Greinar Janúar 2010

Ekkert jafnast á við Ísland í góðu skapi. Þannig finnst mér
landið vera þegar veður er fallegt, stilla og heiðríkja. Þannig er
það búið að vera um helgina á þeim slóðum þar sem við Jón
Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, fórum um , en það
var sem leið liggur um landið vestanvert og norður í
Skagafjörð þar sem ég var gestur á félagsfundi Vinstri
grænna... Eitt er víst. Meningarvísitalan er ekki á niðurleið
við Skagafjörð. Um miðnættið risum við Jón Bjarnason úr sætum okkar
til að hefja heimferðina. Ég hafði orð á því við nærstaddan eftir
hálftíma eða svo að ráðherrann þyrfti að kveðja marga. Viðkomandi
svaraði að bragði ...
Lesa meira

...
Okkar menn voru á ferð í umboði allra stjórnmálaflokka á
Alþingi, líka Samfylkingar og Hreyfingarinnar. Þetta er mikilvægt
að hafa í huga enda eina leiðin fyrir Ísland að landa árangri er að
við STÖNDUM ÖLL SAMAN um málstað Íslands. Þarna var verið að opna á
viðræður sem þarf að fylgja eftir. Nú má enginn skerast úr leik.
Við þurfum að ná landi saman. Jafnframt þurfa allir að leggjast á
eitt um að vinna að því að bæta stöðu okkar. Sýna fram á ofbeldið
sem Ísland hefur verið beitt af hálfu Breta, Hollendinga, ESB og
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Forseti Íslands hefur ekki látið sitt
eftir liggja. Hafi hann þökk fyrir skelegga framgöngu, sbr..
Lesa meira

...En hvað sem brotum og brotalömum viðkemur þá má hitt aldrei
gleymast að hrunið varð ekki til af sjálfu sér. Spilavítið Ísland
var búið til með markvissum og yfirveguðum hætti. Þau áttu sér
draum sem þau vildu gera að veruleika! Ísland sem paradís fyrir
fjármálabrask. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ættu að hafa þetta í
huga þegar þeir mæta sperrtir í umræðuþætti að óskapast yfir böli
heimsins. Annars stoðar lítt að festast í fortíðinni nema að því
leyti að af henni eigum við að draga lærdóma til að flytja með
okkur inn í framtíðina...
Lesa meira

...Þessa breyttu stöðu ber okkur öllum skylda til að nýta,
málstað Íslands til framdráttar. Ekki tala okkur niður. Ekki leita
að því sem er til þess fallið að veikja stöðu Íslands. Heldur hinu
sem er til að styrkja stöðu landsins. Lágmarkskrafa er að
Seðlabankinn haldi sig til hlés ef hann ekki telur sig vera þess
umkominn að horfa hlutlægt á málin.Sama á við um akademíuna.
Venjulega eru það nemendur sem falla á prófum. Á undanförnum
mánuðum höfum við hins vegar séð prófessorana falla. Hvern á fætur
öðrum...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 25.01.10.
Niðurskurðurinn í ríkisútgjöldum er farinn að segja
til sín. Ýmsir staðhæfa að við séum að fara í hundana. Að Ísland
muni einangrast ef við förum ekki í einu og öllu að vilja Breta og
Hollendinga. En vanmetum ekki stöðu okkar. Kapítalisminn er
ágengari en margir halda; túristinn frá München ætlar til Íslands í
sumar hvað sem tautar og raular; Ikea ætlar að selja Jóni og Gunnu
á Íslandi stól og borð -fiskkaupmaðurinn í Grimsby ætlar að koma
íslenskum fisk á veitingahúsaborð í London. Hann ætlar ekki að
einangra Ísland. Vanmetum ekki heldur ...
Lesa meira
Birtist í DV 25.01.10.
Einhvern veginn finnst mér að lesendur DV eigi annað
og betra skilið í umfjöllun um Icesave en greinar blaðamannanna
Jóhanns Haukssonar og Vals Gunnarssonar á undanförnum vikum. Í stað
málefnalegrar greiningar eru endalausir palladómar um einstaklinga
og stjórnmálaflokka. Innihaldsrýrir, en þeim mun rætnari. Sjálfur
hef ég fengið vel útilátna skammta...Hvernig væri nú til
tilbreytingar að reyna sig við málefnalega umræðu um Icesave og
alla vega gera tilraun til að ...
Lesa meira

Íslendingar berja sér á brjóst fyrir viðbraðgsflýti við
hjálparbeiðni frá Haiti vegna hörmunganna í kjölfar jarðskjálfta.
Ég tek þátt í brjóstkassabarsmíð. Ég er stoltur að hugsa til
þess að Íslendingar voru í hópi þeirra sem voru fyrstir að taka við
sér þegar ógæfan reið yfir. Mér þykir líka vænt um að lesa
frásagnir af því hve vel okkar fólk hefur staðið sig í
björgunarstarfi við erfiðar aðstæður. Þakkir til allra
hlutaðeigandi, viðbragðsskjóts utanríkisráðuneytis,
björgunarsveita, hjálparstofnana...Fáum þar auk þess ágætan og
sannsöglan spegil á eigið hlutskipti. Hollt fyrir okkur - um
leið og við ...
Lesa meira

...Þegar skrifstofustjórn Alþingis tók ákvörðun um kærur með
kröfum um refsingar og fangelsisdóma síðastliðið haust
mótmælti ég. Taldi þetta ósanngjarnt, óráðlegt, nánast heimskulegt.
Við yrðum að horfa á aðstæður. Spyrja, hvers vegna allur þessi
hugaræsingur og ofsi? Svörin blöstu við. Á þessum tíma var það að
renna upp fyrir fólki að Ísland hafði verið svikið. Og blóðið
ólgaði. Fólk greip til aðgerða sem það að jafnaði gerir ekki - og
eru óafsakanlegar undir öllum venjulegum kringumstæðum. Svo leið
tíminn. Flestir héldu að málið væri dautt. Slasað fólk hefði fengið
bætur. Helst ríflegar. En viti menn. Nú reis "Réttvísin" úr rekkju.
Steig framúr. En ekki sú réttvísi sem beðið var eftir.
Í þjóðfélaginu er nefnilega spurt...
Lesa meira

...Það er fólgin von í öllu því fólki sem er tilbúið að berjast
fyrir betra Íslandi. Í þeirri baráttu dugir engin værukærð. Það
þarf að hrista upp í íslensku þjóðfélagi. Sá er blindur sem ekki
kemur auga á það. Við eigum enn eftir að losa okkur við
hugsunarhátt útrásartímans; braskið og spillingin ríður enn húsum í
fjármálaheiminum og víðar í atvinnulífi. Þessu útrýmum við ekki með
löggjöf og reglugerðum einum saman heldur með því að breyta
hugarfari í þjóðlífinu, tíðarandanum. Að því vill Gunnar Sigurðsson
stuðla með mynd sinni....
Lesa meira

...Ef við ætlum hins vegar að treysta á forræðishyggjuna -
"góðu" stjórnmálamennina - til að passa upp á okkur, og
hættum að hugsa sjálf, þá erum við dæmd til að tapa. Bæði vegna
þess að "góðu" stjórnmálamennirnir eru ekki alltaf við
völd og svo er hitt, að "góðu" stjórnmálamennirnir geta
stundum gert slæma hluti....Sannast sagna finnst mér stórundarlegt
- og kemur mér á óvart hve djúpum rótum
forræðishyggjustjórnmál virðast standa í íslenskri pólitík - sú
hugmynd, að stjórnmál snúist um fagmennsku; kunnáttu á því að hafa
vit fyrir öðrum...
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum