Greinar Október 2011

Á fundum mínum með breskum þingmönnum bæði úr Íslandsnefndinni og
utan hennar í vikunni sem leið, ræddum við m.a. Icesave deilur.
Ekki varð ég var við annað en mikinn velvilja í garð Íslendinga og
er það reyndar mín tilfinning að það sé smám saman að renna upp
fyrir breskum stjórnmálamönnum hve mikla ósanngirni þeir sýndu
Íslendingum í aðdraganda hrunsins og áttu með beitingu
hryðjuverkalaganna sinn þátt í að atburðarásin varð sú sem við
þekkjum. Þetta sögðu bresku þingmennirnir í sumar og
Fabian Hamilton þingmaður frá Leeds og mikill
Íslandsvinur lá ekki á þessum skoðunum sínum við íslenska
fjölmiðla í sumar. Allt þetta var ítrekað ...
Lesa meira

En sem dæmi um mikilvægi þess að fara að ábendingu Brendans
Martins og gefa gaum að mögulegri stefnubreytingu stjórnmálaflokka
þótti mér mjög merkilegt að heyra í samtölum við þingmenn í
Westminster hve mikil vinna fer nú fram innan Verkamannaflokksins
breska við að endurmeta efnahagsstefnu flokksins frá grunni. Um
þetta fékk ég mjög gagnlega yfirferð í heimsókn minni í breska
þingið í síðustu viku þar sem ég átti þess kost að ræða við fjölda
þingmanna úr stjórnarliði og stjórnarandstöðu...
Lesa meira

Það er nokkur aldursmunur á þeim Einari Árnasyni, ráðgjafa í
innanríkisráðuneytinu, og Denis Healey, lávarði, fyrrum
fjármálaráðherra Bretlands, og eins helsta stjórnmálaskörungs
síðari hluta tuttugustu aldarinnar þar í landi. Annar fæddur 1917,
og því níutíu og fjögurra ára, hinn fæddur 1956, og því 55 ára.
Tæplega fjórir áratugir skilja þá að. En vináttu þeirra naut ég
þegar Einar kynnti hinn virðulega öldung fyrir mér á heimili hans í
Sussex í vikunni sem leið. Já, virðulegur vissulega, en ekki í þeim
skilningi að hann taki sjálfan sig hátíðlega, því léttur er hann í
lund og gerir óspart grín að sjálfum sér...
Lesa meira

Vefmiðlinum Eyjunni er, eftir því sem ég best veit, ritstýrt af
Karli Th. Birgissyni. Hann svarar í gær gagnrýni minni og ásökunum
um alvarlegar rangtúlkanir og blekkingar á þann hátt að ég hafi
"misst jafnvægið" út af "smámáli". Þetta kom mér eilítið á óvart
því ég hafði talið að jafnvel Karl Th. Birgisson myndi ekki grípa
til röksemda af þessu tagi - til þeirra þekkti hann of vel....Við
sem viljum geta tekið fjölmiðla alvarlega lítum ekki á það sem
"smámál" þegar sannleikurinn er afbakaður og fólk haft fyrir rangri
sök. Einmitt það gerði Eyjan ...
Lesa meira
Vefur Innanríkisráðuneytisins birti svör við spurningum
Ríkisútvarpsins vegna ferðar minnar á ráðstefnu í Mexíkó.
Fréttamiðillinn eyjan.is tók málið upp og matreiddi með sínum
hætti. Allt skyldi með í uppskriftina. Í matreiðslunni urðu
utanferðir mínar á rúmu ári að utanferðum mínum á tæpu ári. Ferða-
og upphihladskostnaður tveggja manna varð í fyrirsögn að ferða- og
uppihaldskostnaði eins manns - eins og ég hefði verið einn á ferð.
Ferð sem tók rúma viku varð að fimm dögum þegar reikna átti kostnað
fyrir hvern dag fyrir mig einan! Þannig varð fimm hundruð þúsund
króna ferð að milljón króna-ferð!! Hvernig væri að...
Lesa meira

...Ég geri ekki heldur athugasemd við að Ríkisútvarpið skuli
hefja rannsóknarfréttamennsku sína á mér. Einhvers staðar þarf að
byrja. Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldinu. Hvernig væri að
gefa nú skýrslu um ferðir starfsmanna Ríikisútvarpsins? Þannig
mætti sýna einlægan vilja í verki. Hvernig væri að Óðinn
fréttastjóri gerði grein fyrir sjálfum sér og sinna starfsmanna á
undanförnu ári? Páll útvarpsstjóri mætti einnig gefa okkur skýrslu
um sig og sína skrifstofu. Þetta er sagt í fullri alvöru. Síðan
væri verðugt rannsóknarefni að kanna ferðkostnað vegna...
Lesa meira

Eflaust finnast meirra spennandi útsendingar á veraldarvefnum en
af fundi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis sem fram fór í
dag. Engu að síður voru umræðurnar áhugaverðar á köflum en
Innaríkisráðuneytið sat fyrir svörum og kynnti þingmál komandi
vetrar sem undir þessa þingnefnd heyra. Má nefna að umræður
spunnust um frumvarp til barnalaga, framtíð dómstóla, skipan
lögreglumála og áfengisauglýsingar. Kínverjinn Nubo kom við sögu,
jafnræði lífsskoðunarfélaga og trúfélaga, spilakassar og sitthvað
annað sem snertir mannréttindi, dómsmál og trúmál. Með beinum
útsendingum sem þessum er Alþingi að...
Lesa meira

Eitt umdeildasta sakamál í íslenskri réttarsögu er án efa
svokallað Geirfinns- og Guðmundarmál. Í vikunni bárust mér 1.190
udirskriftir með hvatningu um að málið yrði tekið upp að nýju. Um
leið var rekinn endahnútur á áralanga báráttu fyrir því að þessu
umdeilda máli yrði hreyft því í dag var skýrt frá því að sérstakur
starfshópur myndi nú hefja könnun á vinnubrögðum við rannsókn á
málinu. Þetta er mikilvægt skref og markar ákveðin tímamót því um
réttarkerfið þarf að rikja sátt...
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum