Greinar Mars 2010
Birtist í Fréttablaðinu 30.03.10.
Atvinnuleysi er böl. Ég tek það því
alvarlega þegar mér er borið á brýn að hafa stuðlað að auknu
atvinnuleysi. Einmitt það gerir Magnús Orri Schram alþingismaður í
skrifum sínum í Fréttablaðinu nýlega. Við sem stuðluðum að því að
Icesave-samningarnir fóru inn í nýtt ferli, erum sögð hafa með
frestun málalykta, valdið gríðarlegum kostnaði sem smám saman sé að
koma í ljós: "Lægri laun, hærri vextir, miklu meiri niðurskurður,
lægra gengi og a.m.k. 3.300 atvinnulausir er bara ein birtingarmynd
þessa kostnaðar." Þetta fullyrðir Magnús Orri...
Lesa meira
...Spyrja þarf hvort ekki sé heppilegra að ná fram
yfirlýstum markmiðum með Endurhæfingarsjóði á hagkvæmari og
réttlátari hátt með því að styrkja það sem fyrir er,með því að
setja meiri peninga í Grensás og Reykjalund og aðrar
stofnanir sem sinna endurhæfingu. Sjúkra- og styrktarsjóðir
verkalýðsfélaganna hafi síðan það hlutverk að styðja við bakið á
einstaklingunum og veita kerfinu aðhald. Þeir eiga ekki að
verða kerfið. Baráttan um velferðina má ekki hafna í
farvegi eiginhagsmuna. Árni Páll Árnason,
félagsmálaráherra hefur lýst yfir áhyggjum yfir því að verið sé að
koma á tvöföldu kerfi. Hann er ekki einn á báti. Ég hygg að
hann fari hér fyrir meirihlutavilja í þjóðfélaginu.
Lesa meira

Árni Guðmundsson, háskólakennari og fyrrum æskulýðsfrömuður í
Hafnarfirði, kom með ágæta ábendingu á heimasíðu sinni eftir að ég
talaði fyrir frumvarpi mínu og Þuríðar Backmans um
áfengisauglýsingar. Hann benti á að RÚV hefði slegið því upp að ég
vildi banna áfengisauglýsingar þegar veruleikinn væri sá að þær
væru bannaðar .... Í Ríkisútvarpinu er áfengissauglýsingabannið
virt að vettugi nær daglega. Líka í Kastljósinu. Það er svolítið
kindugt því Kastljósið hefur áður sýnt að það vill vera sérlega
sómakært þegar áfengi er annars vegar. Um það gat ég sérstaklega í
framsöguræðu minni og beindi þeirri spurningu til útvarpsstjóra
hvar sómakenndin væri nú. Hvort ekki væri ráð að sýna hana í verki
og framfylgja lögum sem kveða á um að áhorfendum sé hlíft við
áreitni...
Lesa meira

Indriði H. Þorláksson, sem komið hefur að Icesave
samningaviðræðunum, hefur nú hafið ritun greinaflokks á
Smugunni (smugan.is) þar sem hann reifar sjónarmið sín.
Fyrsta greinin hefur þegar birst og er hún harðorð í garð þeirra
sem gagnrýnt hafa samningsferlið og fá þeir ofanígjöf af hans
hálfu; taldir vera haldnir minnimáttarkennd, þjóðernishroka,
heimsfrelsunaráráttu, kveinstöfum og vesældarþráhyggju svo eitthvað
sé nefnt. Eins og þessi listi ber með sér er að finna í
einkunnarbók Indriða H Þorlákssonar mergjuð hugtök og í sumum
tilvikum skemmtileg nýyrði. Við því er ekkert að segja að ...
Lesa meira

...Htt er svo annað mál að íslenska peningakerfið hrundi með
hrikalegum afleiðingum fyrir efnahagslífið í heild sinni. Mikilvægt
er að menn sjái orsakasamhengið í réttu ljósi. Ég skal játa að
fræðimenn við háskólana og pennaliprir talnaspekúlantar hafa
stundum sett fram staðhæfingar um þetta málefni sem ég hef átt
erfitt með að átta mig á. Ekki hef ég orðið var við mikla
sjálfsgagnrýni á þessum bæjum og ekki séð
andæft staðhæfingum um að frestun á Icesave hafi leitt til
taps upp á 75 milljarða á mánuði hverjum - 900 milljarða á ári! -
einsog einn hagspekingur hefur haldið fram...
Lesa meira

Þjóðverjar hyggjast banna bónus greiðslur í bönkum og setja
hámark á launagreiðslur í bönkum. Sarkozy Frakklandsforseti hefur
látið banna bónusgreiðslur í bönkum sem hafa þurft á aðstoð
ríkisins að halda. Meira að segja breskir íhaldsmenn hafa gagnrýnt
hugmyndina um bónusgreiðslur í bönkum. Sumir telja að
bónusgreiðslur séu grundvöllur spillingar í bankastarfsemi. Sannast
sagna ætlaði ég ekki að trúa mínum eigin augum þegar fréttir
bárust af því að -bankarnir væru í þann veginn að koma á að nýju
"bónuskerfi" innan sinna múra. Í gær ...
Lesa meira

...Gagnrýni forseta Íslands, nú síðast í garð
Norðurlandanna, hefur hreyft við valdakerfinu á jákvæðan hátt og
yfirlýsingar Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, nú
síðustu dagana hafa verið úr munni manns sem stendur
uppréttur...Það er svo okkar norðurslóðakarla og kvenna að
velta því fyrir okkur af hverju það eru einmitt þjóðirnar í
Færeyjum og Noregi sem standa með okkur og láta sig framtíð
okkar varða. Fjárhagsstuðningur er vissulega mikilsverður en
ekki er hin almenna velvild síðri. Hjálparhönd verður ekki
metin til fjár þegar menn eru aðþrengdir og í nauðvörn. Höfum
það...
Lesa meira

Viðtal á smugan.is 10.03.10.
....Harðlínuafstaða og flokkspólitískir hagsmunir eru ekki
lausnamiðaður kokteill. Hvað við getum beðið lengi, þá minni ég á
að þrautseigja og úthald er það sem mestu máli skiptir til að ná
árangri. Þarna eru gríðarlegir hagsmunir í húfi. Tugir og
hundruð milljarða hanga á spýtunni . Það er einsog sumir haldi að
þetta sé fyrst og fremst akademískt viðfangsefni sem komi
veruleikanum nánast ekkert við, í besta falli laustengt við hann.
Það vill hins vegar svo til að við erum að tala um nákvæmlega sömu
krónurnar og menn í opinberri þjónustu taka upp úr launaumslaginu
sínu. Því meira sem greitt er fyrir Icesave, þeim mun minna er til
skiptanna í heilbrigðiskerfinu, skólunum og fyrir fatlaða. Stundum
hef ég spurt sjálfan mig hvort ...
Lesa meira

Vefmiðillinn pressan.is vekur athygli á skrifum Karls Th.
Birgissonar, ritstjóra tímaritsins Herðubreiðar um Icesave og
aðkomu okkar nokkurra að því máli; fólks sem á það sammerkt að hafa
viljað endurskoðun á þeim skilmálum sem Alþingi fékk undirritaða
til umfjöllunar síðastliðið sumar. Við fáum ekki háa einkunn, erum
sögð engar tillögur hafa haft fram að færa (sem er ósatt!), og það
sem alvarlegra er, við erum sögð vilja "einangra landið" en þar með
"kjósum" við "enn frekari samdrátt og atvinnuleysi, félagslegar
hörmungar og veikingu velferðarþjónustunnar..."
Síðan talar ritstjórinn um meintan tilkostnað af töfinni á Icesave,
nokkuð sem fróðlegt væri að ...
Lesa meira

Vefmiðillinn www.smugan.is hefur nú
verið opnuð að nýju undir ritstjórn Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur.
Hún er án nokkurs vafa einn kröftugasti fréttamaður landsins, býr
yfir mikilli reynslu og nýtur virðingar í stétt fréttamanna. Til
marks um það er að hún hefur verið kjörin til að vera í forsvari
stéttarinnar sem formaður Blaðamannafélags Íslands. Lofar ráðning
Þóru Kristínar góðu um framtíð Smugunnar.
Um fréttamiðil sinn segir Þóra Kristín m.a...
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum