Fara í efni

ÞOKAST?


Þegar ég sagði af mér embætti heilbrigðisráðherra stóð ég frammi fyrir því að samþykkja þann afarkost Breta og Hollendinga að Íslendingar féllu frá því að ásklija sér rétt til  að véfengja, með öllu/eða að hluta til, réttmæti Icesave skuldbindinganna. Þannig var málinu stillt upp í ríkisstjórn. Allir ráðherrar samtaka eða stjórnin færi frá.

Einsog fram hefur komið var ég ekki reiðubúinn að fallast á þessar málalyktir og vék úr ríkisstjórn.

Þetta varð síðan til þess að snurða hljóp á þráðinn. Bretar og Hollendingar áttuðu sig á því að málið var ekki í höfn og nauðsynlegt af þeirra hálfu að slá af kröfum sínum; kröfum sem gengu út á að hundsa réttarríkið!
Auðvitað hefur það alltaf verið vilji allra sem að þessum málum koma að standa á rétti Íslands og er það ánægjulegt ef þokast nú í rétta átt. Þannig hafa forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra nú lýst því yfir að ekki komi til greina að afsala rétti Íslands til að véfengja kröfur Breta og Hollendinga falli dómur í þá veru. Þessi skilningur þarf að vera skýr í skilmálum Alþingis. Ég lít svo á að falli dómur okkur í hag væru forsendur fyrir greiðslum Íslendinga samkvæmt samningnum brostnar. Ég skil það svo að í þessa átt þokist nú og er það vel.

http://www.visir.is/article/20091012/FRETTIR01/918697962

 

http://www.dv.is/frettir/2009/10/12/utanrikisradherra-fullt-efnislegt-samkomulag-milli-okkar-ogmundar/