HVERS VEGNA EKKI BÚNAÐARBANKINN?
Nú er Kaupþing-banki búinn að endurskíra sig og vill heita Arion.
Ólína skrifar mér pistil um þá nafngift, sögu hennar frá fornu fari
og íslenska arfleifð. Nafngiftin Arion - með sögu sína frá fornu
fari og arfleifð hér á landi sem verðbréfafyrirtæki - segir mér
hvert draumar manna á þessum bænum stefna.
Hvers vegna svara fjármálastofnanir ekki kalli tímans?
Ímyndarsmiðir velja nafn í samræmi við fyrirætlanir og drauma. Svo
ég tali nú bara fyrir sjálfan mig: Mikið liði mér betur sem
viðskiptavini hjá Búnaðarbankanum en Arion group. Hef grun um að
það eigi við um fleiri.
Pistill Ólínu sem vekur þá spurningu hvort virkilega ekkert hafi
breyst: http://ogmundur.is/fra-lesendum/nr/4897/