Ég tel að
leiða eigi viðræðurnar til efnislegrar niðurstöðu eftir því sem
kostur er innan þess tímaramma sem við ákveðum. Síðan kjósum
við." Þetta er bútur úr viðtali sem mbl.is átti við mig í gær
en úrdráttur biritst síðan í Morgunblaðinu í dag. Þar var líka að
finna viðbrögð Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, sem
...
Lesa meira

...Lagt er til að viðræðum við ESB verði hraðað. Dagsetning
ákveðin fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í síðasta lagi undir lok þessa
kjörtímabils. Samninganefndum okkar og ESB verði gerð grein fyrir
því að þetta afmarki þann tímaramma sem þær hafi
til að fá efnislegar niðurstöður í þeim málaflokkum sem helst varða
okkar hag. Verði niðurstaðan sú að þjóðin hafni því að
ganga í Evrópusambandið á þeim efnislegu forsendum sem þá liggja
fyrir er sjálfhætt að ganga frá aðildarsamningi. Ef þjóðin hins
vegar er hlynnt inngöngu yrði það verk klárað....
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 21.02.12.
...En svo að það sé sagt alveg skýrt:
Nýtt kerfi á ekki að byggja á afturvirkri skerðingu fyrri kerfa. Um
þau samdi fólk og verður að geta gengið að þeim rétti vísum sem það
iðulega fórnaði kauphækkunum til að öðlast. Það breytir því ekki að
lífeyriskerfin verða að koma til endurksoðunar inn í framtíðina og
ber að fagna þeirri umræðu sem nú er hafin í þessa veru...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 20.02.12.
...Verkalýðssamtök hafa fundið sig í þeirri
kostulegu stöðu að krefjast annars vegar hárrar ávöxtunar og hvetja
síðan til mótmæla á einkavæddum stofnunum þar sem kjörum er haldið
niðri og þjónustu að sama skapi, til að fá sem mestan arð....Ef
líferissjóðirnir eiga að nýtast samfélaginu vel til uppbyggingar
verða ríki og sveitarfélög að annast milligöngu með fjárfestingar.
...
Lesa meira
Birtist í DV 20.02.12.
...Sjálfur hef ég
sannfæringu fyrir því að okkar smáa hagkerfi rísi ekki undir því
fyrirkomulagi sem við höfum smíðað og að við verðum að endurskoða
sjálfan grunninn. Í því sambandi er vert að íhuga að smæð hagkerfis
okkar er ekki einn áhrifavaldur. Þessa dagana erum við að verða
vitni að fallvaltleika á kauphallarmörkuðum víðs vegar um
heiminn....
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 14.02.12
...Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vildi
gera þá breytingu á frumvarpinu að hámarksávöxtun yrði leiðarljósið
en ekki örugg og samfélagslega ábyrg fjárfesting eins og ég hafði
viljað...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 14.02.12
...Þennan varnarsigur tel ég einn
merkasta sigurinn sem vannst í kjarabaráttunni á vettvangi
opinberra starfsmanna á undanförnum tveimur áratugum. Mætti hafa
mörg orð um þessi átök og aðdraganda þeirra. Þegar samningar höfðu
náðst lagði fjármálaráðherra að nýju fram frumvarp sem byggðist á
þeim. Að sjálfsögðu studdi ég frumvarpið enda hafði ég gegnt
hlutverki aðalasamningamanns BSRB. En ekki voru öll kurl komin til
grafar því meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vildi gera þá
breytingu á frumvarpinu að þar yrði sett inn ákvæði þess efnis að
lífeyrissjóðirnir yrðu lögþvingaðir til að fjárfesta jafnan ...
Lesa meira
...Sjónvarpið segist strangt til tekið ekki hafa sagt neitt
rangt. Sjónvarpið virðist ekki skilja að hið ámælisverða er að raða
staðreyndum þannig saman að út komi ósönn og afskræmd mynd. Kannski
er þetta skilningsleysi. Ég vona það. Hin tilhugsunin er verri þótt
ég því miður hallist að henni; að verið sé að nota fréttastofuna
til sverta mannorð fólks. Það er dapurlegt til þess að hugsa að
einstakir menn á fréttastofu Sjónvarpsins skuli komast upp með
að misnota vinnustað sinn með þessum hætti....
Lesa meira
... Hvers vegna skyldi ég gera svona mikið úr þessu máli? Það er
vegna þess að mér finnst það vera grafalvarlegt þegar dregin er upp
mynd í fréttum beinlínis til að afvegaleiða fólk og gefa ranglega
til kynna að einstaklingur sé ómerkur orða sinna. Fréttastofu
Ríkisútvarpsins vil ég geta treyst. Ég hef nú hins vegar kynnst
óheiðarleika á fréttastofu Sjónvarpsins og verð að játa að það er
óþægileg tilfinning að sitja fyrir framan Sjónvarpið og hlusta á
fréttir af flóknum málum, en treysta illa því sem þar er
sagt...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 09.02.12.
...Með
stóraukinni sáttameðferð er vonin að draga enn frekar úr tíðni mála
sem rata til dómstóla og að þeim geti sem allra flestum lokið með
sátt. Í sumum tilfellum gengur sáttin ekki upp og geta þar búið
ólíkir þættir að baki. Þá þarf að úrskurða með einhverjum hætti
þannig að friður ríki í lífi barnsins...
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum