Greinar Nóvember 2011

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, alþingiskona, hefur tekið
lofsvert frumkvæði með framlagningu þingmáls sem ryður brautina
fyrir endurskoðun laga um eignarhald á landi. Hún vill að skorður
verði reistar við stórfelldum uppkaupum á landi og vill í því
sambandi horfa til sérstöðu vegna umhverfisþátta: "Víðernin eiga að
vera í almannaeign," segir hún. Guðfríður Lilja vill jafnframt
horfa til þess að fjársterkir einstaklingar, hverrrar þjóðar sem
þeir eru, sölsi ekki undir sig margar jarðeignir og stór landsvæði.
Hún segir málið ekki snúast um uppruna manna en hins vegar sé
þýðingarmikið að halda víðernum í almannaeign og yfirráðum yfir
landi og auðlindum innan samfélagsins. Það sé kjarni málsins. Þetta
sé í samræmi við viðleitni margra þjóða og ekki síður ástæða til
fyrir okkur sem búum við veika auðlindalöggjöf að ...
Lesa meira

Fimm ár eru liðin frá því settur var á laggirnar
samráðsvettvangur trúfélaga í Íslandi en aðild að honum eiga 13
trúfélög á Íslandi, allta frá Ásatrúarfélaginu til þjóðkirkjunnar.
Haldið var upp á afmælið í Ráðhúsi Reykjavíkur með dagskrá þar
flutt voru erindi og ávörp, sungin trúarljóð og kveðnar
rímur.
Eftirfarandi er ávarp mitt á
afmælisfagnaðinum...
Lesa meira

...Þessi sáttmáli á sér nokkurra ára sögu. Upphafið var reyndar
á ráðstefnu á sama stað og nú, í Mónakó, en þar var stefnan mótuð
árið 2006. Árið eftir var gengið frá sáttmála utan um þessi
stefnumið í Lanzarote á Spáni og er hann því iðulega nefndur
Lanzarote-sáttmálinn. Fyrir Íslands hönd var skrifað undir 4.
febrúar 2008 og hefur síðan verið unnið að því að fullgilda
sáttmálann með viðeigandi lagabreytingum. Ég hef nú kynnt í
ríkisstjórn frumvarp sem sem styrkir réttarstöðu barna gagnvart
ofbeldi í samræmi við sáttmálann. Er þar meðal annars kveðið á um
...
Lesa meira

Á fimmtudag og föstudag í síðustu viku sótti ég mjög áhugaverða
ráðstefnu í Poznan í Póllandi um rafræna stjórnsýslu. Ráðstefnan
var á vegum Evrópusambandsins með aðkomu EFTA-ríkjanna. Auk mín
tóku þátt í ráðstefnnni fyrir Íslands hönd sérfræðingar frá
Forsætisráðuneyti, Fjármálaráðuneyti og Efnahags- og
viðskiptaráðuneyti og frá Þjóðskrá Íslands og Tryggingastofnun. Í
þessum hópi var Guðbjörg Sigurðardóttir sem haldið hefur utan um
málaflokkinn af hálfu Stjórnnarráðsins en ásæðan fyrir minni setu á
ráðstefnunni er sú að málefni upplýsingasamfélagsins eru nú að
færast undir Innanríkisráðuneytið. Á ráðstefnunni kom fram
að...
Lesa meira
Ég
er víst ekki unglingur lengur og kannski orðið heldur langt um
liðið síðan þá. En þegar ég ræddi um það atriði sýningarinnar sem
mest áhrif hafði á mig þá kom í ljós að einmitt sama atriði virðist
ná augum og eyrum fjölmargra unglinga, nefnilega myndræn umfjöllun
um áhrif eiturlyfjaneyslu á heilann - um hvernig vímuefni draga úr
getu okkar til að framkalla sjálf þau efni sem gera okkur
hamingjusöm...
Lesa meira

Einelti er þjóðfélagsmein. Mjög alvarlegt mein. Hvar þarf átakið
að fara fram svo það megi verða upprætt? Svarið er þetta: Alls
staðar. Á heimilinu, í skólanum, á vinnustaðnum, í
æskulýðssamtökunum, íþróttafélaginu og verkalýðsfélaginu. Kenna
þarf börnum frá æsku að líta á önnur börn sem jafningja og innræta
þeim það besta úr siðfræðiboðskap allra alda: Komdu eins fram við
önnur börn og þú vilt að þau geri við þig; taktu þá sem þú veist að
eiga undir högg að sækja í félagslegu tilliti inn í vinahópinn
þinn!
Og munum að ekki er það alltaf svo að hópurinn leggist á hinn
veika, eins og hýenur á veikburða dýr. Stundum tekur grimm
múghyggjan stefnuna á hinn sterka, ofsækir hann og brýtur hann
niður...
Lesa meira

...Íbúar á sunnanverðum Vestjörðum andmæltu tillögum mínum um að
sett yrði í forgang að stórbæta fjallavegina um Hjallaháls og
Ódrjúgsháls í stað þess að leggja veg um Teigsskóg eða leita
annarra lausna á láglendi. Fjallaleiðin þótti mér - og þykir enn
fýsilegasti kostur, ef menn á annað borð setja í forgang að hraða
úrbótum eins mikið og verða má og ná árangri með sem minnstum
kostnaði! Benti ég á að Vegagerðinni hefði tekist bærilega í
glímunni við fjallvegi víða á landinu og minnti á
Bólstaðahlíðarbrekku, Bröttubrekku og fleiri vegi sem liggja hærra
en fyrrnefndir hálsar á Vestfjörðum. En hvað um það, þetta vilja
íbúarnir ekki. Alls ekki! Það fékk ég að vita hjá
sveitarstjórnarmönnum á samráðsfundum síðsumars og síðan á
fjölmennum íbúafundum í Bjarkarlundi og á Patreksfirði. Á sama tíma
fékk ég að vita að umhverfisverndarfólk myndi ekki sætta sig við
veg um Teigsskóg í Þorskafirði sem margir hafa viljað fara....
Lesa meira
...Auk Helgu Bjarkar koma upp í hugann til dæmis Ingibjörg Helga
Baldursdóttir, grunnskólakennnari og móðir drengs sem fyrirfór sér
eftir einelti og Stefán Karl Stefánsson, leikari, sem steig fram og
greindi frá reynslu sinni af einelti. Ég nefni einnig Þorlák H.
Helgason, framkvæmdastjóra Olwesusarverkefnisins á Íslandi og
einn brautryðjenda þeirrar nálgunar. Ég nefni Barnaheill sem hafa
stutt ungmenni til að stíga fram og verða öðrum gott fordæmi. Ég
nefni fjölmiðla sem hafa verið ötulir að vekja athygli okkar á
málfninu. Að öðrum ólöstuðum hefur mér virst DV vera
sérstaklega vakandi en þar hafa um allnokkurt skeið birst greinar
og viðtöl um þetta þjóðfélagsmein. Einna mest megum við þakka því
baráttufólki sem ...
Lesa meira
Óskir Siðmenntar hafa ekki með neinu móti gengið á rétt annarra
til að velja sér trú, trúarbrögð eða trúleysi. Þvert á móti hafa
ábendingarnar verið á þá lund að jafna stöðu félaga og þannig
einstaklinga sem kjósa sér mismunandi vettvang fyrir mannrækt,
tilvistarspurningar og andlega þekkingarleit. Ég nefni þetta hér
því að nú er til umsagnar á vefsvæði Innanríkisráðuneytisins
frumvarp sem jafnar stöðu lífsskoðunarfélaga og trúfélaga. Í
framhaldinu verður frumvarpið lagt fram á Alþingi og er það mín von
að...
Lesa meira

Í nýlegri skoðanakönnun um viðhorf til opinberra stofnana kom
fram að Landhelgisgæslan nýtur meiri virðingar og trausts en allar
aðrar stofnanir. Hvers vegna skyldi það vera? Eitt svar er
augljóst: Við höfum séð til starfa Landhelgisgæslunnar og vitum hve
vel hún stendur sig. Ég held þó að væntumþykjan eigi sér dýpri
rætur. Landhelgisgæslan snertir nefnilega taug sem tengir okkur öll
saman. Við móttöku varðskipsins Þórs í síðustu viku sagði ég að
Landhelgisgæslan væri samgróin íslenskri þjóðarsál. Ef ég reyni að
skýra þetta nánar vandast málið. En einhverra hluta vegna vita
allir við hvað er átt! Það er mergurinn málsins.Upp í hugann
kemur...
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum