Greinar Júlí 2011

...En aftur að Hugo, sem alla tíð hefur verið í uppáaldi hjá mér
eða síðan ég heyrði hann einhvern tímann fjalla um vinnusálfræði og
samskipti á vinnustað. Sjónarhorn hans var skarpt og frumlegt.
Þessir eiginleikar komu fram í fyrrnefndu viðtali í Fréttatímanum.
Sérstaklega fannst mér snjallt það sem hann hafði að segja um
gjafir. Hugo vill ekki spyrja börn hvað þau hafi fengið í jólagjöf
- einsog okkur flestum er tamt að spyrja - heldur snýr hann dæminu
við...
Lesa meira

...Er leikurinn til þess gerður að fullnægja kröfum um samkeppni
að forminu til eða er hugmyndin að skapa fyrirkomulag sem
raunverulega þjónar neytendum og lækkar verð til þeirra. Gamla
lagið þar sem framleiðandinn merkti vöruna - hverja einustu
pakkningu - gaf smásöluversluninni kost á að veita afslátt frá
uppsettu verið - m.ö.o. samkeppni til lækkunar frá verði
framleiðandans. Allar upplýsingar aðgengilegar án
fyrirhafnar. Samkeppnin núna er hins vegar blindandi og þykir
mér hún fremur bera vott um rétttrúnað á form en raunverulega
neytendavernd. Er ég kannski að ...
Lesa meira
Birtist í DV 25.07.11.
...Annað er að málefnið er þess eðlis að þögn um það
er varasöm. Iðulega eiga í hlut einstaklingar sem búa við erfiðustu
aðstæður sem hægt er að hugsa sér og geta varðað líf og dauða.
Umræðuna vil ég því taka alvarlega. Með opinni umræðu er einnig
hægt að eyða misskilningi, leiðrétta ósannindi og þá hugsanlega
einnig mistök sem kunna að eiga sér stað hjá öllum hlutaðeigandi.
Þar er ég sjálfur að sjálfsögðu ekki undanskilinn.
Lesa meira

...Á liðnum mánuðum höfum við annað veifið séð í skrifum,
ættuðum úr forræðishyggjupennum, að þjóðinni sé "ekki treystandi"
þegar skattar og fjármál eru annars vegar. Nú bætast þarna ofan á
"þjóðréttarlegar skuldbindingar." Þegar EES samningurinn var til
umræðu á sínum tíma töldu margir að í samningnum fælist
stjórnarkrárbrot; viss ákvæði hans væru skerðing á löggjafarvaldi
Alþingis og íslensku dómsvaldi. Ef Stjórnlagaráð fær sínu framgengt
verður þetta ekki vandamál í framtíðinni þar sem stjórnarskráin
myndi beinlínis banna þjóðinni að kjósa um málefni sem snúa að
þjóðréttarskuldbindingum. Er íslenska þjóðin þá ekki að banna
sjálfri sér að segja sig úr EES? Hún væri altént að banna sjálfri
sér að hafa afskipti af fullveldisafsali innan ESB ef ...
Lesa meira

...Enn naut ég náttúrufegurðar og gistrisni en nú var komið nýtt
til sögunnar: Áhugi á samgöngumálum, ástandi vega, flugvalla; augun
á hverri holu og nibbu upp úr vegi...Víða sáust merki um
skemmtilega sprotastarfsemi. Nefni ég þar sem dæmi hótel Ráðagerði
á Patreksfirði...Þá var gaman að koma í Sjóræningjahúsið á
Patreksfirði ...Þar var áður vélsmiðja en er nú smám saman að
umbreytast í tónleikamiðstöð og matsölustað sem tekur á móti hópum.
Þar snæddi ég ásamt ferðafélögum gómsæta og afar vel matreidda
bleikju í skemmtilega hráu umhverfi gömlu vélsmiðjunnar. Við
ornuðum okkur við eldinn af vörubrettum sem gaman var að sjá verða
að ösku á gríðarmikilu eldstæði. Mér sýndist brettin vera merkt
Evrópusambandinu. Nóg brenni, góður matur og ...
Lesa meira

...Var vel við hæfi að þeir fyrstu sem fóru yfir brúna til að opna
hana formlega voru brúarsmiðirnir, hjálparsveitarmenn og fulltrúar
löggæslu sem sameiginlega stóðu þessa vakt.Hvað varðar hina erlendu
heri og þekkingu þeirra þá er ég sannfærður um að þeir myndu leita
í smiðju Íslendinga þyrftu þeir að glíma við jökulfljót. Ætli
doktor í Markarfljóti, eins og vegmálastjórinn okkar hefði ekki
meiri þekkingu á þessum málum en þeir sem ekkert til þessara
náttúruafla þekkja? Ég fletti að gamni mínu upp...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 13.07.11.
...Þau áform sem nú eru uppi byggjast á
því að báðir aðilar taka tillit til sjónarmiða hins. Þannig segjast
talsmenn borgarinar enn stefna á flutning flugvallarins í
framtíðinni en ég sem ráðherra samgöngumála hef marglýst því yfir
að ég vilji hafa flugvöllinn þar sem hann nú er og að ég muni beita
mér fyrir því að svo verði. Enda þótt Reykjavíkurborg hafi
skipulagsvald innnan borgarmarkanna verður ekki fram hjá því horft
að landið undir flugvellinum er að mestu leyti í eign ríkisins.
Allt eru þetta staðreyndir máls ... Um framtíðina í þessu efni er
hins vegar ekki samkomulag. Þess vegna er niðurstaðan nú vonandi sú
að reist verði ný flugstöð Skerjarfjarðarmegin flugvallar sem yrði
hönnuð með þeim hætti að hún gæti átt eftir að víkja. Þetta er
leiðin út úr öngstræti kyrrstöðunnar...
Lesa meira

...Í dag sendi innanríkisráðuneytið frá sér fréttatilkynningu þar
sem meðal annars er svarað ómaklegri gagnrýni á hendur
Vegagerðinni. Sú gagnrýni er hins vegar undantekningin frá reglunni
því í mín eyru ljúka flestir - og allir sem til þekkja - upp
lofsorði á framgöngu Vegagerðarinnar. Ýmsir vildu sjá gröfur að
verki frá fyrstu mínúntu. Miklu meira er hins vegar um vert að
framkvæmdaaðilar leggi skipulega niður fyrir sér hvernig vinna eigi
verkið og síðan sé framkvæmt. Þá rís brú sem heldur. Öfug röð er
ekki vænleg til árangurs...
Lesa meira

...Nú bregður svo við að Kristján L. Möller
vill lítið við þessa forsögu kannast og mætti halda að hann væri að
koma ferskur og án sögu og ábyrgðar að þessum málum. Þannig
talar hann um aðgerðarleysi mitt þegar hann sjálfur átti í hlut og
tekur undir ábyrgðarlaust tal manna á borð við Jón
Gunnarsson alþingismann, sem sagði á Bylgjunni í þættinum
Reykjavík síðdegis fimmtudaginn 30. júní 2011 meðal annars
eftirfarandi: ,,Og ég segi sko á meðan við erum ekki búin að
ákveða hvernig við ætlum að haga þessari gjaldtöku í framtíðinni,
sem þarf að endurskoða, þá skulum við taka þessi lán og hefja
framkvæmdir. Svo getum við gefið okkur þessi ár sem við höfum þá
til þess að ákveða skattlagningarstefnu sem svo verður að
endurskoða á þessum tíma"...
Lesa meira

Fabian Hamilton, þingmaður breska Verkamannaflokksins talaði
tæpitungulaust í sjónvarpsfréttum á föstudag. Hann kvað bresku
stjórnina hafa gengið fram af óbilgirni gagnvart Íslendingum í
Icesave deilunni. Nefndi hann hryðjuverkalögin sérstaklega og
einnig það grundvallaratriði að þröngva íslenskum almenningi að
axla byrðar einakbanka vegna ákvarðana sem bankarnir hefðu tekið á
sínum eigin forsendum. Íslenska þjóðin hefur nú talað skýrt í
þessu máli og ég var henni sammála, sagði þingmaðurinn breski
í fréttaviðtali.
Fabian Hamilton var hér á landi í heimsókn ásamt ...
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum