Greinar Júní 2010

...Á vissan hátt má líta á stöðu okkar sem þjóðar í stríði. AGS
er hér á landi vegna utanaðkomandi þvingana. Það vita allir og eiga
að viðurkenna. Við viljum öll losna við AGS sem fyrst. Það
hefur marg oft verið sagt. En þar til það gerist verður að hafa
virkt og vakandi eftirlit með samskiptum við AGS. Það gerist aðeins
með opinni umræðu, meðvitaðri og gagnsærri . Það má aldrei henda
aftur einsog gerðist nú í vor að skrifað var upp á framlengingu og
nýjar skuldbindingar við AGS án þess að þingið fengi að sjá þær, án
þess að ríkisstjórnin fengi að sjá þær! Og hún lét sér það lynda.
Svona varð hrunið. Leynd og þöggun átti þar sinn stóra þátt. Við
þurfum að horfast í augu við þetta...
Lesa meira

Ég óska lesendum síðunnar gleðilegs þjóðhátíðardags. Daginn
notaði ég til jarðræktarstarfa austur í Grímsnesi en að því loknu
var brunað til Reykjavíkur og þáðar kaffiveitingar hjá Helgu
Stephensen frænku minni á Laufásveginum í hjarta borgarinnar.
Þar hef ég þegið þjóðhátíðarveitingar svo lengi sem ég man
eftir mér. Það er eins með hefðirnar og stjórnmálin. Þær eru góðar
og slæmar. Góðar hefðir eru eftirsóknarverðar. Þjóðhátíðardagurinn
er dagur góðra íslenskra hefða. Það besta í íslenskri þjóðarhefð
snýr að opnu og lýðræðislegu þjóðfélagi. Á Laufásveginum í dag varð
mörgum tíðrætt um aukinn lögregluvörð á Austurvelli á
þjóðhátíðardaginn og lokun Dómkirkjunnar fyrir almenningi. Allt af
öryggisástæðum....
Lesa meira

Undanfarna daga hefur tölvupóstum rignt yfir alþingismenn með
áskorunum um að nema vatnalögin frá 2006 endanlega úr gildi. Það
eykur mér bjartsýni að sjá og heyra hve margir eru staðráðnir að
láta ekki stela af okkur vatninu. Erlendar þjóðir sem einkavætt
hafa vatnið hafa orðið fyrir miklu tjóni. Þetta hefur verið
rannsakað og niðurstöðurnar óyggjandi. Í þessu sambandi vil ég
sérstaklega nefna erindi sem David Hall, fræðimaður við
Greenwich háskólann í Lundúnum, flutti á vegum BSRB fyrir fáeinum
árum. David Hall og rannsóknarlið hans hefur sérhæft sig í
afleiðingum...
Lesa meira

... Þá er spurningin, ætla menn að nema lögin alveg úr gildi eða
slá gildistökuákvæðinu enn á frest. Annað hvort verður að gerast
og mun gerast...Þessi herferð var undir
herhvötinni: VATN FYRIR ALLA. Þetta verk annaðist Páll H. Hannesson
sem starfsmaður BSRB en þau samtök stóðu í fararbroddi í þessari
baráttu. Ég er sannfærður um að ef ekki hefði komið til barátta
BSRB á þessum tíma hefðu lögin frá 2006 farið í gegn
fyrirvaralaust. Að flestum, ef ekki öllum ólöstuðum, gekk Páll H.
Hannesson...
Lesa meira

...Hann er svo ágætur hann Ross. Það finnst alla vega Kínverjum.
Í Kína er hann á kafi í samningum um orku, sjá t.d. hér ...Leiðir
Ross og Kínverjanna liggja víðar saman en þar austurfrá. Báðir
aðilar hafa nú lýst áhuga á uppsveitum Árnessýslu. Ross hefur gert
samkomulag við Hrunamannahrepp um rannsóknir á jarðvarma "frá
Flúðum upp í Kerlingafjöll". Litlu sunnar og austar streymir
Þjórsáin. Kínverjarnir sem komu hingað í síðustu viku í nokkrum
flugvélaförmum nefndu með nafni virkjanirnar í neðri Þjórsá sem
þeir vilja fjármagna. Þessar virkjanir eiga vissulega tilveru í
óskhyggju margra, en ekkert ákveðið. Það skipti hina kínversku
gesti engu máli. Erlent auðvald veit að aðvelt er að eiga við
íslensk stjórnvöld. Óhugnanlega auðvelt. Allt falt...
Lesa meira

...En eitt er ágreiningur um stefnumarkmið, annað
ágreiningur um tæknileg úrlausnarefni. Lenskan hefur verið sú að
stjórn og stjórnarandstaða á Alþingi geri engan greinarmun á þessu
tvennu. Stjórnarþingmenn hafa verið meðmæltir öllu sem komið hefur
frá framkvæmdavaldinu, stjórnarandstaðan á móti. Þetta þarf að
breytast - og - er að breytast. Smám saman. Það má tvímælalaust
merkja í nefndarstarfi á Alþingi. Það hefði verið til góðs að þessi
breyting hefði átt sér stað fyrr. Ef taka hefði mátt eina hugsun úr
heilaforriti hvers þingmanns, nefnilega vitneskjuna um hvaða
stjórnmálaflokki hann tilheyrði, þá hefði margt...
Lesa meira

Í lesendabréfi frá Ólínu hér á síðunni er beint til mín áskorðun
sem ég beini hér með til fjölmiðla um að grafast fyrir um hvers
vegna heita vatnið frá Orkuveitu Reykjavíkur er hækkað um 37%.
Fréttablaðið segir okkur að það sé gert til að tryggja 5 prósenta
arðsemi. Þessi skýring nægir ekki Ólínu. Hún nægir mér ekki heldur.
Ég geri spurningu Ólínu hér með að minni og heiti lesendum að birta
svörin hér á síðunni þegar þau berast. Ég trúi ekki öðru en
fjölmiðlar ...
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum