Greinar 2011
Birtist í Fréttablaðinu 28.12.11.
...Hannes Hólmsteinn minnir okkur á
þessa tíma, ekki síst með eigin efnistökum, þegar hann fjallar um
sósíalista á Íslandi á árum áður. Það er ekki nóg með að hann sé
ónákvæmur og fari rangt með, heldur eru hinir óþóknanlegu
afgreiddir með skírskotun til þess kassa sem Hannes ætlar þeim í
tilverunni...Í utanríkismálanefnd fór fram nákvæmlega sams konar
umræða, nema þar höfðu fjölmiðlar engan áhuga á efnisinnihaldi
umræðunnar heldur á því einu að einn stjórnarþingmaður var á sömu
skoðun og þingmenn í stjórnarandstöðu. Sjónarmiðin voru með öðrum
orðum ekki eftir flokkslínum fremur en í ríkisstjórn. Þetta varð
stórfrétt og þótti mér örla á lönguninni til að kveða upp pólitíska
útlegðardóma yfir þeirri þingkonu sem hafði vogað sér ofan í rangan
kassa. Hvenær skyldum við ...
Lesa meira

...Og þá að þætti Hönnu G. Sigurðardóttur. Hann
fjallaði um ræðumennsku fyrr og nú. Víða var leitað fanga, rætt við
uppfræðara í ræðumennsku, vitnað í gamlar ræður og spilaðir bútar.
Þar á meðal ræður tveggja manna sem mér þóttu afbragðsgóðar og í
reynd vera ágæt andleg vítamínsprauta í skammdeginu. Önnur var
áramótaávarp Andrésar Björnssonar, fyrrum
útvarpsstjóra, á gamlárskvöld árið 1970. Hin var barátturæða
Magnúsar Björns Ólafssonar, blaðamanns á
Austurvelli, 24 janúar 2009, í hámarki Búsáhaldabyltingarinnar.
Báðar ræðurnar voru afbragðsgóðar, sem áður segir, hvor með sínu
sniði...
Lesa meira

...aksturspeningar voru í hugum sumra fyrirspyrjanda á þingi og
í fjölmiðlum ígildi spillingar. Menn væru að fá dulbúnar tekjur í
formi aksturspeninga. Hvar skyldi þá meint spilling hafa verið
mest? Að sjálfsögðu hjá Vegagerðinni. Þar unnu hlutfallslega
flestir starfsmenn við að aka um vegina! Auðvitað var þessi umræða
glórulaust rugl. Í stað þess að brjóta viðfangsefnið til mergjar og
kanna hvar verið væri að greiða fólki aksturspeninga án útlagðs
kostnaðar, með öðrum orðum, hvar verið væri að hygla fólki, þá voru
allir settir undir sama hatt. Þeir sem óku um á eigin bílum,
borguðu eldsneyti og allan kostnað en fengu það síðan endurgreitt,
voru sagðir njóta óeðlilegra kjara...
Lesa meira

Í gærkvöldi var mér borin stefna á heimili mitt frá Hells Angels
og einum forsprakka þeirra hér á landi þar sem samtökin annars
vegar og einstaklingurinn hins vegar krefja mig um samtals fjórar
milljónir króna, tvær milljónir króna - hvor um sig - í
skaðabætur fyrir ummæli sem þeir telja vera "ósönn og óþarflega
meiðandi." Eftirfarandi er úr stefnunni...
Lesa meira

...Það breytir því ekki að enginn maður hefur beitt sér af meira
afli og meiri innri sannfæringu en einmitt hann gegn styrkveitingum
frá ESB. Það á við um málflutning hans í þingflokki VG og í öðrum
stofnunum flokksins, á fundum ríkisstjórnar og hvað varðar
stofnanir sem undir hans ráðuneyti heyra. Á milli orða og athafna
hefur verið fullt samræmi - meira að segja svo mjög að mörgum hefur
þótt nóg um! Í frásögn af atkvæðagreiðslu um fjárlög þótti hins
vegar greinilega vera færi að veikja Jón Bjarnason, grafa undan
trúverðugleika hans. Ég skrifa þennan litla pistil til að segja
eftirfarandi...
Lesa meira
Sannast sagna hafði ég gaman af - og þótti heiður af því - að
taka á móti heiðursmerki Hróshópsins sem kemur fram í nafni
Búsáhaldabyltingarinnar og hrósar fyrir það sem hópurinn telur vel
gert. Í stífum norðannæðingi fyrir framan Stjórnarráðið í gær, rétt
fyrir ríkisstjórnarfund, var nælt í mig merki og mér færður
blómvöndur. Tilefnið var að sýna samstöðu gegn því að Ísland verði
selt "fyrir stundargróða". Stundum hafa mér hlotanst viðurkeningar
en heiðursmerki Hróshóps Búsáhaldarbyltingarinnar þótti mér einna
vænst um. Ávarp fylgir hér með en það var lesið upp í hífandi
rokinu við Stjórnarrráðið...
Lesa meira

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, alþingiskona, hefur tekið
lofsvert frumkvæði með framlagningu þingmáls sem ryður brautina
fyrir endurskoðun laga um eignarhald á landi. Hún vill að skorður
verði reistar við stórfelldum uppkaupum á landi og vill í því
sambandi horfa til sérstöðu vegna umhverfisþátta: "Víðernin eiga að
vera í almannaeign," segir hún. Guðfríður Lilja vill jafnframt
horfa til þess að fjársterkir einstaklingar, hverrrar þjóðar sem
þeir eru, sölsi ekki undir sig margar jarðeignir og stór landsvæði.
Hún segir málið ekki snúast um uppruna manna en hins vegar sé
þýðingarmikið að halda víðernum í almannaeign og yfirráðum yfir
landi og auðlindum innan samfélagsins. Það sé kjarni málsins. Þetta
sé í samræmi við viðleitni margra þjóða og ekki síður ástæða til
fyrir okkur sem búum við veika auðlindalöggjöf að ...
Lesa meira

Fimm ár eru liðin frá því settur var á laggirnar
samráðsvettvangur trúfélaga í Íslandi en aðild að honum eiga 13
trúfélög á Íslandi, allta frá Ásatrúarfélaginu til þjóðkirkjunnar.
Haldið var upp á afmælið í Ráðhúsi Reykjavíkur með dagskrá þar
flutt voru erindi og ávörp, sungin trúarljóð og kveðnar
rímur.
Eftirfarandi er ávarp mitt á
afmælisfagnaðinum...
Lesa meira

...Þessi sáttmáli á sér nokkurra ára sögu. Upphafið var reyndar
á ráðstefnu á sama stað og nú, í Mónakó, en þar var stefnan mótuð
árið 2006. Árið eftir var gengið frá sáttmála utan um þessi
stefnumið í Lanzarote á Spáni og er hann því iðulega nefndur
Lanzarote-sáttmálinn. Fyrir Íslands hönd var skrifað undir 4.
febrúar 2008 og hefur síðan verið unnið að því að fullgilda
sáttmálann með viðeigandi lagabreytingum. Ég hef nú kynnt í
ríkisstjórn frumvarp sem sem styrkir réttarstöðu barna gagnvart
ofbeldi í samræmi við sáttmálann. Er þar meðal annars kveðið á um
...
Lesa meira

Á fimmtudag og föstudag í síðustu viku sótti ég mjög áhugaverða
ráðstefnu í Poznan í Póllandi um rafræna stjórnsýslu. Ráðstefnan
var á vegum Evrópusambandsins með aðkomu EFTA-ríkjanna. Auk mín
tóku þátt í ráðstefnnni fyrir Íslands hönd sérfræðingar frá
Forsætisráðuneyti, Fjármálaráðuneyti og Efnahags- og
viðskiptaráðuneyti og frá Þjóðskrá Íslands og Tryggingastofnun. Í
þessum hópi var Guðbjörg Sigurðardóttir sem haldið hefur utan um
málaflokkinn af hálfu Stjórnnarráðsins en ásæðan fyrir minni setu á
ráðstefnunni er sú að málefni upplýsingasamfélagsins eru nú að
færast undir Innanríkisráðuneytið. Á ráðstefnunni kom fram
að...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum