Greinar September 2011

...Ánægjulegt var að sjá hve vel við komum út í alþjóðlegu
samhengi hvað þetta varðar og hve mikilvægt það er að við birtum
þessa jákvæðu mynd af íslenskri verk- og tækniþekkingu á
alþjóðavettvangi. Margt hef ég lært á því að sitja þessa ráðstefnu
og hlýða á erindi og umræður. Þannig var áhugavert seminar um
fjármögnun og eftirlit sem Hreinn Harladsson stýrði. Fulltrúi
Alþjóðabankans flutti þar erindi ásamt fleirum og kom meðal annars
fram i erindi hans að á árabilinu 2000 til 2010 hefði 56
milljörðum Bandaríkjadala verið varið í lánveitingar til
vegaframkvæmda á vegum Alþjóðabankans. Síðan rakti þessi fulltrúi
Alþjóðabankans hver hefðu orðið afdrif rúmlega fimm hundruð ...
Lesa meira

Gott er til þess að vita að blóðið rennur enn í Íslendingum eins
og fram kom á fundum mínum í Bjarkarlundi og á Patreksfirði í
Vesturbyggð í gær. Ekkert hef ég við það að athuga að menn gangi af
fundi til að leggja áherslu á að málin þurfi ekki frekari umræðu og
að þeirra afstaða hafi ekki haggast og muni ekki haggast! Ef þetta
er afstaða manna þá er ekkert við það að athuga að hún komi fram
með afgerandi hætti.. Í þessari umræðu þarf að hafa í huga að
heimurinn stendur ekki óhaggaður. Hafa þarf hliðsjón af breytingum
sem eiga sér stað og eru að eiga sér stað. Ég hef sett málin upp
með þessum hætti:...
Lesa meira

...Enginn á kröfu á samstöðu samráðherra sinna við eigin
baráttumál ef aðrir ráðherrar hafa sannfæringu fyrir öðru. Við
atkvæðagreiðslu á Alþingi eru þeir fyrst og fremst þingmenn. Þannig
á þetta að vera, að hver og einn láti eigin sannfæringu sína ráða.
... Það hefur lengi verið mín sannfæring að í stjórnarmeirihluta
eigi það viðhorf að vera ríkjandi, og þykja eðlilegt, að við
atkvæðagreiðslu kunni einstakir þinngmenn og ráðherrar að
hafa skiptar skoðanir. Ríkisstjórn á ekki að standa og falla með
samræmingu í öllum málum. Ekki svo að skilja að almennt sé
litið á afdrif lýðræðisins í nýrri sveitarstjórnarlöggjöf sem
úrslitaatriði. Sjálfum þykir mér þetta þó vera stórt mál. Og
sannast sagna kom það mér nokkuð á óvart hve eindregið Alþingi var
á því að setja inn takmarkanir ...
Lesa meira

Miðvikudaginn 14. september, býður Innanríkisráðuneytið til
ráðstefnu um lýðræði í samvinnu við Reykjavíkurborg og samtökin
Initiative and Referendum Institute Europe. Ráðstefnan verður
haldin í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og hefst klukkan 10:15.
Ráðstefnan er öllum opin... Borgarstjórinn í Reykjavík og forseti
Íslands flytja ávarp í byrjun eftir að kvennakór Jóhönnu
Þórhallsdóttur syngur nokkur lög tengd málefninu. Mínar
hugleiðingar á þessari ráðstefnu tengjast gamalkunnu stefi sem John
Lennon söng um á sínum tíma, Power to the People, Valdið til
fólksins. Mjög áhugavert verður að heyra Svisslendinginn Bruno
Kaufmann...
Lesa meira

...Hitt er þó öllu alvarlegra og það eru aðdróttanir formanns
Lögmannafélags Íslands um að hækkanir á dómsmálagjöldum réttlæti að
fara framhjá lögum í innheimtuaðgerðum. Þessi lógík er handrukkurum
og ofbeldismönnum eflaust að skapi, en ekki okkur hinum sem viljum
heldur að ágreiningsmál séu leyst með aðstoð réttarvörslukerfsins.
Með rökfræði Brynjars mætti hins vegar afnema réttarríkið í heild
sinni, enda fylgir því umtalsverður kostnaður sem við berum öll
saman, óháð því hvort við þurfum nokkurn tímann að leita til
dómstóla. Brynjar velur - og er það væntanlega með ráðum gert - að
skauta alfarið framhjá þeirri staðreynd að vörslusviptingarmenn
hafa ekki heimild til að beita valdi, sama hversu hagkvæmt þeim
kann að þykja það gagnvart ...
Lesa meira

...Karl Th. Birgisson, segist vera svo skyni skroppinn að hann
skilji alls ekki málflutning minn og spyr hvort mér finnist
útlenskir kapítalistar verri en íslenskir. Vissulega er það rétt að
ekki hefur það alltaf reynst vera svo. Þess vegna hef ég lagt
áherslu á það í mínu starfi á vettvangi stjórnmálanna að styrkja
almannarétt en ekki einkaeignarrétt þegar auðlindir eru annars
vegar... Hins vegar dáist ég að Íslendingnum Karli Th. Birgissyni,
sem sér engan mun á Íslendingum og Kínverjum. Tvær frjálsbornar og
jafnstæðar þjóðir sem geti vel komið fram hvor við aðra, sem
jafningjar. Frjálshyggjuhugsjónir Karls Th. Birgissonar eru á
heimsmælikvarða, þótt þær séu ...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum