ORÐ SKULU STANDA
Þegar Hæstiréttur kvað upp úrskurð sinn sem ógilti kosningar til
stjórnlagaþings, þá gagnrýndi ég réttinn harðlega. En ég tók fram
að úrskurði hans bæri að hlíta til hins ítrasta. Það þýðir á
mannamáli að engar fjallabaksleiðir megi fara til að komast framhjá
niðurstöðu Hæstaréttar. Að mínu mati er skipan stjórnlagaráðs með
sömu einstaklingum og kosnir voru til stjórnlagaþings tilraun til
einmitt þessa. Verði þetta niðurstaða Alþingis þá næst hún fram án
míns stuðnings. Í dag lýsti ég yfir andstöðu við þetta ráðslag og
að ég myndi ekki greiða þessari tillögu atkvæði mitt. Enda er það
svo að orð skulu standa og grunvallarreglur skal virða!
Hér má m.a. sjá hvað ég hafði um þetta að segja: http://mbl.is/frettir/innlent/2011/02/25/ogmundur_osammala/