Fara í efni

HVAÐ EF?


Vímuvarnarvika var opnuð með viðhöfn í Þjóðleikhúsinu í gær, þar sem saman voru komnir fulltrúar fjölmargra samtaka og stofnana sem beita sér fyrir forvörnum. Í framhaldinu var leikritið Hvað ef? frumsýnt í Kassanum. Leikstjóri er Gunnar Sigurðsson en leikendur eru þrír talsins: Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Ólöf Jara Skagfjörð og Ævar Þór Benediktsson. Leikritið er ætlað unglingum og fjallar um skaðsemi vímuefnaneyslu og áhugaverðan og frjóan hátt. Með verkinu er ungt fólk hvatt til að spyrja sjálft sig: Hvað ef? Þar með er sú hugsun vakin að við getum þegar allt kemur til alls haft áhrif á hvaða stefnu líf okkar tekur. Við þurfum ekki að verða leiksoppar örlaganna. Þetta eru góð skilaboð.

Sýningin var mjög áhrifarík og náði augljóslega til þeirra ungmenna sem í salnum voru. Vek ég athygli lesenda síðunnar á upplýsinga síðu um framtakið: http://www.hvadef.com