Fara í efni

DÓMSTÓLAR, EVRÓPUSAMBANDIÐ OG LÝÐRÆÐIÐ

Ávarp í tilefni 50 ára afmælis embættis Ríkissaksóknara

Ég óska embætti ríkissaksóknara og starfsmönnum þess og reyndar okkur öllum til hamingju með hálfrar aldar afmælið. Þetta er ekki löng saga en ég hygg að við getum öll verið sammála um að hún er vörðuð ýmsum merkum áföngum og enn eru breytingar í farvatninu enda höfum við ærin tilefni til endurmats á skipulagsformum réttarkerfisins í samræmi við krefjandi kröfur samtímans. 
Þjóðfélagið er allt á hreyfingu. Atvinnustarfsemi, rannsóknarstarf, nýsköpun, menntun, heilbrigðisþjónusta og fjármálastarfsemi - allar þessar greinar verða sífellt flóknari og krefjast stöðugs endurmats, sífelldrar endurmenntunar og aukinnar sérfræðiþekkingar. Þetta á ekki síst við um réttarkerfið.

Ísland er öfgafullt dæmi um örar og ágengar breytingar. Bankahrunið á Íslandi á að hluta rót að rekja til alþjóðavæðingar fjármagns og markaða og er auk þess hluti af einkavæðingar- og nýfrjálshyggjufári sem gengið hefur yfir heiminn allan frá upphafi níunda áratugar síðustu aldar og fram á þennan dag með sýnilegum afleiðingum aukinnar misskiptingar og óstöðugleika. Ekki er séð fyrir endann á afleiðingum þessarar þróunar sem birtast okkur í átökum um grundvallargildi; baráttu á milli fjármagns og séreignarréttar annars vegar og mannréttinda hins vegar. Hvernig forgangsraðar þjóðfélag í kreppu, stendur það vörð um þá sem „eiga" eða hina sem „ekkert eiga"? Hvor er rétthærri öryrkinn og hinn atvinnulausi eða fjármagnseigandinn? Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn svarar á sinn hátt, ég á minn.

Annars er alhæfingartal af þessu tagi varasamt. Þannig á alþjóðavæðing sínar góðu hliðar - gerir viðskipti og samskipti öll auðveldari og markvissari. Þótt óbeisluð markaðshyggja hafi reynst varasöm þá er markaðurinn góðra gjalda verður til síns brúks og ekki fordæmi ég, nema síður sé, einkaframtak í samfélaginu eða heiðarlega atvinnurekendur og kaupsýslumenn. Það sem hins vegar gerðist í ölduróti undangeginna ára er að samhliða því að losað var um markaðsböndin átti sér stað ákveðin afsiðun, allt varð nú leyfilegt, „græðgi er góð", sagði Margrét Thatcher, „ég á það, ég má það" sagði íslenskur kaupsýslumaður. Og það sem hann taldi sig mega gera er nú viðfangsefni sérstaks saksóknara efnahagsbrota.
Allt í einu stöndum við frammi fyrir erfiðum spurningum eins og mörkum lögbrota og siðleysis. Er siðleysi ólöglegt? Ef menn lána af ábyrgðarleysi, er það löglegt? Hvenær er farið yfir þau mörk að það verði ólöglegt? Fræg að þessu leyti eru mál er varða rétt lántakenda - lenders liability - í Enron gjaldþrotinu þar sem virðulegir bankar á borð við Royal Bank of Scotland, Royal Bank of Canada, Canadian Imperial Bank of Commerce, The Toronto-Dominion Bank, JPMorgan Chase, Credit Suisse, Merrill Lynch, Fleet Bank, Barclays og Deutsche Bank samþykktu að lokum að greiða skaðabætur vegna viðskipta sinna við félagið. Allir máttu þeir játa á sig aðild að svikum, trúnaðarbrotum og Citibank var stefnt fyrir að hafa, þrátt fyrir vitneskju um refsiverða háttsemi stjórnenda Enron, aðstoðað félagið við að setja upp sérstök eignarhaldsfélög í því skyni að ofmeta tekjur og eignir, en vanmeta skuldir. Þetta segir ekki aðeins sína sögu um framferði stórbankanna heldur minnir þetta okkur einnig á landamæri laga og siðferðis. Hér veit ég að margir lögspekingar myndu hvetja til varfærni í skilgreiningum. En ég spyr samt: Er þátttaka Goldman Sachs í hruni Grikklands ólöglegt atæfi eða í fullu samræmi við lög? Thomas More sagði í Utópíu sem hann gaf út 1516 að fljótlegasta leiðin til að fækka lögbrotum væri að fækka lögunum. Allt er þetta leikur að orðum í bland. Með góðum og vel hugsuðum lögum stefnum við ekki að því að að banna heldur að því að tryggja siðað samfélag. Og ef lögin megna ekki að tryggja siðað samfélag þá erum við í vanda.
Lýðræðislegt vald býr við stöðugan þrýsting af hálfu hagsmuna stórfyrirtækja og sterkra hagsmunahópa og ófyrirsjáanlegar afleiðingar fordæmisgefandi dóma hafa haft æ róttækari áhrif á sjálfa samfélagsgerðina. Lög sem sprottin eru af hinu lýðræðislega valdi eru túlkuð af dómstólum og samspil áhrifa stjórnarskrár, alþjóðasamninga og laganna sjálfra leiða æ oftar til niðurstöðu sem enginn vildi og enginn sá fyrir.
Ég minnist þess að þegar þjónustutilskipun Evrópusambandsins (Social service directive)  var samþykkt fyrir fáeinum árum eftir áralangt tog á milli félagshyggjufólks og frjálshyggjumanna þá fögnuðu báðar fylkingar sigri því báðar höfðu þær fundið syllu til að standa á í málaferlum framtíðarinnar um túlkun tilskipunarinnar. Á þennan heim erum við Íslendingar minntir þessa dagana þegar fulltrúar Efta-dómstólsins segja okkur nú í hverjum fréttatímanum á fætur öðrum að til standi að kanna hvort það standist lög og regluverk hins Evrópska efnahagssvæðis að almeninngur sem á orkufyrirtækin á Íslandi hefði haft rétt á því að veita fjármagni úr opinberum sjóðum inn í fyrirtæki sín. Áhöld séu um að þetta standist markaðslögmál Evrópusambandsins! Lýðræðið - vilji almennigs - er þannig dreginn í efa. Ég spyr: Hvert erum við eiginlega að halda?
Hvað afmælisbarnið varðar - embætti Ríkissaksóknara þá - hefur það ekki farið varhluta af hræringum undangenginna ára og missera. Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er að við erum í hringiðu breytinga sem við getum öll haft áhrif á. Við höfum þurft að endurskoða og endurskipuleggja ýmsa þætti og nú síðast vegna mögulegra fjármálamisferla sem komið hafa til rannsóknar í kjölfar hruns fjármálkerfisins og grunsemda um misferli í tengslum við það.
Embætti sérstaks saksóknara tók til starfa í ársbyrjun 2009 og hefur til rannsóknar fjölmörg mál. Með breytingum á lögum um sérstakan saksóknara sem samþykktar voru á Alþingi í  júní síðastliðinn var ákveðið að verkefni efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra skyldu færð til embættis sérstaks saksóknara. Við sjáum hins vegar fyrir okkur mun umfangsmeiri skipulagsbreytingar á komandi árum sprottnar af þessari sömu rót.
Rannsókn efnahagsbrota krefst sérhæfðrar og sérstakrar þekkingar og hef ég í samræmi við það lagt til að skipuð verði nefnd sérfróðra manna að höfðu samráði við hlutaðeigandi ráðuneyti til að endurskoða skipulag og tilhögun rannsókna og saksóknar í efnahagsbrotamálum og gera tillögur að heildarskipulagi slíkra rannsókna innan einnar stofnunar. Tilgangurinn er sá að gera þau verkefni markvissari og skilvirkari og að tryggja sem besta nýtingu fjármuna sem fara til þessa málaflokks. Skal nefndin hafa til hliðsjónar skipan efnahagsbrotarannsókna annars staðar á Norðurlöndum.
Af þessu má sjá að þróun og breytingar standa enn fyrir dyrum á skipan saksóknar og rannsóknar á efnahagsbrotamálum hér á landi.
Öll skipulagsform má bæta og þurfa stöðugt að sæta endurmati í ljósi breyttra tíma. Dóms- og réttarkerfi er þó þess eðlis að fara ber með fullri gát og stíga yfirvegað til jarðar. Á þessu sviði eiga heljarstökkin ekki við. En við megum aldrei sofna á verðinum og verðum sífellt að halda uppi umræðu og rökræðu um hvernig við skipum málum. Við höfum oftlega horft til nágrannalanda þegar við þurfum að endurskoða og endurmeta hlutina. Við erum í norrænu, evrópsku og alþjóðlegu samstarfi til að læra af öðrum og miðla og það á ekki síst við um lögreglu- og dómsmál.

Ávarpið eins og það var flutt á ensku:

I would like to begin by congratulating the Office of the State Prosecutor and its staff on the 50th anniversary of the Office's operation. Fifty years is not a long history, but I think we all agree that, in these five decades, we have passed a number of remarkable milestones. And further changes are in the offing, as we have a pressing need to re-examine the organisational structure of the judicial system, in line with the demands of today's environment.
Our entire society is changing. Business activities, research, innovation, education, healthcare and financial services - all of these fields are becoming ever more complex, requiring constant re-examination, continual re-education, and increased expertise, and the judicial system is no exception.
Iceland is an extreme example of rapid change - or as I would rather phrase it, rapid and aggressive change. The collapse of our banking system is rooted in part in the globalisation of markets and capital, as well as the privatisation and free market rage that has taken the world by storm ever since the early 1980s, with visible repercussions such as escalating inequality and instability. And we still cannot see the end of those repercussions, which from time to time surface in a conflict between basic values: the tug-of-war between capital and private ownership rights, on the one hand, and human rights, on the other. How does a society prioritise in a crisis? Does it protect the "haves" or the "have nots"? Whose rights carry greater weight - those of the disability pensioner and the unemployed person or those of the owner of capital? The International Monetary Fund has one answer to that question; some of us have a different answer.
But generalisation is always a dangerous game. Globalisation has its good sides: after all, it makes business and communications much easier and more efficient. Although unbridled free market ideology has proven treacherous, the market is a useful tool, and I of course I have nothing bad to say about private enterprise or honest business persons - quite the contrary. But what happened during the recent tempest is that, concurrent with the loosening of corset strings on market activity, a certain ethical depreciation took place. Everything became permissible. "Greed is good," said Margaret Thatcher. And as one Icelandic businessman put it, "I own it; I can do it." And what he considered himself permitted to do is now being investigated by the Special Prosecutor for economic crimes.
All of a sudden, we are faced with difficult questions, such as those concerning the boundaries between the illegal and the unethical. To what extent is unethical conduct legal and to what extent is it illegal? If lenders loan money irresponsibly, is that illegal? Where is the threshold beyond which this becomes illegal?
Famous examples of this dilemma concerning borrowers' rights and lenders' liability could be seen in the Enron bankruptcy, where respected banks such as the Royal Bank of Scotland, Royal Bank of Canada, Canadian Imperial Bank of Commerce, The Toronto-Dominion Bank, JPMorgan Chase, Credit Suisse, Merrill Lynch, Fleet Bank, Barclays, and Deutsche Bank finally agreed to pay compensatory damages because of their dealings with the company. All were forced to admit participation in fraud and breach of trust, and Citibank was prosecuted for having - despite knowing about Enron managers' criminal conduct - assisted the company in establishing special holding companies for the purpose of overestimating revenues and assets while underestimating liabilities. This example not only tells a tale of big banks' behaviour; it also calls to mind the dividing line between law and ethics. In this area, I know, many legal minds would encourage caution in defining that line. But nevertheless, I ask: Is Goldman Sachs' participation in the fall of Greece illegal activity, or is it fully in compliance with the law? In his famous Utopia, published in 1516, Thomas More said the quickest way to reduce law-breaking was to reduce the number of laws.
Of course, this is partly a play on words. With sound, well-conceived laws, we aim not to prohibit activities but to ensure a civilised society. And if the law cannot ensure a civilised society, then we have a problem.
Democracy is under constant pressure from big business and special interest groups, and the unforeseen consequences of precedent-setting court judgments have made ever-increasing impact on the actual structure of our society. Laws based on democracy are interpreted by the courts, and the combined influence of the Constitution, international agreements, and the legislation itself leads ever more frequently to results that no one wanted and no one foresaw.
When the European Social Service Directive was passed a few years ago, after years of debate between the socialist-leaning camp and the free-market capitalist camp, both sides celebrated  victory because they had both found a niche from where they could fight future legal battles on the interpretation of the directive. We Icelanders are reminded of this right now, when representatives of the EFTA Court tell us in one news report after another that the Court is planning to investigate whether the EEA regulatory framework permits the Icelandic people, as owners of the country's energy companies, to provide public funds to those companies, as such a provision of public support is inconsistent with EU market principles! Democracy - the will of the people - is therefore cast into doubt. And I ask: Where are we headed with all of this?
And the focus of today's programme - the office of the State prosecutor - has not escaped the turbulence of recent times. The reason why I am saying this is to remind all of us that we are in the midst of fundamental changes, where we in our own way are direct actors and players, who can have a bearing on the way society develops.
We have had to review and reorganise a number of official functions, most recently because of possible financial crimes and suspected misconduct that have been investigated in connection with the collapse of the financial system.
The Office of the Special Prosecutor began operation in the beginning of 2009 and has a large number of cases under investigation. An amendment of the legislation on the Special Prosecutor's office, passed by Parliament in June, provided for the transfer of the National Police Commissioner's economic crime department to the Special Prosecutor. And we envisage much more extensive organisational changes in coming years, stemming from this same cause.
The investigation of economic crimes requires unusually specialised expertise. In this context, I have recommended that a committee of experts be established, in consultation with the pertinent ministries, to review the structure for investigation and prosecution of economic crimes and present proposals for an overall structure for such investigations, within a single institution. The purpose is to enhance efficiency and ensure the best possible use of funding allocations. The committee will take into account the structure of economic crime investigations elsewhere in the Nordic countries.
As can be seen, further changes and developments in the structure of investigation and prosecution of economic crimes in Iceland are on the horizon.
Any structure can be improved and should be reviewed constantly in light of changing times. The very nature of the judicial system, however, requires greater caution in making changes. The long jump simply does not apply. Smaller steps are more prudent. But we may not fall asleep at the wheel, and we must maintain constant, objective discussion about the way we structure our system. We have often considered our neighbouring countries' experience when we review and revise our own structure. We engage in Nordic, European, and global co-operation so as to learn from one another, not least in the field of law enforcement and judicial activities.
This is why we take this special opportunity to gather together and discuss what we can learn and what we can teach in this area.
In closing, I wish to repeat my congratulations to the State Prosecutor on its 50th anniversary. I know that this meeting will prove to be a valuable forum for discussion of numerous aspects of criminal prosecution and its role and future.

Sjá ennfremur: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/27203 
Sjá mbl.is: http://mbl.is/frettir/innlent/2011/07/01/lydraedid_dregid_i_efa/