Greinar Janúar 2012
Birtist í Fréttablaðinu 19.01.12.
...Vanþekkingu er eytt með fræðslu
og umræðu en henni er viðhaldið með afneitun og þögn. Okkur öllum
ber skylda til að hoppa ekki á vagn þess síðarnefnda, þótt það
kunni að virðast einfaldara og þægilegra til skamms tíma.
Á ráðstefnu Evrópuráðsins var kallað eftir samtali við réttarkerfi,
heilbrigðiskerfi og félagskerfi um kynferðislegt ofbeldi. Markmiðið
er að ekkert barn þurfi að upplifa það sem ungmennin lýstu...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 18.0212.
...Það er athyglisvert að ýmsir sem komu
að stjórnmálum í aðdraganda hrunsins hvísla því nú í eyru okkar að
fráleitt sé að stöðva þessa málsókn: Það þurfi nefnilega að gera
málin upp! Með þessum réttarhöldum er í mínum huga ekki verið að
gera eitt eða neitt upp. Það kann hins vegar að vera að með þessum
málatilbúnaði gerist hið gagnstæða, við látum afvegaleiðast í
uppgjöri við fjármálakerfið og pólitísk afskipti af því og
einkavæðingu á verðmætum samfélagseignum, þar sem einstaklingar
högnuðust persónulega. Ekkert af þessu á við um Geir H. Haarde.
Hann framfylgdi hins vegar pólitískri kreddu sem bjó í haginn fyrir
hina raunverulegu svindlara...
Lesa meira

...Margir líta á réttarhöldin yfir Geir sem uppgjör við hrunpólitík
frjálshyggjunnar. Því fer fjarri. Málshöfðunin gengur einvörðungu
út á meint brot - að uppistöðu til andvaraleysi - í átta mánuði
árið 2008. Eftirfarandi eru ákæruefnin að viðurlagðri fjársekt og
tveggja ára fangelsi. ...Ég minnist þess að koma á
kosningafundi vorið 2007 þar sem þetta var aðalbrandarinn, mikið
hlegið. En nú á að dæma Geir Haarde einan fyrir þennan
aulahlátur! Hvort skyldi nú skipta meira máli að kveða upp
fangelsisdóm yfir Geir H. Haarde vegna þessa vanmats á stöðu
bankanna sem hann átti sammerkt með flestum íslenskum
stjórnmálamönnum, fjölmiðlafólki og álitsgjöfum eða...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 17.01.12.
...Í
mínum huga er pólitískt uppgjör við hrunið margfalt stærra og
mikilvægara en svo að það fari fram með málsókn á hendur örfáum
einstaklingum fyrir mjög þröngt afmarkaðar yfirsjónir þeirra í
aðdragandanum. Pólitísk ábyrgð á hruninu er margþætt og teygir sig
alllangt aftur í tímann. Fyrir þessu var gerð ítarleg grein í
Rannsóknarskýrslum Alþingis. Þær skýrslur voru vel unnar þótt langt
sé frá því að þær hafi verið óaðfinnanlegar og má þar nefna að
varðandi hina pólitísku ábyrgð tel ég marga hafa sloppið furðu vel
frá borði. Afglöp margra stjórnmálamanna voru ævintýraleg og teflt
á tæpasta vað í ýmsum efnum. Eftir á verður myndin ljós, sem mörgum
var ...
Lesa meira
...Nú er það í sjálfu sér ágætt að vera sagður vilja hafa allt
sitt á hreinu, mannorð og samvisku tandurhreina. Málið vandast
þegar látið er í veðri vaka að hrænlætisástin sé nánast manísk, sé
í reynd óbilgirni og ósveigjanleiki, nokkuð sem í stjórnmálum geri
fólk óstjórntækt. Þetta er gamalkunnur tónn sem þau okkar þekkja,
sem verið hafa upp á kant við tíðarandann. Það sem Sigrún
Davíðsdóttir, fréttaskýrandi, áttar sig hins vegar ekki á, er að
hún er með rangt fólk í sigti þegar spurt er um tregðu til
málamiðlana í þá átt sem almenn viðhorf í þjóðfélaginu
liggja...
Lesa meira

...Spurningin hefur hins vegar margar víddir og svarið er ekki
alveg einfalt. Þannig hljóta stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar að
spyrja sig hvort undir öllum kringumstæðum sé rétt að hanga á
völdunum. Í mínum huga er svarið engan veginn einhlítt, það er háð
aðstæðum í tíma og rúmi. Sjálfur hef ég alla tíð haft sterka
fyrirvara gagnvart hrárri valdapólitík og tel því mikilvægt að
halda stöðugt að okkur gagnrýnum spurningum um völd og áhrif. Sem
betur fer hefur stjórnmálaflokkum oft tekist bærilega að láta orð
sín og athafnir ríma og vera trúir hugsjónum sínum. Mörg dæmi eru
líka um pólitískar hrakfarir þegar leiðarljósið hefur verið það
eitt að halda um valdatauma...
Lesa meira

Margt gott var sagt í þætti sem Sjónvarpið sýndi um störf
Evu Joly og félaga í baráttu gegn spillingu.
Jón Þórisson, samstarfsmaður Evu hér á landi,
sagði frá íslenska Hruninu og skýrði spillinguna sem því tengdist á
markvissan og ljósan hátt. Að sama skapi voru lýsandi yfirlýsingar
margra annarra sem fram komu í þættinum. Nígeríumaður varpaði ljósi
spillingarsögu Nígeríu og skýrði hvernig gráðugt alþjóðaauðvald
mergsygi auðlindir landsins. Það sem til almennings rynni, færi í
neyslu. Þess væri - á sögulegan mælikvarða -skammt að bíða að
auðlindirnar væru þurrausnar án nokkurrar fyrirhyggju um
uppbyggingu til frambúðar. Hugarfarið þarf að breytast,
sagði...
Lesa meira

...Því á áramótum eru iðulega teknar mikilvægar ákvarðanir. Um
þessi áramót bar hæst á góma í mínu nærumhverfi ráðherraskipti í
ríkisstjórn. Jón Bjarnason vék af vettvangi - þessum
vettvangi. Það var niðurstaða sem mér var ekki að skapi.
Jón Bjarnason hefur hins vegar ekki horfið af
hinum pólitíska vettvangi. Mér segir hugur að ekki eigi hann eftir
að verða þögull á Alþingi og innan VG, en hann hefur mælst til þess
við samherja sína á þeim bæ... Til að innsigla áramótin og minna
mig í senn á fortíð og framtíð, afhenti Elín Björg
Jónsdóttir, formaður, BSRB, mér áritaða dagbók, sem er
sömu gerðar og ...
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum