Greinar Júní 2011

Jónas Engilbertsson hefur ekið strætisvagni í Reykjavík í rétt
40 ár. Af þessu tilefni hefur hann verið heiðraður af Strætó bs og
Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, auk þess sem ég sem ráðherra
samgöngumála sá ástæðu til að taka sérstaklega á móti honum á
Hlemmi að lokinni akstursferð sem markar 40 ára samfelldan strætó
akstur...
Lesa meira

Nýlega sat ég fund dómsmálaráðherra Norðurlandanna. Þar var
fjallað um þau málefni sem helst brenna á löggæslu og
dómsmálayfirvöldum í hverju landi....Með öðrum orðum, verkefnið
væri að gera ungu fólki grein fyrir að glæpaheimurinn væri ekki
eftirsóknarverður. Í umræðunni sem þarna spannst var sagt frá
hliðstæðri könnun annars staðar frá. Þar var fjallað um orsakir
þess að fólk ánetjaðist samtökum ofbeldisfullra ofsatrúarmanna.
Vísað var til þess í könnuninni að í Kosovo á Balkanskaga
hefðu ofsatrúarsamtök sent umtalsvert fjármagn til að ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 20.06.11.
...
Auk þess skal minnt á að það eru lítil búhyggindi að láta núverandi
vélakost stýra hraða framkvæmda. Þegar flýtiframkvæmdum væri lokið
þyrfti síðan nýja innspýtingu. Nær væri að vinna áfram að
samgöngubótum á framkvæmdahraða sem er í samræmi við greiðslugetu
okkar sem einstaklinga (sbr. vegatolla) og sem samfélags (samanber
skatta) til langs tíma. Það sem nú er frábrugðið í vinnubrögðum
eins og þau tíðkuðust í aðdraganda hrunsins er að nú tala menn
opinskátt um tvær leiðir til fjármögnunar, skattahækkanir eða
vegatolla. Áður var einfaldlega sagt: Við borgum þetta seinna -
einhvern veginn.
Lesa meira

Í dag halda Íslendingar þjóðhátíð en að þessu sinni voru
sögulegar víddir hátíðahaldanna meiri en endranær. Nú minntust menn
þess að tvö hundruð ár eru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar og
eitt hundrað ár frá því Háskóli Íslands tók til starfa, en lög um
stofnun skólans höfðu verið sett árið 1909. Karl Sigurbjörnsson,
biskup, lagði út af lífshlaupi og sögulegri arfleifð Jóns
Sigurðssonar...Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fjallaði
einnig um Jón Sigurðsson í ræðu á fæðingarstað hans, Hrafnseyri við
Arnarfjörð. Einnig forsetinn fjallaði um Jón Sigurðsson ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 10.06.11.
...Það
er ekki fyrr en nú, að hillir undir að tekið verði á lögbrotum
þeirra, að framleiðendur og auglýsendur tala um mikilvægi
samkomulags. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum eru á sama máli
og ég. Þau telja áfengissala ganga á frelsi sitt og barna sinna.
Frelsi eins getur þannig verið ofríki gagnvart öðrum. Þannig er
heimurinn. Ekki svarthvítur eins og skilja mætti af skrifum
Guðmundar Andra Thorssonar. En ég veit að hugsun hans getur náð
lengra, þótt svo hafi ekki verið í þessum skrifum.
Lesa meira
Birtist á vefritinu Smugunni 08.06.11.
...Stefnt er að því að sameina þessar
eftirlitsskyldur þannig að árlega fái allsherjarnefnd skýrslu um
rannsóknaraðferðir lögreglu, hversu oft þeim var beitt og gegn
hvaða brotum. Með þessu móti er lögreglu veitt aukið aðhald, sem
aftur skilar sér í því að áframhaldandi traust ríkir um störf
hennar...
Lesa meira

Sjómönnum eru sendar bestu kveðjur í tilefni Sjómannadagsins. Það
var ánægjulegt og hátíðlegt að vera viðstaddur hátíðlega athöfn við
minningaröldurnar í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík í morgun. Áhöfn
norska varðskipsins Sortland stóð heiðursvörð ásamt starfsmönnum
Landhelgisgæslunnar, lagður var krans til minningar um þá sjómenn
sem hafa farist á sjó. Viðstaddir voru... Síðdegis ávarpaði Jón
Bjarnason sjávarútvegsráðherra útifundi í Reykjavík þar sem hann
lýsti því yfir að svo lengi sem hann fengi ráðið myndu Íslendingar
ekki láta fiskimiðin af hendi, hvorki til ríkjasambanda né
fyrirtækja. Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði ávarpaði
einnig fundinn þar sem hann...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 01.06.11.
Nýverið hitti ég í Alþingishúsinu nýja
sendiherra. Það væri ekki í frásögur færandi nema af því að þeir
hafa sérstakt og brýnt hlutverk í samfélagi okkar: Að kynna samning
Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks meðal jafningja sinna
undir formerkjum hagsmunasamtaka fólks með þroskahömlun. Sjö
einstaklingar sóttu námskeið sem veitti þeim innsýn í sáttmálann
sem Ísland undirritaði 30. mars 2007. Hann fjallar um það hvernig á
að gæta þess að réttindi fatlaðs fólks í landinu séu tryggð. Og
hver er betur til þess...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum