ICESAVE: ÞETTA VAR RANGT!
Fabian Hamilton, þingmaður breska Verkamannaflokksins talaði
tæpitungulaust í sjónvarpsfréttum á föstudag. Hann kvað bresku
stjórnina hafa gengið fram af óbilgirni gagnvart Íslendingum í
Icesave deilunni. Nefndi hann hryðjuverkalögin sérstaklega og
einnig það grundvallaratriði að þröngva íslenskum almenningi að
axla byrðar einakbanka vegna ákvarðana sem bankarnir hefðu tekið á
sínum eigin forsendum. Íslenska þjóðin hefur nú talað skýrt í
þessu máli og ég var henni sammála, sagði þingmaðurinn breski
í fréttaviðtali.
Fabian Hamilton var hér á landi í heimsókn ásamt fjórum öðrum
breskum þingmönnum, þeim, Angus MacNeil, Marsha Singh, Meg Munn og
Austin Mitchell, en sá síðastnefndi er gamalkunnur Íslandsvinur,
þingmaður Verkamannaflokksins í Grimsby.
Nokkrir þessara þingmanna voru hér á ferð fyrir þremur árum, í
aðdraganda hrunsins og átti ég þá fund með þeim eins og raunin var
nú enda í hópnum gamlir vinir frá fyrri tíð.
Frétt sjónvarpsins: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4547391/2011/07/01/11/
Sjá hér: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/27204