Greinar Nóvember 2009

Nú er Kaupþing-banki búinn að endurskíra sig og vill heita
Arion. Ólína skrifar mér pistil um þá nafngift, sögu hennar frá
fornu fari og íslenska arfleifð. Nafngiftin Arion - með sögu sína
frá fornu fari og arfleifð hér á landi sem verðbréfafyrirtæki -
segir mér hvert draumar manna á þessum bænum stefna. Hvers vegna
svara fjármálastofnanir ekki kalli tímans? Ímyndarsmiðir velja nafn
í samræmi við fyrirætlanir og drauma. Svo ég tali nú bara fyrir
sjálfan mig...
Lesa meira

Heimili og skóli hafa sýnt frábært frumkvæði í eineltismálum. Nú
síðast með útgáfu bæklings um einelti eftir Þorlák H. Helgason.
Bæklingurinn er afar vel unninn og hvet ég fólk til að nálgast hann
og taka þátt í vitundarvakningunni um einelti sem Heimili og skóli
hafa nú efnt til. Samtökin hyggjast beita sér af alefli í þágu
þeirra sem verða fyrir einelti með skelfilegum afleiðingum -
óhamingju og sárum á sálinni...
Lesa meira
...Fáir menn skírskoti "til fólks á öllum tímum" í eins ríkum
mæli og Snorri Sturluson gerir, segir Óskar Guðmundsson ennfremur.
Snorri hafi þurft að kljást við höfðingja innanlands og utan,
börnin sín og breyskleika sína. En þessi maður sem barðist við
heiminn fyrir átta öldum hafi engu að síður sigrað hann. Það hafi
hann gert með bókmenntunum! Óskar Guðmundsson opnar okkur nýja sýn
á þennan bókmenntarf með ritverki sínu. Sjálfur er ég rétt að hefja
lesturinn, staddur á hlaðinu á Odda á Rangárvöllum sumarið 1181
ásamt hinum unga sveini Snorra, föður hans Sturlu Þórðarsyni og
Jóni Loftssyni sem tekið hafði Snorra í fóstur...
Lesa meira

...Framlag listamannanna gladdi mig, hlý ávarpsorð félaga míns
Árna Stefáns Jónssonar, varaformanns BSRB, og þá einnig hitt hve
margir lögðu leið sína í Háskólabíó þessa eftirmiðdagsstund.Hér er
slóð á frásögn af fundinum á vef BSRB þar sem er að finna ræður sem
fluttar voru en þess má geta að dagskráin hefur verið sett á
geisladisk og má vel vera að tæknin bjóði upp á að ég geti veitt
aðgang að honum hér á síðunni. Ef unnt er að gera það mun...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum