Greinar Apríl 2011

Okkur sem ekki erum í "raunhagkerfinu" brá í brún
þegar formaður bankaráðs Landsbankans - sem er í eigu þóðarinnar -
sagði í fréttum RÚV í kvöld að bankastjóri bankans væri ekki með
eins há laun og bankastjórar annarra banka og stórfyrirtækja í
"raunhagkerfinu". Nýlega vorum við upplýst um að
viðkomandi stjórar eru með himinháar tekjur - langt umfram það sem
sanngjarnt má heita. Þetta gerði það að verkum að Landsbankinn væri
ekki ...
Lesa meira

Birtist í DV 20.04.11.
Í pólitíkinni stóð Ingólfur Margeirsson staðfastur í kratismanum.
Almennt frekar í nöp við pólitíkina þar til vinstri og Íhaldið
vildi hann ekki. Þeir sem trufluðu siglingu jafnaðarmannaskútunnar
áttu ekki upp á pallborðið hjá vini mínum. Ekki heldur undirritaður
ef því var að skipta. Þá fékk ég að finna til tevatnsins. En sama
hvað Ingó skammaði mig fyrir villukenningar, truflaði það aldrei
vináttu okkar. Hún átti dýpri rætur en svo. Við Ingólfur
Margeirsson höfum verið ...
Lesa meira
Á páskadagsmorgun var endurtekinn á Rás 1 í Ríkisútvarpinu
þáttur Gunnars Stefánssonar um Andrés Björnsson, fyrrum
útvarpsstjóra og menningarmann. Þátturinn, sem fyrst var fluttur á
páskadagsmorgun árið 1999, var vel gerður eins og annað sem
frá Gunnari Stefánssyni kemur...Í þættinum um Andrés Björnsson er
að finna dæmi um ljóðaupplestur hans sem bjó yfir mjög óvenjulegri
dýpt og næmni. Þar voru einnig ræðubrot, á meðal annars úr
áramótahugvekjum Andrésar. Undir lok þáttarins var kafli úr
áramótahugvekju Andrésar, frá árslokum 1984...
Lesa meira
...Með öðrum orðum horfið verði frá hinu sameiginlega þjóðarfríi
og innleidd þess háttar vaktaskipti að aldrei hægist á neinni
starfsemi. Í þá átt hefur tilhneigingin verið á undanförnum árum.
Þannig var föstudagurinn langi nánast friðhelgur dagur. Mér þótti
það vera spor aftur á bak þegar sú friðhelgi var rofin með
lagasetningu fyrir fáeinum árum. Stórfjölskyldan missti þar með
hluta af mannskapnum út til þjónustustarfa á þessum degi. En hvað
um það. Hvort sem þið eruð...
Lesa meira
...Ákall Valgarðs fyrir grunngildum sem auðga andann en ganga
þvert á efnishyggju samtímans, var sannfærandi. Efnishyggju
"stórkapítalsimans" kallaði hann
"hámarksafurðarstefnuna" og tefldi gegn henni húmanisma sem
hann nefndi hina "frjóu lífsnautnastefnu". Þar sótti hann hugtök og
ínspírasjón í listaskáldið góða,Jónas Hallgrímsson...Margt annað
var vel sagt í þessum þætti og margt sem mikilvægt er að hugleiða
af mikilli alvöru: Þannig berum við sömu erfðaefni og upplag okkar
frá náttúrunnar hendi er nákvæmlega sama og villimanna og
grimmdarseggja fortíðar. Villimenn fortíðarinnar, sagði Valgarður,
eru nákvæmlega sömu gerðar og við hvað erfðaefnin snertir.
Það sem við helst þurfum á að halda sé að...
Lesa meira
... Sá sem kom þannig með ferska vinda inn í
umræðuna um skipulagsmál hafði aflað sér þekkingar á stað sem ekki
var af verri endanunum...Það er dapurlegt hve margir með ágætar
prófgráður upp á vasann koma aldrei neinu á framfæri við sína
samtíð - ná aldrei að nýta það sem þeir hafa lært - og kannski
lærðu þeir aldrei neitt sérstaklega mikið þrátt fyrir gráðurnar. En
á þeim hefur framangreindur fjölmiðill engan áhuga enda ekki um að
ræða stjórnmálamenn á pólitískum dauðalista...
Lesa meira

Sumardagurin fyrsti er í minni dagbók skátamessa í
Hallgrímskirkju, boltar handa krökkunum, heitt súkkulaði og
tilhlökkun yfir komandi sumri. Þetta síðasta var inntakið í ræðu
Layfeyjar Haraldsdóttur, nema og skáta í Ægisbúum, í
skátaguðsþjónustunni í dag. Laufey sagði að í sínum huga væri
"aðeins einn tilgangur með sumardeginum fyrsta" og hann
væri "að vekja tilhlökkun, löngun eftir komandi sumri."
Hún sagði...
Lesa meira

Sá í gærkvöldi annan hluta myndar Erlendar Sveinssonar, Draumurinn
um veginn, pílagrímsganga Thors Vilhjálmssonar eftir norðurhluta
Pýrenaeaskagans í átt að Santiago de Compostela, vestast á
Norður Spáni. Þeir Erlendur og Thor ríma vel. Thor magnþrunginn
heimspekingur, orðjöfur, eins og Erlendur kallaði hann í
ávarpsorðum sínum til frumsýningargesta. Erlendur með sögu
heimspeki og trúar inngróna...
Lesa meira
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, ákvað í gær að segja sig
úr þingflokki VG og hverfa frá stuðningi við ríkisstjórnina. Mér er
mikil eftisjá að Ásmundi Einari úr þingflokknum og að sjálfsögðu er
ég honum ósammála um afstöðuna til ríkisstjórnarinnar eins og fram
kom í mínu máli við umræðu um vantrauststillögu
Sjálfstæðisflokksins í gær. Í sjálfu sér þarf engum að koma á óvart
ákvörðun Ásmundar Einars því hann hefur um langan tíma verið
þungorður í garð ríkisstjórnarinnar og gagnrýnt sinn eigin flokk,
VG, fyrir að bregðast hugsjónum sínum. Þar hefur Ásmundur
Einar einkum staðnæmst við aðildarumsókn Íslands að
Evrópusambandinu...
Lesa meira

Niðurstaða liggur fyrir úr þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Sú
niðurstaða er afdráttarlaus. Upp úr stendur tvennt.
Í fyrsta lagi er það staðreynd að umræðan um Icesave hefur aldrei
verið eins á dýptina og í aðdraganda kosninganna. Þetta þýðir að
þjóðaratkvæðagreiðsla er vel til þess fallin að varpa ljósi á
flókin mál. Í annan stað er augljóst að þjóðaratkvæðagreiðsla er
komin til að vera, slíkur var áhuginn og síðan þátttaka í
kosningunni. Ég er ekki í vafa um að beint lýðræði er aðferð 21.
aldarinnar. Gagnrýni í garð forseta Íslands vegna ákvörðunar
hans...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum