TÆKNIN OG LÝÐRÆÐIÐ


Á myndinni eru mér á hægri hönd Hugrún Ösp Reynisdóttir úr fjármálaráðuneyti, Helga Óskarsdóttir, skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, og á vinstri hönd Guðbjörg Sigurðardóttir úr forsætisráðuneyti, og sérfræðingarnir Halla Björg Baldursdóttir frá Þjóðskrá Íslands, Marta Bartoszek sem tók á móti okkur fyrir hönd ráðstefnuhaldara og hélt utan um okkur og Bragi Leifur Hauksson frá Tryggingastofnun.

Á fimmtudag og föstudag í síðustu viku sótti ég mjög áhugaverða ráðstefnu í Poznan í Póllandi um rafræna stjórnsýslu. Ráðstefnan var á vegum Evrópusambandsins með aðkomu EFTA-ríkjanna. Auk mín tóku þátt í ráðstefnnni fyrir Íslands hönd sérfræðingar frá Forsætisráðuneyti, Fjármálaráðuneyti og Efnahags- og viðskiptaráðuneyti og frá Þjóðskrá Íslands og Tryggingastofnun. Í þessum hópi var Guðbjörg Sigurðardóttir sem haldið hefur utan um málaflokkinn af hálfu Stjórnnarráðsins en ásæðan fyrir minni setu á ráðstefnunni er sú að málefni upplýsingasamfélagsins eru nú að færast undir Innanríkisráðuneytið.
Á ráðstefnunni kom fram að á þessu ári ver Evrópusambandið 9,2 milljörðum Evra til upplýsingatækni og rafrænnar stjórnsýslu og er fyrirsérð að framlagið muni aukast enn frekar með tímanum  enda talið að rafræn stjórnsýsla muni  skila margföldum ávinninningi á komandi árum með vinnusparnaði og öflugri þjónustu við fólk og fyrirtæki. Rafræn samskipti hafa þegar leyst bréfaskipti af hólmi á mörgum sviðum en sú þróun mun halda enn frekar áfram, sem aftur sparar ómælda fyrirhöfn.

Ekki leikur á því minnsti vafi að rafræn stjórnsýsla bæði eykur og einfaldar aðgengi fólks að gögnum sem það varða. Þá getur hún verið tæki til að opna samfélagið og veita lýðræðislegum straumum inn í alla ákvarðanatöku. Má nefna í því sambandi að Innanríkisráðuneytið hefur um nokkurt skeið sett öll frumvörp sem unnin hafa verið að í ráðuneytinu á netið og hvatt til þess að fólk nýti tækifærið sem þar með býðst til að koma með aðfinnslur og ábendingar áður en málin fara til frekari vinnslu.
Á Poznan-fundinum var rætt um það hve misvel þjóðfélög eru undirbúin undir rafræn samskipti og kom fram að talið væri að 30% íbúa Evrópusambandsins hafi aldrei farið inn á internetið. Þetta væri þó kynslóðaskipt og kom ég á framfæri þeirri athyglisverðu frétt sem íslenskir fjölmiðlar fluttu nýverið að talið væri að nánast öll heimili á Íslandi með börn og unglinga undri 16 ára aldri heðfu tölvu á heimilinu! Þótti þetta merkilegt og jákvætt.

Meðal þeirra verkefna sem rædd voru á ráðstefnunni og samhliða á ráðherrafundi var svokallað STORK-verkefni en Íslendingar hafa tekið virkan þátt í því. Markmiðið með því er m.a. að gera samskipti barna og ungmenna öruggari með því að móta umhverfi þar sem kostur er gefinn á að nýta rafræn auðkenni í netsamskiptum. Þá var einnig rætt um PEPPOL-verkefnið, sem Fjármálaráðuneytið og Fjársýslan eru aðilar að, en það snýst um rafræn innkaup og rafræna reikninga milli landa.

Ákveðinn áherslumunur milli ríkja kom fram á ráðstefnunni. Þannig lögðu Bretar mikið upp úr því á að rafræn stjórnun gæti leitt til aukins hagvaxtar. Væri því yfirskrift átaksins - byggja (upp kerfin) ,tengja (þau saman)og vaxa (með auknum hagvexti) - vel við hæfi. Ég taldi hins vegar að ágætlega færi á því að vinnuheitið fyrir átakið yrði, byggja, tengja og lýðræðisvæða. Síðan myndi hagöxturinn verða eðlileg afleiðing en ekki markmið í sjálfu sér.

Ég er sannfærður um að mikið vinnst með rafrænni stjórnsýslu. Nokkur gangur var í þessum málum á árunum fyrir hrun en síðan hægði á. Nú þegar málaflokkurinn flyst yfir í Innaníkisráðuneytið er eðlilegt að þessi mál verði skoðuð og kortlögð upp á nýtt.

Ráðstefnan í Poznan var vel skipulögð. Gott var að eiga Mörtu Bartoszek að en hún hélt sérstaklega utan um mál okkar Íslendinganna. Marta  er uppalinn á Íslandi og því öllum hnútum gerkunnug hvað varðar okkar málefni.

Umfjöllun á vef Innanríkisráðuneytisins: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/27362 

Fréttabréf