Greinar Janúar 2011

...Ég leyfi mér að hvetja alla til að kynna sér þessi mál vel og
þar með einnig úrskurð Hæstaréttar. Einhvers staðar sagði ég að mér
þætti Hæstiréttur byggja úrskurð sinn á þröngri túlkun á
lagabókstaf. Um þessi ummæli mín hef ég vaxandi efasemdir því mér
sýnist úrskurður Hæstaréttar byggja á almennu mati en ekki þröngri
lagatúlkun. Hef ég lýst undrun á úrskurði Hæsttaréttar og fært
fyrir því rök með tilvísan í landslög. Það breytir því ekki að
úrskurðinum ber að hlíta. Sá undarlegi skilningur var uppi hjá
ýmsum sem tjáðu sig um málið á Alþingi í dag að ekki mætti finna að
niðurstöðu Hæstaréttar og rökræða hana! Ef þessi skilningur yrði
uppi værum við að fjarlægjast réttarríkið og réttinn til
tjáningarfrelsis. Málefnalegri gagnrýni á úrskurð Hæstaréttar má
ekki rugla saman við hitt að farið sé að úrskurðinum...
Lesa meira

...Tilefnið af viðtalinu við Rúnar Vilhjálmsson
er fréttaumfjöllun um tvö ný einkasjúkrahús sem nú eru í
burðarliðnum, gamla hersjúkraúsið á Keflavíkurflugvelli, nú
nýuppgert fyrir tilstilli fjárfestingarsjóðsins Kadeco og
annað í Mosfellsbæ. Hér á síðunni hafa komið fram ströng
varnaðarorð og hafa stjórnvöld verið sökuð um að standa ekki nógu
vel valktina um almannahag...Ingibjörg
Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrgðisráðherra
Framsóknarflokki, spyr í Morgunblaðsgrein hvort reykskynjari
stjórnvalda sé ekki í lagi hvað snertir yfirvofandi hættu á
einkavæðingu heilbrigðiskerfisins og að við þar með stefnum inn í
tvöfalt kerfi. Þetta var gott og mjög þarft innlegg frá
Ingibjörgu Pálmadóttur! Gott líka hjá Stöð 2
að sýna þessu máli áhuga nú síðustu daga. Það er mikilvægt að
...
Lesa meira

"Hún átti því ekki sannleikann, en hitt þráði hún, að
sannleikurinn mætti eiga hana og því var hans sífellt leitað."
Þetta sagði séra Þórir svo réttilega í minningarorðum sínum og
komst þannig að sjálfum kjarnanum í hugsun móður minnar. Ólafur B.
Andrésson, orðaði þetta líka vel í minningargrein sinni þegar hann
sagði að Guðrún Ö. Stephensen hefði ekki verið kona
stórasannleika heldur hafi hún verið kona nálgana. Hún var
hvorki kona kreddu né isma og þegar Björn Patrick frændi minn sagði
hana hafa verið trúaða konu þá bætti hann við að aldrei minntist
hann þess að hafa heyrt hana ræða trúmál. Hennar trú var trúin á
hið góða og á...
Lesa meira

...Það er einmitt þetta síðastnefnda sem mig langar til að vekja
athygli á, því á morgun klukkan 15 fer fram útför móður minnar,
Guðrúnar Ö. Stephensen frá Dómkirkjunni í
Reykjavík. Það væri mjög kærkomið og í hennar anda að
þeir sem vildu minnast hennar gerðu það með stuðningi við þá
mikilvægu starfsemi sem fram fer á vegum Áss
styrktarfélags. Á heimasíðu Áss styrktarfélags er reitur
þar sem komast má inn á ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 15.01.11.
...Ég
ítreka að málið er gríðarlega viðkvæmt og allir hlutaðeigandi
auðsæranlegir. Sársaukinn getur orðið mikill þegar almenn umræða er
heimfærð á einstök tilvik. Þess vegna hef ég viljað forðast að
samtvinna þetta tiltekna persónulega mál umræðu sem við þó erum
nauðbeygð að taka ef við ætlum að vera sjálfum okkur samkvæm...
Lesa meira

Á latínu er til hugtak sem margir eflaust þekkja, ad
hominem eða argumentum ad hominem. Þetta er
notað þegar rökræða beinist að persónu þess sem heldur fram málstað
fremur en málstaðnum sjálfum. Í pistli hér á síðunni,
Er verið að biðja um þögn? , fjallaði ég
um fjölmiðla og tilhneigingu þeirra til að gera einmitt þetta, að
beina athygli að málflytjanda en ekki málstað. Þótti mér þessi
afstaða einkenna gagnrýnisleysi og yfriborðsmennsku sem var
einkennandi í aðdraganda hrunsins. Sjálfur hef ég oft fengið að
kynnast þessu. En viti menn, það sem helst hann varast vann,
varð þó að koma yfir hann... Í umfjöllun minni vísaði ég
máli mínu til ...
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum