Greinar 2011
Birtist í Fréttablaðinu 28.12.11.
...Hannes Hólmsteinn minnir okkur á
þessa tíma, ekki síst með eigin efnistökum, þegar hann fjallar um
sósíalista á Íslandi á árum áður. Það er ekki nóg með að hann sé
ónákvæmur og fari rangt með, heldur eru hinir óþóknanlegu
afgreiddir með skírskotun til þess kassa sem Hannes ætlar þeim í
tilverunni...Í utanríkismálanefnd fór fram nákvæmlega sams konar
umræða, nema þar höfðu fjölmiðlar engan áhuga á efnisinnihaldi
umræðunnar heldur á því einu að einn stjórnarþingmaður var á sömu
skoðun og þingmenn í stjórnarandstöðu. Sjónarmiðin voru með öðrum
orðum ekki eftir flokkslínum fremur en í ríkisstjórn. Þetta varð
stórfrétt og þótti mér örla á lönguninni til að kveða upp pólitíska
útlegðardóma yfir þeirri þingkonu sem hafði vogað sér ofan í rangan
kassa. Hvenær skyldum við ...
Lesa meira

...Og þá að þætti Hönnu G. Sigurðardóttur. Hann
fjallaði um ræðumennsku fyrr og nú. Víða var leitað fanga, rætt við
uppfræðara í ræðumennsku, vitnað í gamlar ræður og spilaðir bútar.
Þar á meðal ræður tveggja manna sem mér þóttu afbragðsgóðar og í
reynd vera ágæt andleg vítamínsprauta í skammdeginu. Önnur var
áramótaávarp Andrésar Björnssonar, fyrrum
útvarpsstjóra, á gamlárskvöld árið 1970. Hin var barátturæða
Magnúsar Björns Ólafssonar, blaðamanns á
Austurvelli, 24 janúar 2009, í hámarki Búsáhaldabyltingarinnar.
Báðar ræðurnar voru afbragðsgóðar, sem áður segir, hvor með sínu
sniði...
Lesa meira

...aksturspeningar voru í hugum sumra fyrirspyrjanda á þingi og
í fjölmiðlum ígildi spillingar. Menn væru að fá dulbúnar tekjur í
formi aksturspeninga. Hvar skyldi þá meint spilling hafa verið
mest? Að sjálfsögðu hjá Vegagerðinni. Þar unnu hlutfallslega
flestir starfsmenn við að aka um vegina! Auðvitað var þessi umræða
glórulaust rugl. Í stað þess að brjóta viðfangsefnið til mergjar og
kanna hvar verið væri að greiða fólki aksturspeninga án útlagðs
kostnaðar, með öðrum orðum, hvar verið væri að hygla fólki, þá voru
allir settir undir sama hatt. Þeir sem óku um á eigin bílum,
borguðu eldsneyti og allan kostnað en fengu það síðan endurgreitt,
voru sagðir njóta óeðlilegra kjara...
Lesa meira

Í gærkvöldi var mér borin stefna á heimili mitt frá Hells Angels
og einum forsprakka þeirra hér á landi þar sem samtökin annars
vegar og einstaklingurinn hins vegar krefja mig um samtals fjórar
milljónir króna, tvær milljónir króna - hvor um sig - í
skaðabætur fyrir ummæli sem þeir telja vera "ósönn og óþarflega
meiðandi." Eftirfarandi er úr stefnunni...
Lesa meira

...Það breytir því ekki að enginn maður hefur beitt sér af meira
afli og meiri innri sannfæringu en einmitt hann gegn styrkveitingum
frá ESB. Það á við um málflutning hans í þingflokki VG og í öðrum
stofnunum flokksins, á fundum ríkisstjórnar og hvað varðar
stofnanir sem undir hans ráðuneyti heyra. Á milli orða og athafna
hefur verið fullt samræmi - meira að segja svo mjög að mörgum hefur
þótt nóg um! Í frásögn af atkvæðagreiðslu um fjárlög þótti hins
vegar greinilega vera færi að veikja Jón Bjarnason, grafa undan
trúverðugleika hans. Ég skrifa þennan litla pistil til að segja
eftirfarandi...
Lesa meira
Sannast sagna hafði ég gaman af - og þótti heiður af því - að
taka á móti heiðursmerki Hróshópsins sem kemur fram í nafni
Búsáhaldabyltingarinnar og hrósar fyrir það sem hópurinn telur vel
gert. Í stífum norðannæðingi fyrir framan Stjórnarráðið í gær, rétt
fyrir ríkisstjórnarfund, var nælt í mig merki og mér færður
blómvöndur. Tilefnið var að sýna samstöðu gegn því að Ísland verði
selt "fyrir stundargróða". Stundum hafa mér hlotanst viðurkeningar
en heiðursmerki Hróshóps Búsáhaldarbyltingarinnar þótti mér einna
vænst um. Ávarp fylgir hér með en það var lesið upp í hífandi
rokinu við Stjórnarrráðið...
Lesa meira

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, alþingiskona, hefur tekið
lofsvert frumkvæði með framlagningu þingmáls sem ryður brautina
fyrir endurskoðun laga um eignarhald á landi. Hún vill að skorður
verði reistar við stórfelldum uppkaupum á landi og vill í því
sambandi horfa til sérstöðu vegna umhverfisþátta: "Víðernin eiga að
vera í almannaeign," segir hún. Guðfríður Lilja vill jafnframt
horfa til þess að fjársterkir einstaklingar, hverrrar þjóðar sem
þeir eru, sölsi ekki undir sig margar jarðeignir og stór landsvæði.
Hún segir málið ekki snúast um uppruna manna en hins vegar sé
þýðingarmikið að halda víðernum í almannaeign og yfirráðum yfir
landi og auðlindum innan samfélagsins. Það sé kjarni málsins. Þetta
sé í samræmi við viðleitni margra þjóða og ekki síður ástæða til
fyrir okkur sem búum við veika auðlindalöggjöf að ...
Lesa meira

Fimm ár eru liðin frá því settur var á laggirnar
samráðsvettvangur trúfélaga í Íslandi en aðild að honum eiga 13
trúfélög á Íslandi, allta frá Ásatrúarfélaginu til þjóðkirkjunnar.
Haldið var upp á afmælið í Ráðhúsi Reykjavíkur með dagskrá þar
flutt voru erindi og ávörp, sungin trúarljóð og kveðnar
rímur.
Eftirfarandi er ávarp mitt á
afmælisfagnaðinum...
Lesa meira

...Þessi sáttmáli á sér nokkurra ára sögu. Upphafið var reyndar
á ráðstefnu á sama stað og nú, í Mónakó, en þar var stefnan mótuð
árið 2006. Árið eftir var gengið frá sáttmála utan um þessi
stefnumið í Lanzarote á Spáni og er hann því iðulega nefndur
Lanzarote-sáttmálinn. Fyrir Íslands hönd var skrifað undir 4.
febrúar 2008 og hefur síðan verið unnið að því að fullgilda
sáttmálann með viðeigandi lagabreytingum. Ég hef nú kynnt í
ríkisstjórn frumvarp sem sem styrkir réttarstöðu barna gagnvart
ofbeldi í samræmi við sáttmálann. Er þar meðal annars kveðið á um
...
Lesa meira

Á fimmtudag og föstudag í síðustu viku sótti ég mjög áhugaverða
ráðstefnu í Poznan í Póllandi um rafræna stjórnsýslu. Ráðstefnan
var á vegum Evrópusambandsins með aðkomu EFTA-ríkjanna. Auk mín
tóku þátt í ráðstefnnni fyrir Íslands hönd sérfræðingar frá
Forsætisráðuneyti, Fjármálaráðuneyti og Efnahags- og
viðskiptaráðuneyti og frá Þjóðskrá Íslands og Tryggingastofnun. Í
þessum hópi var Guðbjörg Sigurðardóttir sem haldið hefur utan um
málaflokkinn af hálfu Stjórnnarráðsins en ásæðan fyrir minni setu á
ráðstefnunni er sú að málefni upplýsingasamfélagsins eru nú að
færast undir Innanríkisráðuneytið. Á ráðstefnunni kom fram
að...
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum