Greinar Maí 2010

Mánudaginn 15. febrúar var haldinn fundur í sveitarsjórn
Skaftárhrepps. Þrettán liðir voru á dagskrá. Tíundi
dagskrárliðurinn lét ekki mikið yfir sér, beiðni frá Suðurorku ehf.
um rannsóknarleyfi vegna hugsanlegra virkjana. Eftirfarandi er
bókað: "Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að Suðurorku
ehf. verði veitt rannsóknarleyfi á vatnasviðum Skaftár og
Tungufljóts í Skaftártungu samkvæmt fyrirliggjandi umsókn félagsins
til Orkustofnunar". Suðurorka ehf, er skráð að Túngötu 6 í
Reykjavík, þar sem Baugsfyrirtækin voru til húsa og fleiri,
en smelli maður á nafnið kemur í ljós að heimilsfang
Suðurorku er Brekkustígur 36 í Njarðvík. Sama heimilisfang og HS
Orka hefur. Ágætur vinur minn sagði að ástæðulaust væri
að reyna að gera þetta tortryggilegt. Það væri ekki ...
Lesa meira

...það er ekki einvörðungu arfleifð gamallar vináttu sem heillar
mig við þessa gömlu verkalýðskempu heldur einnig baráttukrafturinn,
mannvitið, hlýjan og kímnin sem geisla frá honum í ríkari mæli en
flestum mönnum öðrum. Það var mér heiður að fá að sækja heim hinn
síunga öldung í tilefni stórafmælis hans...
Lesa meira

...En þegar menn eru búnir að skuldsetja sveitarfélögin upp í
rjáfur einsog gerst hefur í Reykjanesbæ eða eru glámskyggnir
á hætturnar í samstarfi við "góðu mennina" sem koma með allt
nammið frá útlöndum og segjast vilja okkur svo vel, einsog
mér heyrist á oddvita Hrunamannahrepps, þá þarf að grípa í taumana.
Ég tek heilshugar undir með höfundi leiðara Morgunblaðsins sem
bregst við einmitt þessum aðstæðum í dag og segir
réttilega...
Lesa meira

Heimur peningafrjálshyggjunnar riðar til falls. En ekki meira en
svo að peningaöflin læsa sig nú saman af meiri krafti en oftast
áður til að beina hruninu inn í gamalkunnan farveg: Að láta
almenning blæða fyrir glæfra þeirra og mistök. Það ríður á að
verkalýðshreyfingin og félagsleg öfl i stjórnmálum standi vaktina
og snúi taflinu upp í þá sókn sem ein er ásættanleg: Að skapa
réttlátt samfélag frjálsra manna, karla og kvenna, ungra og
aldinna. Í BSRB tíðindum sem voru að koma út vildi ég einmitt láta
þessa hugsun vera...
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum