UM RÉTTARKERFI OG LÝÐRÆÐI
Í dag efndu embætti Ríkissaksóknara og Ákærendafélagið til
ráðstefnu um dómstóla og ákæruvald. Sem innanríkisráðherra flutti
ég inngangserindi á ráðstefnunni þar sem ég á meðal annars fjallaði
um þrískiptingu valdsins, dómsvaldsins og hins tvískipta
lýðræðisvalds, framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Taldi ég á skorta
í þjóðfélagsumræðunni að réttarkerfið og þeir sem þar störfuðu
hefðu á því skilning að lýðrðislegum viljia ætti að sýna viðringu
ekki síður en dómsvaldinu.
Sagði ég meðal annars: "Dómstólar og einnig
ákæruvaldið vilja að stjórnmálin sýni sér tilhlýðilega virðingu. En
á móti hljótum við lýðræðislega kjörnir fulltrúar almannasjónarmiða
- að ætlast til þess að á okkur sé einnig hlustað, að réttarkerfið
sýni lýðræðinu þá virðingu sem því ber. Réttarkefið á að vera
sjálfstætt og á engan hátt háð pólitísku duttlungavaldi. Það á að
verja minnihlutasjónarmið engu síður en meirhlutasjónarmið. En svo
sterkt þarf það að vera, búa yfir slíkum innri styrk og
sjálfstrausti, að það sé ævinlega galopið fyrir gagnrýni; opið
fyrir lýðræðisstraumum samtíðarinnar."
Ræðuna í heild sinni er hægt að nálgast hér: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/27044