NEYTENDAVERND EÐA RÉTTTRÚNAÐUR?

Sem kunnugt er fáum við ekki lengur að sjá verðið á
ostasneiðunum okkar, lambakjöti, kjúklingum og skinkunni útí búð.
Samkeppnisyfirvöld og neytendafrömuðir eru sigri hrósandi og segja
þetta gríðarlega mikilvægan áfangasigur í góðum verslunarháttum því
nú fari verslunareigendur að keppa í verðlagi! Þegar sé vitað um
dæmi slíkrar samkeppni.
Vandinn virðist hins vegar sá að þótt verðlagið sé eitthvað
mismunandi þá hafi þessi breyting almennt orðið til að hækka verðið
en ekki lækkað það.
Þá er spurningin: Er leikurinn til þess gerður að fullnægja
kröfum um samkeppni að forminu til eða er hugmyndin að skapa
fyrirkomulag sem raunverulega þjónar neytendum og lækkar verð til
þeirra.
Gamla lagið þar sem framleiðandinn merkti vöruna - hverja
einustu pakkningu - gaf smásöluversluninni kost á að veita afslátt
frá uppsettu verið - m.ö.o. samkeppni til lækkunar frá verði
framleiðandans. Allar upplýsingar aðgengilegar án
fyrirhafnar.
Samkeppnin núna er hins vegar blindandi og þykir mér hún fremur
bera vott um rétttrúnað á form en raunverulega neytendavernd.
Er ég kannski að misskilja þetta allt saman?