Greinar 2012
Birtist á Smugunni 30.12.12.
...Í tengslum við þetta mál hefur þjóðin
fengið að kynnast hinu nýja stjórnmálaafli Bjartri framtíð en
helstu forsprakkar hinnar nýju hreyfingar á þingi Guðmundur
Steingrímsson og Róbert Marshall höfðu sig talsvert í frammi við
afgreiðslu málsins og hefa sent mér og fleirum pillurnar. Sjálfur
hef ég haft á orði að ekki þyki mér vinnubrögð þeirra lofa mjög
góðu og að ég hafi um það efasemdir að hinn nýi flokkur rísi undir
nafni. Þannig létu þeir félagar öll skynsamleg varnarorð sem vind
um eyru þjóta og stóðu að því, ásamt stjórnarandstöðunni á þingi,
að ...
Lesa meira

...Einu sinni var með okkur erlendur maður á jólum. Þá var
margt í heimili hjá okkur, ættingjar erlendis frá dvöldu hjá okkur
yfir jólin og barnaskari var mikill. Gjafastaflarinr voru eftir
því. Eftir að menn höfðu setið að veisluborði var hafist handa við
að opna pakkana. Aðkomumaðurinn fylgdist grannt með. Smám saman
mátti sjá hvernig hann glennti upp andlitið, forviða yfir því sem
hann þarna varð vitni að. Hann sagði fátt.
Nokkrum dögum síðar kom hann að máli við okkur. Hafði greinilega
verið mjög hugsi yfir þeirri reynslu að fylgjast með íslenskri
fjölskyldu á jólum. En niðurstaða hans var þessi...
Lesa meira
Birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 23.12.12.
Um
miðjan mánuðinn sat ég alþjóðlega ráðstefnu í Berlín þar sem
fjallað var um stríðsglæpi og hvernig á þeim skal tekið í samfélagi
þjóðanna. Umræður á ráðstefnunni hafa verið mér ofarlega í huga
síðan og langar mig til að deila þönkum með lesendum. Í kjölfar
heimstyrjaldarinnar síðari voru væntingar um betri heim. Til
sögunnar komu Sameinuðu þjóðirnar, skipulegur vettvangur til að
taka á málum sem heiminn varða - umhverfið, mannréttindin, stríð og
frið. Stofnanir voru settar á laggirnar í þessu skyni og sáttmálar
undirritaðir. Einn þeirra sneri að ...
Lesa meira
Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, hefur lýst því yfir að hún
hyggist ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Þetta þykja
mér ekki góð tíðindi og finnst mér eftirsjá að Lilju Mósesdóttur af
vettvangi stjórnmálanna þótt fyrirsjáanlegt væri að við yrðum ekki
samherjar í komandi kosningum. Lilja lagði upp í för með
Vinstrihreyfingunni grænu framboði en ...
Lesa meira

...Í ljósi alls þessa setti ég fram tillögu á Alþingi um að
gildistöku barnalaganna yrði frestað fram á sumar svo að nægilegt
fjárframlag væri tryggt og standa mætti að undirbúningi með sóma.
Þetta þykja Guðmundi Steingrímssyni "engin haldbær rök" eins og
fram hefur komið hjá honum ...Fór hann fremstur í flokki
stjórnarandstöðu sem felldi frestunarfrumvarpið, án þess að víkja í
nokkru að því hvernig ætti að standa að málum nú 1. janúar þegar
lögin taka gildi, án nægilegs fjárframlags og án nægilegs
undirbúnings...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 18.12.12.
...Þannig að Össur Skarphéðinsson hefði
hæglega getað sagt við hinn sænska vin sinn að Íslendingar hefðu
ekki síður staðið sig en Svíar, sumpart jafnvel gert ennþá betur en
þeir. Þó værum við utan Evrópusambandsins.
Fróðlegt væri að skoða önnur þjóðarbú í þessu samhengi: til dæmis
hið norska, spænska, þýska og gríska. Ætli það kæmi ekki upp úr
kafinu að einsleitir krónutölumælikvarðar segðu ekki allan
sannleika um velgengni ríkja eða ágæti ríkjasambanda. Ef til vill
væri nær að skoða tölur um atvinnuleysi og umfang
velferðarþjónustu.
Greinilegt þykir mér að Persson þarf að veita vini sínum ...
Lesa meira

... Á báðum ráðstefnum flutti ég erindi og tók þátt í umræðum
stjórnmálamanna, fræðimanna og áhugafólks almennt um leiðir til að
stuðla að friði og koma í veg fyrir glæpi gegn mannkyni. Hér að
neðan er ræðan sem ég flutti í Berlín en þá líkt og í fyrra tilviki
sótti ég í smiðju Vals Ingimundarsonar, prófessors í
nútímasagnfræði við Háskóla Íslands við samningu erindisins. Á
fundinum í Berlín var ég beðinn að setjast í eins konar ráðgjafaráð
fyrir stofnunina og má sjá hér á þessari vefslóð hverjir sitja
þar:..
Lesa meira
Birtist í DV 10.12.12.
RÚV greindi frá því á föstudag að Huang Núbó hefði
sagt í viðtali við breska stórblaðið Birtist í Financial Times að á
Íslandi væri hann fórnarlamb kynþáttafordóma....Hefðum við gert
athugasemd við það að bandaríski auðkýfingurinn og repúblikaninn
Rockefeller hefði keypt Miðnesheiðina á sínum tíma? Þar var jú
bandarísk herstöð og eflaust fín fjárfesting að leigja löndum sínum
land. Ég hefði haldið að hljóð hefði heyrst úr horni. Hefði það
verið vegna kynþáttafordóma? Það er af og frá. Hvað sjálfan mig
áhrærir og mína afsöðu þá er hún sem áður segir ...
Lesa meira
Birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 09.12.12.
...Og
þessa óeigingirni eigum við að temja okkur í samskiptum við þessa
granna okkar á norðurslóð. Vestnorrænu þjóðirnar þrjár eiga að
styðja hver aðra í glímunni við mennina með seðlabúntin og
stór-ríkin sem ásælast land þeirra. Þá er hollt að muna boðskapinn
í nafngift Grænlendinga á landi sínu, Kalaallit Numat: Að
landið og auðæfin eru fyrir samfélagið og eiga að þjóna því en ekki
peningavaldinu eða stórveldahagsmunum, hvort sem er í Peking,
Moskvu, Brussel eða Washington....
Lesa meira

Á föstudag og laugardag voru hér á landi í boði
Innanríkisráðuneytisins, Kári Höjgaard innanríkisráðherra Færeyja
og Anton Fredriksen, innanríkisráðherra Grænlands, ásamt sínu
nánasta samstarfsfólki. Heimsóknin var til þess sniðin að efla
samstarf Færeyinga, Grænlendinga og Íslendinga í þeim málaflokkum
sem heyra undir innanríkisráðuneyti landanna þriggja. Þar vega
þungt sveitarstjórnarmál og handsöluðum við samstarfssamning til
árs á því sviði. Ætlunin er að tveir fulltrúar frá hverju landi sem
með sveitarstjórnarmál fara, hittist á þremur fundum og beri saman
bækur um sameiginleg úrlausnarefni en að ári liðnu verði árangurinn
af starfinu metinn. Fulltrúar Íslands yrðu annars vegar frá
Innanríkisráðuneytinu, hins vegar frá Sambandi íslenskra
sveitarfélaga sem ...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum