Fara í efni

ÖLL ERUÐ ÞIÐ VELKOMIN!


BSRB gerir mér þann heiður að efna til sérstakrar menningardagskrár í dag í Háskólabíói í tilefni þess að ég læt nú af formennsku í samtökunum. Dagskráin er öllum opin og leyfi ég mér hérmeð að vekja athygli lesenda heimasíðu minnar á því. Húsið mun opna klukkan 17:00 en sjálf dagskráin hefst 17:30 og tekur um klukkustund að því mér er tjáð, en að henni lokinni er boðið upp á veitingar.

Við setningu þings BSRB fyrr um daginn mun ég svo flytja ávarp þar sem ég lít yfir farinn veg og velti vöngum yfir framtíðinni. Ávarpið mun ég birta hér á síðunni á morgun.
Það er óneitanlega sérstök tifinning fyrir mig og örlítið tregablandin að segja nú skilið við BSRB eftir að hafa verið þar rúma tvo áratugi - tuttugu og eitt ár - næstum upp á dag þar á formannsstóli!
http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/1564/