Greinar Ágúst 2011

...þá er það svo að löggjafinn á Íslandi sá
ástæðu til að setja skorður við að færa eignarhald á íslensku landi
til útlanda. Við þurfum að spyrja hvort sá fyrirvari sé úreltur.
Mér finnst ekki svo vera. Nú stöndum við frammi fyrir því að
kínverskur auðmaður vill kaupa 3 hundruð ferkílómetra af Íslandi.
Þetta þarf að ræða, en ekki kyngja ómeltu. Væri okkur sama þótt
landið allt yrði selt? Hvað þýðir það fyrir utan það sem augljóst
er og gerðist í auðmannabólunni, að verð á jörðum fór upp í þær
hæðir að aðeins peningafólk gat keypt? Það leiðir okkur að atriði
númer tvö; nefnilega að eignarhald á landi skiptir máli. Á það erum
við minnt nú þegar talað er um að friðlýsa Gjástykki. Þá
segir talsmaður Reykjahlíðar ehf ...
Lesa meira

...En mikið er ógert. Allar stofnanir, allar starfsstéttir og
eintaklingar þurfa að horfa inn á við því öll myndum við
þagnarmúrinn með einum eða öðrum hætti; múr sem okkur ber
siðferðileg skylda til að rjúfa.
Mér þótti áhrifarík frásögn drengs af hrottalegu heimilsofbeldi sem
fyrir fáeinum dögum birtist víða á vefnum og þar með talið á
vefsíðunni bleikt.is. Þar lýsir drengurinn því hvernig skjólið sem
heimili á að vera breyttist í vígvöll. En ekki nóg um það, heldur
fann hann ekki skjól í skólanum. Það voru ekki einungis nemendur
sem veittust að niðurbrotnum drengnum heldur líka sá sem ...
Lesa meira

....Nýlega skrifaði ég blaðagrein til varnar alútboði. Í
alútboði eru allir verkþættir boðnir út í einum pakka, hönnun,
teikning , smíði, allur pakkinn eins og það heitir. Þetta getur
haft sína kosti, verið leið til að ná kostnaði niður og miðstýra
verkinu í samræmdan verkfarveg á frumstigi.
Arkitektafélagi Íslands var hins vegar ekki
skemmt. Arkitektar sögðust vilja samkeppni um teikningar og hönnun
sérstaklega. Alútboð væri hamlandi fyrir litlar og meðalstórar
stofur. Í alútboði væru þær iðulega settar undir hælinn á
stórverktökum. Og þar sem arkitektar væru sú stétt sem verst hefði
orðið úti í hruninu, mætti spyrja hvers þeir ættu eiginlega að
gjalda. Ég sannfærðist og breytti afstöðu minni. Hafði reyndar
verið að ... Nýja fangelsið á Hólmsheiði á að taka til starfa innan
þriggja ára. Um það var góð samstaða í ríkisstjórn.
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 18.08.11.
...Þetta hefur leitt það af sér í hugum
gæðahyggjumanna á félagshyggjuvæng stjórnmálanna að áherslan hefur
verið á jöfnun tækifæranna og þar með jafnræði í stað jöfnuðar eins
og sósíalistar og sósíaldemokratar fyrri tíðar lögðu margir áherslu
á. Sömu sögu er síðan að segja um viðfangsefni lýðræðisins, og
þá einkum hvað hinn almenni kjósandi megi taka ákvörðun um
milliliðalaust og hvenær eigi að fela sérvöldum hópi að taka
ákvarðanir fyrir hans hönd. Líkleg útkoma eigi hér að ráða för.
Þannig heyrast oft varnaðarorð gegn því að heimila almenna beina
kosningu um skatta- og fjármálatengd atriði svo og
milliríkjasamninga. Þar kemur fram ótti um að niðurstaðan verði
ekki góð eða rétt. Frjálshyggjumenn eru margir
hallir undir það sama, það er að segja platónska elítustjórn.
Þannig er sýn gæðahyggjumanna og frjálshyggjumanna á einstaklinginn
iðulega áþekk. Hlutverk...
Lesa meira
...Fangelsismálin eru ofarlega á baugi og lái ég ekki fjölmiðlum
að búast við fréttum af þeim eftir hvern ríkisstjórnarfund
sem haldinn er enda ríkisstjórnin búin að lýsa því yfir að málið
verði frágengið í þessum mánuði. Þarna eru fjölmiðlar að sinna
eðlilegum skyldum sínum. Ekki reyndist málið komið á það stig í gær
að það yrði afgreitt. Hlaup mín af ríkisstjórnarfundi voru vegna
þess að fundurinn hafði dregist á langinn og ég orðinn of seinn
annað! Hélt ég sannast sagna að fréttamenn þekktu mig af öðru en að
forðast að standa fyrir mínu máli. Þetta verður mér hins vegar
umhugsunarefni um fréttaumfjöllun í landinu. Þannig reifar
Ríkissjónvarpið í gærkvöldi...
Lesa meira

...Þannig er þessu að sjálfsögðu einnig farið annars staðar í
kerfinu. Undir mitt ráðuneyti - þar sem ég ber ábyrgð -
heyrir dómskerfið og löggæslan, samgöngukerfið og margvísleg önnur
starfsemi. Sumt er þetta nátengt ríkinu, annað síður, til dæmis
Þjóðkirkjan. Hún er engu að síður látin lúta niðurskurði ekki síður
en...Reyndar hefur lenskan hér á landi í allt of ríkum mæli verið
sú að loka augunum og vilja ekkert vita. Þannig hafa ríkisstjórn og
Alþingi skorið niður og síðan er augunum lokað. Óábyrgast er þegar
gengið er á hlut framtíðarinnar. Þannig gerist það enn að
stjórnmálamenn stíga fram til að slá sjálfa sig til riddara,
krefjast risafjárfestinga sem þeir ætla síðan öðrum að...
Lesa meira

...Niðurstaðan hefur jafnan orðið sú eftir skoðun á málinu
að þetta sé óhagkvæmt og muni reynast dýrara þegar upp er staðið,
a) vegna nauðsynlegra og umfangsmikilla breytinga á húsnæðinu, b)
vegna rekstrarkostnaðar sem er það sem máli skiptir til framtíðar
horft. Ný fangelsisbygging, sem þegar er að grunni til úthugsu
(grunnhugmyndin er komin á blað og bíður útfærslu arkitekta), er
hugsuð með þetta í huga, ákjósanlegar aðstæður fyrir starfsmenn og
fanga og sem minnstan rekstrarkostnað. Síðan er náttúrlega einn
veikleiki í frétt Fréttablaðsins...
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum