Fara í efni

SKÝR SKILABOÐ TIL OFBELDISMANNA!


Á fréttamannafundi sem Innanríkisráðuneytið boðaði til í dag ásamt ríkislögreglustjóra, lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, lögreglustjóra Suðurnesja og tollstjóranum í Reykjavík kom fram skýr ásetningur um að nú skyldi forgangsraðað í  baráttu gegn ofbeldishópum. Samkvæmt óyggjandi upplýsingum lögreglunnar eru hópar ofbeldismanna að festa sig í sessi á Íslandi; þeir séu að rotta sig saman hver gegn örðum því allir vilja þeir sitja einir að illa fengnum auð sínum: Afrakstri af eiturlyfjasölu, mansali og fjárkúgun.
Á fréttamannafundinum í dag kom fram hve ötullega lögreglan og tollyfirvöld hafa unnið í þessum málaflokki en að betur þurfi ef duga skal. Lögreglan þurfi að fá rýmri rannsóknarheimildir og frekari mannafla til að sinna þessari baráttu. Á það lagði ég margítrekað áherslu að ekki stæði til að koma á svokölluðum forvirkum rannsóknum án dómsúrskurðar og þeim mun síður væri ný leyniþjónusta í bígerð. Hins vegar yrði ráðist í lagabreytingar sem auðveldi lögreglu að fylgjast með hópum sem hafa það að markmiði að stunda ólöglegt athæfi af grófustu sort.
Á fréttamannafundinum í dag voru þetta skýr skilaboð til einstaklinga og hópa sem níðast á varnarlausu fólki með grófu ofbeldi: Íslenskt samfélag mun aldrei láta líðast að verða leiksoppur ofbeldisafla. 
Sjá m.a.
Innanríkisráðuneytið: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/27020 
mbl.is: http://mbl.is/frettir/innlent/2011/03/03/fa_fulla_adild_ad_vitisenglum/ 
visir.is: http://visir.is/mc-iceland-faer-inngongu-i-hells-angels-naestu-helgi/article/2011110309633
visir.is: http://visir.is/-aetlum-ekki-ad-lata-thad-gerast-ad-island-verdi-ad-einhverju-mafiulandi-/article/2011110309630
pressan.is: http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/island-verdi-ekki-mafiuland-i-heljargreipum-mafiuhopa-fa-pening-og-menn-fra-hells-angels
pressan.is: http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/mc-iceland-verdur-adili-ad-hells-angels-naestu-helgi-segir-logreglan-athofnin-fer-fram-i-oslo
ruv.is: http://www.ruv.is/frett/mc-iceland-ad-ganga-i-vitisengla