Greinar Febrúar 2011

Þegar Hæstiréttur kvað upp úrskurð sinn sem ógilti kosningar til
stjórnlagaþings, þá gagnrýndi ég réttinn harðlega. En ég tók fram
að úrskurði hans bæri að hlíta til hins ítrasta. Það þýðir á
mannamáli að engar fjallabaksleiðir megi fara til að komast framhjá
niðurstöðu Hæstaréttar. Að mínu mati er skipan stjórnlagaráðs með
sömu einstaklingum og kosnir voru til stjórnlagaþings tilraun til
einmitt þessa. Verði þetta niðurstaða Alþingis þá næst hún fram án
míns stuðnings. Í dag ...
Lesa meira

Síðustu daga hefur verið staðhæft í fréttum nokkurra fjölmiðla
að Innanríkisráðuneytið hafi blessað hergagnaflutninga á vegum
íslenskra flugfélaga til Afganistans. Í kjölfarið hafa friðarsinnar
sent frá sér mótmæli gegn þessum meintu flutningum. Hið rétta er að
engar slíkar heimildir hafa verið veittar. Aftur á móti er það rétt
að á vegum íslenskra flugfélaga eru af og til flutt vopn eða önnur
hergögn á milli staða. Á vefmiðlinum smugan.is er
ég ...
Lesa meira

Furðulegar yfirlýsingar berast frá Alþingi um að þingmenn
treysti þjóðinni eða treysti henni ekki. Þetta er fullkomlega
óinteressant. Í mínum huga kemur þjóðinni ekkert við hvort
einstakir þingmenn treysta henni eða ekki. ...Þingmenn mega aldrei
gleyma því að þeir eru fyrst og fremst starfsmenn þjóðarinnar -
handlangarar en ekki handhafar valds án skilyrða....En þeir sem
harðast tala gegn þessari skipan spyrji sjálfa sig: Var það til
ills að vísa Icesave til þjóðarinnar í byrjun árs 2010 með hliðsjón
af viðhorfum í þjóðfélaginu þá og hvernig málið stórbatnaði í
kjölfarið? ... Vandinn á Íslandi í aðdraganda hrunsins
var sá að stöðugt var verið að þröngva upp á þjóðina lausnum og
niðurstöðum, án umræðu og án þess að þjóðin væri spurð
leyfis ... Þá er ýmislegt brýnna en að þrengja að
málskotsrétti forseta Íslands...
Lesa meira

...Auðvitað er það fásinna að einstaklingur geti átt - prívat og
persónulega - dýrmætar auðlindir á borð við Gvendarbrunnana, eða
vatn undan Ingólfsfjalli, Esjunni eða Snæfellsjökli. Slík hugsun er
nánast eins fráleit og þrælahald var á sínum tíma. Ef
eignarrétturinn hefði verið algildur og óafturkræfur - eins og
sumir tala um eignarrétt á vatni - þá sætu Bandaríkjamenn
uppi með þrælahald. Þræll var jú eign húsbónda síns. En
auðvitað hlaut skilningur manna á mannréttindum að ryðja þessum
fáránleika úr vegi. Það mun einnig gerast með vatnið. Þess vegna
þarf að setja í stjórnarskrá Íslands að...
Lesa meira

...Einkaeignarrétturinn á líka góða og áhrifamikla vini. Til
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var upphaflega stofnað til að verja
einkaeignarréttinn, ekki almannahagsmuni, og hefur AGS verið trúr
hlutverki sínu einsog við þekkjum. Evrópusambandið hefur jafnt og
þétt fært sig í þessa áttina ... Hinn 28. janúar efndu
Mannréttindastofnun HÍ, lagadeild HR og Mannréttindaskrifstofa
Íslands, í samstarfi við Evrópusambandið, til umræðu um svokallaða
réttindaskrá ESB, sem er ætlað að treysta enn frekar mannréttindi
þeirra sem innan sambandsins búa. Vakti ég þá máls á þessu
sjónarhorni...
Lesa meira

...Eyjan gerir því skóna að Ingimar Karl
Helgason, fréttamaður á Stöð 2 hafi verið látinn gjalda
skoðana sinna þegar honum var sagt upp störfum fyrir fáeinum dögum.
Ég hef ekki heyrt Stöð 2 andmæla þessu. Ingimar Karl var eftir því
sem ég best veit, vandaður fréttamaður sem kappkostaði að
allar hliðar mála kæmu fram. .. Lára Hanna
Einarsdóttir var látin hætta sem pistlahöfundur á RÚV.
Skýrningin var ósannfærandi. Henni var gefið að sök að hafa birt
pistla sína á vefritinu smugan.is! Lára Hanna er án efa einn
kröftugasti þjóðfélagsrýnir sem fram hefur komið á vettvangi
fjölmiðla í seinni tíð....
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum