Greinar Febrúar 2011

Þegar Hæstiréttur kvað upp úrskurð sinn sem ógilti kosningar til
stjórnlagaþings, þá gagnrýndi ég réttinn harðlega. En ég tók fram
að úrskurði hans bæri að hlíta til hins ítrasta. Það þýðir á
mannamáli að engar fjallabaksleiðir megi fara til að komast framhjá
niðurstöðu Hæstaréttar. Að mínu mati er skipan stjórnlagaráðs með
sömu einstaklingum og kosnir voru til stjórnlagaþings tilraun til
einmitt þessa. Verði þetta niðurstaða Alþingis þá næst hún fram án
míns stuðnings. Í dag ...
Lesa meira

Síðustu daga hefur verið staðhæft í fréttum nokkurra fjölmiðla
að Innanríkisráðuneytið hafi blessað hergagnaflutninga á vegum
íslenskra flugfélaga til Afganistans. Í kjölfarið hafa friðarsinnar
sent frá sér mótmæli gegn þessum meintu flutningum. Hið rétta er að
engar slíkar heimildir hafa verið veittar. Aftur á móti er það rétt
að á vegum íslenskra flugfélaga eru af og til flutt vopn eða önnur
hergögn á milli staða. Á vefmiðlinum smugan.is er
ég ...
Lesa meira

Furðulegar yfirlýsingar berast frá Alþingi um að þingmenn
treysti þjóðinni eða treysti henni ekki. Þetta er fullkomlega
óinteressant. Í mínum huga kemur þjóðinni ekkert við hvort
einstakir þingmenn treysta henni eða ekki. ...Þingmenn mega aldrei
gleyma því að þeir eru fyrst og fremst starfsmenn þjóðarinnar -
handlangarar en ekki handhafar valds án skilyrða....En þeir sem
harðast tala gegn þessari skipan spyrji sjálfa sig: Var það til
ills að vísa Icesave til þjóðarinnar í byrjun árs 2010 með hliðsjón
af viðhorfum í þjóðfélaginu þá og hvernig málið stórbatnaði í
kjölfarið? ... Vandinn á Íslandi í aðdraganda hrunsins
var sá að stöðugt var verið að þröngva upp á þjóðina lausnum og
niðurstöðum, án umræðu og án þess að þjóðin væri spurð
leyfis ... Þá er ýmislegt brýnna en að þrengja að
málskotsrétti forseta Íslands...
Lesa meira

...Auðvitað er það fásinna að einstaklingur geti átt - prívat og
persónulega - dýrmætar auðlindir á borð við Gvendarbrunnana, eða
vatn undan Ingólfsfjalli, Esjunni eða Snæfellsjökli. Slík hugsun er
nánast eins fráleit og þrælahald var á sínum tíma. Ef
eignarrétturinn hefði verið algildur og óafturkræfur - eins og
sumir tala um eignarrétt á vatni - þá sætu Bandaríkjamenn
uppi með þrælahald. Þræll var jú eign húsbónda síns. En
auðvitað hlaut skilningur manna á mannréttindum að ryðja þessum
fáránleika úr vegi. Það mun einnig gerast með vatnið. Þess vegna
þarf að setja í stjórnarskrá Íslands að...
Lesa meira

...Einkaeignarrétturinn á líka góða og áhrifamikla vini. Til
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var upphaflega stofnað til að verja
einkaeignarréttinn, ekki almannahagsmuni, og hefur AGS verið trúr
hlutverki sínu einsog við þekkjum. Evrópusambandið hefur jafnt og
þétt fært sig í þessa áttina ... Hinn 28. janúar efndu
Mannréttindastofnun HÍ, lagadeild HR og Mannréttindaskrifstofa
Íslands, í samstarfi við Evrópusambandið, til umræðu um svokallaða
réttindaskrá ESB, sem er ætlað að treysta enn frekar mannréttindi
þeirra sem innan sambandsins búa. Vakti ég þá máls á þessu
sjónarhorni...
Lesa meira

...Eyjan gerir því skóna að Ingimar Karl
Helgason, fréttamaður á Stöð 2 hafi verið látinn gjalda
skoðana sinna þegar honum var sagt upp störfum fyrir fáeinum dögum.
Ég hef ekki heyrt Stöð 2 andmæla þessu. Ingimar Karl var eftir því
sem ég best veit, vandaður fréttamaður sem kappkostaði að
allar hliðar mála kæmu fram. .. Lára Hanna
Einarsdóttir var látin hætta sem pistlahöfundur á RÚV.
Skýrningin var ósannfærandi. Henni var gefið að sök að hafa birt
pistla sína á vefritinu smugan.is! Lára Hanna er án efa einn
kröftugasti þjóðfélagsrýnir sem fram hefur komið á vettvangi
fjölmiðla í seinni tíð....
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum