Greinar Nóvember 2010

Þegar ég sat í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, LSR,
var reglulega rætt um vexti enda tekin um um það ákvörðun í stjórn
hvaða vexti lán sjóðsins ættu að bera hverju sinni. Ekki voru menn
alltaf sammála í þessu efni. Af minni hálfu var því sjónarmiði
jafnan haldið á loft að okkur bæri að halda vaxtastiginu eins lágu
og við treystum okkur til enda lífeyrissjóðurinn áhrifavaldur á
fjármálamarkaði. Rökin voru þessi...Nú bregður svo við þegar kallað
er til þjóðarátaks til að létta á skuldaklafanum að
lífeyrissjóðirnir ganga fram fyrir skjöldu og segja að lækkun vaxta
sé eignaupptaka sem stangist á við stjórnarskrá! Síðast heyrði ég
Bjarna Þórðarson, tryggingastærðfræðing, hafa uppi svona
boðskap í Spegli RÚV. Af þessum sökum...
Lesa meira

... Eins og sjá má skrifaði Magnús Hlynur frétt sína á meðan við
vorum enn í ferðinni. En upplýst skal að við komumst á áfangastað
þrátt fyrir ýmsar uppákomur á leiðinni sem ýmsir röktu til
reimleika. Frá því er skemmst að segja að ferðin var fróðleg og
stórskemmtileg enda leiðsögumaðurinn, Þór Vigfússon, meistari
frásagnarlistarinnar, sumir myndu kalla hann töframann tungutaksins
og að vel færi á því að fá slíkan galdramann til að fjalla um
gernigar fyrr og nú. Þá var það sérstök tilfinning að sitja í gamla
Weaponinum frá 1953 með sjálfan Guðmund Tyrfingsson undir
stýri! Einnig hann er sagður...
Lesa meira

...Í gær efndi Reykjavíkurfélag VG til opins málþings um
heilbrigðisþjónustuna....Í opnum umræðum í kjölfar framsöguerinda
kom fram að fulltrúi VG í fjárlaganefnd Ásmundur Einar Daðasaon
hefði einmitt óskað eftir slíku mati og var gerður að því góður
rómur. Í máli Þuríðar Backman, foranmns heilbnrigðisnefndar
Alþingis kom fram að fulltrúar VG hefðu þar beitt sér fyrir því að
sá hluti fjárlaga sem sneri að heilbrigiðsstofnunum yrði
endurskoðaður ...Við sem stöndum að stjórnarmeirihlutanum þurfum að
vera meðvituð um ábyrgð okkar. Þá dugir ekki annað en horfa til
allra útgjaldaþátta. Ég held að það sé engin tilviljun að nú fá
hljómgrunn með þjóðinni hugmyndir um að flýta viðræðum við ESB
...
Lesa meira

...Nú stíga fram á sjónarsviðið einstaklingar og tala
digurbarkalega um að betra hefði verið að borga Icesave upp í topp
strax og afnema gjaldeyrishöft strax. Þá væru matsfyrirtækin ánægð,
líka fjárfestar og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Allir ánægðir.
Fréttamenn og prófessorar ánægðir. Einfalt mál. Þangað til þeir
missa sjálfir vinnuna í niðurskurðinum. Og síðan er það skrítið að
gefa sér að gjaldeyrishöftin hefðu horfið um leið og íslenskir
skattgreiðendur gengju í ábyrgð fyrir Icesave. Skilja menn
virkilega ekki að skuldsetning ríkisins er höfuðvandi okkar? Mér
finnst þetta tal vera sjálfsblekkingar ótrúlega áþekkar og við
heyrðum 2007 þegar menn trúðu því að með tilfæringum í bókfærlsu
væri hægt að...
Lesa meira

...Augljóst er að við verðum að stokka þessi mál upp og fá botn
í hvert við raunverulega erum að halda. Eitt er að vera sammála um
að vera ósammála um ESB nema það eitt að þjóðin eigi að fá í hendur
niðurstöðu samningaviðræðna um helstu álitamálin og síðan greiða um
hana atkvæði. Nú eru samningamenn Íslands farnir að reisa kröfur á
hendur öðrum ríkisstjórnarflokknum um að hann breyti
grundvallarafstöðu sinni til ESB. Flokkurinn verði að skuldbinda
sig til að styðja inngöngu í ESB ef Þorsteinn Pálsson og félagar
komast að niðurstöðu við samningaborð! Í umræddu viðtali í
Speglinum kom fram að Þorsteinn Pálsson væri þess fýsandi að...
Lesa meira
...Í annan stað
er það rétt hjá Styrmi Gunnarssyni að ég hef áhyggjur af deilum
innan VG um ESB málin. Ég er í hópi þeirra sem studdu og styðja það
að niðurstaða verði fengin í viðræðum við ESB um þau álitamál sem
margir Íslendingar segja að ráði úrslitum um hvort þeir samþykki
eða hafni inngöngu í ESB. Innan VG er almenn andstaða gegn inngöngu
og samþykktir flokksins ganga í þá átt. Þeir eru einnig margir sem
voru mjög gagnrýnir á afstöðu okkar sem samþykktum að ganga til
samningaviðræðna við ESB. Það er ekkert óeðlilegt eða annarlegt
þótt reynt sé að finna leiðir til að sætta fylkingar. Í þriðja lagi
er það fullkomlega eðlilegt, málefnalegt og að mínum dómi
skynsamlegt að flýta þessu ferli sem kostar okkur gríðarlega
fjármuni og rífur þjóðina nánast á hol í stöðugum ...
Lesa meira

...Þegar ég nú viðra þá skoðun að flýta beri viðræðum við ESB og
fá niðurstöður í stóru álitamálin þá er þessu mætt með
fullkomnum þvergirðingshætti í Brussel eins og framangreind ummæli
sýna. Ég ætla ekki að kalla þetta hroka vegna þess að þetta er
eflaust ekki illa meint. Þetta eru einfaldlega viðbrögð
steinrunnins kerfis. Steingervingum kerfismennskunnar finnst allt
erfitt, óyfirstíganlegt, ógerlegt. Steingervingarnir eru líka til
hér á landi. Frá þeim heyrist lítið þegar skera á niður framlög til
heilbrigðiskerfisins til að brúa fjárlagahallann. Það er væntanlega
samkvæmt lögmálinu. En að leyfa sér að ræða breytt vinnuferli
gagnvart ESB - það er út í hött! Ríkisstjórnin hefur alla tíð
...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 13.11.10
Ég
hitti nokkra félaga mína úr verkalýðshreyfingunni nýlega, hýra og
glaða í bragði, enda nýkomnir úr samkvæmi þar sem samningamenn
Íslands við ESB höfðu verið að "hrista sig saman". Ég spurði hvort
þeir ætluðu ekki að haska þessu af, verkið væri í reynd ósköp
einfalt, snérist um að kortleggja ágreininginn við ESB um
auðlindamál, hvort við gætum samið um deilistofna eða yrðum
undirseld ákvörðunum í Brussel, hvort við gætum rekið landbúnað á
okkar eigin forsendum, hvort við sem ESB ríki kæmumst upp með sömu
fyrirvara í lögum um þjónustuviðskipti og við gátum sett sem EES
ríki í þjónustutilskipunina vorið 2009...
Lesa meira
Ávarp á Kirkjuþingi í Grensáskirkju

...Stofnanir samfélagsins eiga allt sitt undir sátt í
samfélaginu. Styrkur þeirra byggist á samkennd og sameiginlegri
siðferðisvitund. Það gildir um Alþingi, um dómstóla um viðskipti
hvers konar og það gildir líka um kirkjuna. Og þegar sáttin týnist
og siðferðið glatast, riða allar stofnanir til falls. Þegar köllin
glymja: Breytið steinum í brauð, svo allir ærast af hávaða, þá
bresta hin þykkustu tré. Fáir heyra í þeim sem segir: Maðurinn
lifir ekki á brauði einu saman. En nú eru nýir tímar að ganga í
garð. Átrúnaðurinn á...
Lesa meira

...Skemmst er frá því að segja að Íslendingarnir voru fyrstir
hjálaparsveita á vettvang. Margt var áhrifaríkt í
heimildarmyndinni. Þegar stúlkunni var bjargað lifandi úr rústum og
móðir hennar hné niður yfirkomin af geðshræringu, verður
ógleymanlegt svo og þakkirnar sem Íslendingarnir fengu fyrir sitt
óeigingjarna starf. Þetta held ég að hafi fyllt okkur öll stolti
yfir hetjudáðum landa okkar....
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum