Greinar Apríl 2010

Austarlega i Grímsnesinu er þessi notalega verslun sem ég hef
ófáum sinnum lagt leið mína í. Gott viðmót alltaf þar. Nú er hún að
loka. Ég þakka starfsfólkinu fyrir mig og lýsi eftirsjá. Ég trúi
ekki öðru en þarna sé grundvöllur fyrir verslunarrekstur því
orlofsbyggðin á þessum slóðum þenst út. Reyndar eru fleiri ágætar
verslanir á þessu svæði, í Reykholti og víðar. En verslunin Borg er
annað og meira en búð. Hún er fulltrúi hins óstaðlaða Íslands.
Staðlaða Ísland er búið til með reglustiku á miðstýrðu teikniborði
stóru olíufélaganna...
Lesa meira

...Sjálfur held ég að opin umræða sé vænlegri til árangurs en
regluverk. Opin lýðræðisleg umræða er út af fyrir sig líkleg til að
móta góðan tíðaranda gagnstætt því vinnulagi sem mótast í
skugganum jafnvel þótt menn hafi þar einhverjar reglur að styðjast
við. Tveir fyrrverandi sendiherrar, þeir Svavar Gestsson og
Þorsteinn Pálsson, komu fram í útvarpsþættinum
Sprengisandi á Bylgjunni í dag og voru þar sammála
um að setja þurfi embætti forseta Íslands ný lög og
siðareglur. Kannski er þetta góð hugmynd. Nema hvað rótin að henni
þykir mér ekki vísa inn í framtíðina. Báðir hafa þeir ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 24.04.10
...Hugaræsingin sem
heltekið hefur margt fjölmiðlafólk og fleiri í þessu Kötlumáli er
af nákvæmlega sama toga og átti sér stað í aðdraganda hrunsins,
nema nú með öfugum formerkjum. Það sem forsetinn gerir og segir
þykir nú ekki að öllu leyti gott, heldur að öllu leyti slæmt. Þótt
menn viti innst inni hvað rétt er, þá virðist mér alltof margir -
nú sem fyrr- gera það sem auðveldast er í umræðunni: Láta
berast með straumnum. Lærdómur hrunsins er að...
Lesa meira

Gagnrýni í garð Alþingis fyrir sinnuleysi í uppgjörinu eftir
hrunið er ekki alls kostar sanngjörn. Rannsóknarskýrslan sjálf er
til marks um vilja Alþingis til að kryfja málin til mergjar. Enda
þótt ýmsar brotlamir séu á skýrslunni - og nauðsynlegt er að
lagfæra þær - þá er hún mikilvæg af tveimur ástæðum fyrst og fremst
að mínu mati. Í fyrsta lagi kortleggur skýrslan umfang misferlis í
fjármálaheiminum og tengslum hans við stjórnmálin. Í örðu lagi er
skýrslan umræðugrundvöllur fyrir breytt vinnulag í stjórnsýslunni
og í stjórnmálum. Hún er þannig upphaf en ekki endir.
Rannsóknarvinnunni þarf að halda áfram. Það skortir til dæmis
verulega á að ...
Lesa meira

Bragi Björnsson skátahöfðingi , sagði í ræðu við hefðbundna
skátamessu í Hallgrímskirkju í dag, sumardaginn fyrsta, að þegar
hann héldi á vit náttúrunnar í útilegum sumarsins hyrfu allar
áhyggjur sem dögg fyrir sólu enda væri bjartsýninni tjaldað. Vel
mælt og uppörvandi hugsun. Gömul þjóðtrú leggst á sveif með
bjartsýnisfólki í dag því samkvæmt henni veit á gott þegar vetur og
sumar frjósa saman. Það gerðist að þessu sinni. Þannig að margfalt
tilefni er til að brosa breitt í dag og óska hvert öðru gleðilegs
sumars. Jafnframt hljótum við öll að hugsa til þeirra sem...
Lesa meira

Krafa fólks sem er að missa heimil sín er að þau verði friðhelg,
að ekki sé hægt að ganga að þeim. Krafan er: Hlífum
heimilunum. Þetta er krafa um mannréttindi. Og það eru
mannréttindin sem eiga alltaf að verða okkur efst í huga. Líka
mannréttindi þeirra sem verða nú fyrir gagnrýni í þjóðfélaginu
vegna tengsla við orsakir hrunsins, beinna eða óbeinna. Mótmæli í
þjóðfélaginu á ekki að kæfa. Mótmæli eru réttmæt. En spurnnigin er
hvar og hvernig þessi mótmæli eru í frammi höfð. Nú berast fréttir
af mótmælum við heimili fólks. Þessu vil ég andæfa.
Hafa ber í huga gamla vísdómsreglu...
Lesa meira

...Í dag var ítarlegt viðtal við forseta Íslands í fjölmiðlum.
Þar hélt hann því fram að í veigamiklum atriðum hefði verið farið
ranglega með staðreyndir um forsetaembættið í Rannsóknarskýrslunni.
Þetta er alvarlegt ef rétt er. En þó ekki alvarlegra en svo að hægt
er að bæta um með því að koma við leiðréttingum. Það verður Alþingi
að sjá til að verði gert og þá einnig varðandi aðra þætti sem
misfarið er með í skýrslunni. þetta þarf að gerast með markvissum
hætti. Góða skýrslu má ekki eyðileggja með aðgerðaleysi í þessu
efni. Heildarmyndin sem dregin er upp í skýrslunni hygg ég að sé
rétt. Á hana getur hins vegar fallið skuggi ef rangfærslur eru ekki
leiðréttar. Hafa skal það sem sannara reynist var sagt forðum
og á það...
Lesa meira

Á morgun verður birt skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis.
Lögreglan segist verða í viðbragðsstöðu, biskup þjóðkirkjunnar
hefur sent prestum og djáknum bréf þar sem hann hvetur til þess að
söfnuðir kaupi eintak af skýrslunni og láti liggja frammi í
safnaðarheimilum. Þar geti fólk síðan beðist fyrir. Fjölmiðlarnir
segjast hafa verið að undirbúa sig vikum saman, fréttamenn eru
hvattir til að verða vel sofnir, leikarar munu stíga á svið í
maraþon lestri þar sem hvert orð skýrslunnar verður lesið á fimm
sólarhringum. Á Alþingi streyma út upplýsingar um
tímasetningar, hvenær - uppá sekúndubrot -
skýrslan verði birt, hvenær vefurinn opnaður og hvenær plöggin
verði komin á borð þingmanna. Þeir segjast sumir hverjir hafa
af því þungar áhyggjur að ...
Lesa meira

...Á slíkum stundum er oft boðið upp á gamalt eðalefni. Af því
er mikið til í kistum Ríkisútvarpsins. Sannkallaðir
menningarfjársjóðir. En það er ekki nóg að búa yfir vönduðu efni
frá fyrri tíð. Framleiðsla á gæðaefni þarf að vera stöðug.
Ríkisútvarpið þarf stöðugt að veita menningu samtímans út til
þjóðarinnar. Svo er það hitt, að ef dagskrárgerðin gengi út á það
eitt að finna gott en gamalt þá er hætt við stöðnun; að áhöfnin á
fleyinu hætti að geta fundið ný mið. Í menningarútvarpi sem rís
undir nafni rennur fortíð og samtíð saman í eitt. En það þarf
þekkingu og góða dómgreind til að flétta saman gamalt
og nýtt svo vel sé; spinna úr því nýjan þráð. Það kann Gunnar
Stefánsson...
Lesa meira

...Í ofanálag bauð náttúran upp á eldgos á Fimmvörðuhálsi
- vonandi fólki og dýrum að skaðlausu. Áhugi landsmanna á gosinu er
ótvíræður. Hann ber ekki aðeins vott áhuga á náttúruundrum heldur
líka á landinu okkar. Þúsundir hafa farið að sjá gosið -
nokkuð sem ekki er með öllu hættulaust í nálægð. Á sveimi eru
hjálparsveitirnar. Þær gefa okkur öryggistilfinningu og hlýjar
hugrenningar.
Ég óska öllum lesendum síðunnar gleðilegra páska.
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum